Fréttablaðið - 10.12.2009, Qupperneq 6
6 10. desember 2009 FIMMTUDAGUR
Glösin sem
gera góð vín
betri
www.fastus.is
580 3900
Síðumúla 16
Rauðvínsglas 55 cl. 1.295
Hvítvínsglas 40 cl. 1.195
Kampavínsglas 20 cl. 1.095
Ekta Egils Malt og Appelsín
blandað að hætti íslenskra heimila
DÓMSMÁL Tveir fyrrverandi starfs-
menn Kaupþings hafa verið dæmd-
ir í átta mánaða óskilorðsbundið
fangelsi fyrir alvarlega markaðs-
misnotkun.
Hinir dæmdu eru Daníel Þórð-
arson, fyrrverandi sjóðsstjóri pen-
ingamarkaðssjóðs hjá bankanum,
og Stefnir Ingi Agnarsson, fyrr-
verandi skuldabréfamiðlari.
Mennirnir voru í Héraðsdómi
Reykjavíkur fundnir sekir um að
hafa í sameiningu lagt fram óeðli-
lega há tilboð í skuldabréf Existu
sex sinnum á mánaðartímabili í
ársbyrjun í fyrra. Tilboðin voru öll
lögð fram í dagslok og þótti sann-
að að með þessu hafi mennirnir
reynt að hafa áhrif á verð bréf-
anna í Existu, til að styrkja stöðu
peningamarkaðssjóða Kaupþings.
Í þeim voru um 65 milljarðar, þar
af fimm milljarðar af bréfum í
Existu.
Mennirnir neituðu sök, báru
meðal annars við vanþekkingu á
lögunum og að þeir hefðu verið að
leiðrétta óeðlilega lágt gengi bréf-
anna í Existu. Til grundvallar nið-
urstöðunni liggja hins vegar hljóð-
rituð samtöl og tölvupóstar milli
mannanna.
Segir í dómnum að brotin hafi
verið ítrekuð og alvarleg og þótt
mennirnir hafi ekki haft persónu-
legra hagsmuna að gæta af brot-
unum hafi þeir verið fagmenn, og
að háttsemin sýni styrkan og ein-
beittan brotavilja. - sh
Tveir menn fá átta mánaða fangelsisdóm fyrir að hífa upp verð skuldabréfa:
Fyrrum Kaupþingsmenn í fangelsi
DANÍEL ÞÓRÐARSON Fjölskipuðum
héraðsdómi þykir Daníel og Stefnir ekki
eiga sér miklar málsbætur.
FRÉTTABLAÐIÐ / VALLI
GJALDEYRISMÁL Seðlabanki hefur
sent Fjármálaeftirlitinu (FME)
tilkynningu um mál 22 lögaðila af
þeim 110, sem bankinn hefur tekið
til athugunar vegna meintra brota
á lögum og reglum um gjaldeyr-
ismál.
Alls hefur Seðlabankinn tekið
mál 110 lögaðila og 134 einstakl-
inga til athugunar vegna gruns
um brot á lögum um gjaldeyris-
mál. Viðskiptin nema samtals 57,5
milljörðum króna, þar af um 53
milljörðum hjá lögaðilum. Með-
alfjárhæð viðskipta lögaðila er
því um 520 milljónir króna en hjá
einstaklingum er meðalfjárhæð-
in um 34 milljónir króna. Skoðun
á málum 100 lögaðila og einstakl-
inga til viðbótar er í undirbún-
ingi.
Hvorki FME né Seðlabankinn
vilja veita upplýsingar um fjár-
hæðir, meinta brotamenn eða
málsatvik í einstökum málum.
Upplýsingafulltrúi FME segir
í tölvuskeyti til Fréttablaðsins
að niðurstöður úr málunum 22
verði birtar „í fyllingu tímans“.
Þeir sem kærðir eru komi úr mis-
munandi starfsgreinum. Það gæti
spillt rannsókn að veita upplýsing-
ar. Ríkir rannsóknarhagsmunir
séu í húfi.
Um leið og gjaldeyrishöftin
voru sett eftir bankahrunið voru
viðurlög við brotum hert. Seðla-
bankinn er eftirlits-
aðili og er skylt að tilkynna Fjár-
málaeftirlitinu vakni grunur um
gjaldeyrisbrot. Brot geta varð-
að stjórnvaldssektum eða allt að
tveggja ára fangelsi.
Heimilt er að gera beinan og
óbeinan hagnað upptækan að
fenginni dómsniðurstöðu.
Stjórnvaldssektirnar geta numið
allt að 75 milljónum króna á lögað-
ila og en 20 milljónum á einstakl-
inga. Sektirnar verða aðfararhæf-
ar, það er innheimta má þær með
fjárnámi og nauðungarsölu án sér-
stakrar dómsmeðferðar. Við rann-
sókn er FME heimilt að krefjast
kyrrsetningar á eignum bæði ein-
staklinga og lögaðila.
