Fréttablaðið - 10.12.2009, Qupperneq 16
10. desember 2009 FIMMTUDAGUR
DALVÍK 114 milljóna króna afgang-
ur verður á rekstri A hluta Dal-
víkurbyggðar á næsta ári. Að
teknu tilliti til halla á B hlutanum
verður afgangur bæjarfélagsins
95 milljónir, samkvæmt fjárhags-
áætlun 2010.
Var hún til fyrri umræðu á
bæjarstjórnarfundi á þriðju-
dag. Stendur öll bæjarstjórnin að
henni.
Fjárfest verður í Dalvíkurbyggð
fyrir 324 milljónir á næsta ári.
Ber þar hæst lok framkvæmda
við nýja íþróttamiðstöð og búnað-
arkaup vegna hennar. Þá verður
nokkru fé varið til gatna og gang-
stétta og ýmissa umhverfisverk-
efna, að því er fram kemur í frétt
frá Dalvíkurbyggð.
Fyrirtæki sveitarfélagsins, svo
sem Vatnsveita og Hafnarsjóður,
munu einnig framkvæma nokkuð
á nýja árinu auk þess sem viðhaldi
verður sinnt.
Reiknað er með að skatttekjur
verði nítján milljónum króna lægri
á næsta ári en 2009. Helgast það af
lægri framlögum úr Jöfnunarsjóði
sveitarfélaga en útsvar og fasteigna-
skattar breytast ekki milli ára.
Lántaka upp á rúmar hundrað
milljónir vegna framkvæmdanna
við íþróttamiðstöðina er fyrirhug-
uð en heildarkostnaður vegna henn-
ar verður þá kominn í 544 milljónir.
Skuldir Dalvíkurbyggðar munu við
lok næsta árs nema rúmum millj-
arði króna. Tæpur helmingur er til-
kominn vegna félagslegra íbúða.
- bþs
Fjárhagsáætlun Dalvíkur ráðgerir samdrátt í skatttekjum en 95 milljóna afgang:
Samstaða um fjárhagsáætlun
FRÁ DALVÍK Fiskidagurinn mikli laðar
þúsundir gesta til bæjarins ár hvert.
GJÖF VÍS hefur veitt Mænuskaða-
stofnun Íslands þriggja milljóna
króna styrk vegna undirskrifta-
söfnunar stofnunarinnar sem nú
fer fram á Norðurlöndunum.
Þar er fólk hvatt til að skrifa
undir áskorun til Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunarinnar um
að beita sér fyrir alþjóðlegu
átaki til að leita lækningar á
mænuskaða.
Segir í tilkynningu frá VÍS að
mænuskaði kosti þjóðir heims
tugi milljarða króna á hverju ári.
VÍS hafi ákveðið að leggja mál-
efninu lið vegna þess að fyrir-
tækið hafi til fjölda ára starf-
rækt forvarnadeild, sem meðal
annars hefur það að markmiði að
koma í veg fyrir slys sem valdið
geta mænuskaða.
VÍS veitir styrk:
Mænuskaða-
stofnun fær
þrjár milljónir
TRYGGINGAR Neytendastofa bannar
áframhaldandi birtingu auglýs-
inga um að svokallaðar Elísabet-
artryggingar séu allt að 30 pró-
sentum lægri fyrir