Ef brot eru talin varða bæði
stjórnvaldssektum og refsingu er
FME heimilt að meta hvort ein-
göngu er beitt sektum eða hvort
mál er kært til lögreglu og fær
þar meðferð að hætti opinberra
sakamála. Þó er skylt að kæra til
lögreglu ef brot er meiri-
háttar.
Skilgreining lag-
anna á meiriháttar
brotum er að það lúti
„að verulegum fjár-
hæðum“ eða sé framið
„með sérstaklega víta-
verðum hætti eða við aðstæður
sem auka mjög á saknæmi brots-
ins“.
Þórólfur Matthíasson hagfræði-
prófessor áætlaði í Fréttablaðinu
í gær út frá gengi krónunnar á
af landsmarkaði að hagnaður af
þessum viðskiptum gæti mest
numið um helmingi viðskiptanna,
en líklega mun lægri fjárhæð í
flestum tilvikum.
peturg@frettabladid.is
Tæp tíu prósent af
málunum til FME
Fjármálaeftirlitið segir að upplýsingar um gjaldeyrissvikamál verði birtar „í
fyllingu tímans“ en geti nú teflt rannsókn í tvísýnu. Seðlabankinn skoðar 110
mál lögaðila og 134 mál einstaklinga. 22 mál af 224 hafa verið send til FME.
SEÐLABANKINN Þórólfur Matthíasson
hagfræðiprófessor áætlaði í Fréttablað-
inu í gær að miðað við aflandsgengi
krónunnar gæti hagnaður af gjaldeyr-
issvikunum numið allt að helmingi
viðskipta en oftast mun lægri upphæð.
Meðalviðskipti lögaðila nema um 500
milljónum en hámarksstjórnvaldssektir
eru 75 milljónir, auk þess sem gera má
beinan og óbeinan hagnað upptækan
með dómi.
AKUREYRI Bæjaryfirvöld á Akureyri gera ráð fyrir
hallalausum rekstri samstæðunnar þrátt fyrir
tekjusamdrátt og útgjaldaaukningu, samkvæmt
fjárhagsáætlun bæjarins fyrir næsta ár, sem lögð
hefur verið fram í bæjarstjórn.
„Við vorum með halla á rekstrinum í ár, en sett-
um okkur það markmið að ná rekstrinum í núllið
árið 2010,“ segir Hermann Jón Tómasson, bæjar-
stjóri á Akureyri. Hann segir að ekki hafi verið
farið út í verulegar breytingar til að ná rekstrin-
um í jafnvægi, en allra smærri leiða leitað til að
draga saman útgjöld.
Útsvarið verður áfram í leyfilegu hámarki,
13,28 prósentum, og gert er ráð fyrir að gjald-
skrár bæjarins hækki í takti við verðlagshækkan-
ir almennt.
Útgjöld bæjarins verða áfram skorin niður, en
ekki er gert ráð fyrir uppsögnum starfsmanna
bæjarins, þótt skoðað verði vandlega hvort ráða
þurfi í störf sem losni, að því er fram kemur í til-
kynningu frá Akureyrarbæ.
Lán verða greidd niður um 2,3 milljarða króna
á næsta ári, en sambærileg upphæð tekin að láni.
Hermann segir að með þessu verði skuldir bæjar-
ins óbreyttar.
Fjárhagsáætlunin verður tekin til annarrar
umræðu 22. desember, og reiknar Hermann með
því að hún verði afgreidd á fundi bæjarstjórnar. - bj
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar gerir ráð fyrir hallalausum rekstri á næsta ári:
Tókst að ná rekstrinum á núllið
KYNNING Fjárhagsáætlun bæjarins var kynnt á blaðamanna-
fundi þar sem viðstaddir voru oddvitar allra flokka í bæjar-
stjórn. MYND/RAGNAR HÓLM
GRIKKLAND George Papandreou,
forsætisráðherra Grikklands,
segir að ríkisstjórnin ætli að grípa
til allra ráða til að skera niður
halla á fjárlögum hins opinbera.
Halli á fjárlögum ríkisins nemur
12,7 prósentum af landsfram-
leiðslu, tvöfalt meira en áætlað var.
Ummælum forsætisráðherrans
var sjónvarpað á landsvísu í kjöl-
far lækkunar alþjóðlega matsfyrir-
tækisins Fitch Ratings á langtíma-
skuldbindingum gríska ríkisins.
Matið fór úr A- í BBB+ með nei-
kvæðum horfum og er ekkert land
innan evrusvæðisins með lægra
lánshæfismat, að sögn netútgáfu
bandaríska tímaritsins Forbes. - jab
Gríska stjórnin tekur sig á:
Versta lánshæfi
á evrusvæðinu
KJÖRKASSINN
Styrkir þú góðgerðarsamtök
fyrir jólin?
Já 65,7%
Nei 34,3%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Sækir þú jólatónleika?
Segðu þína skoðun á vísir.is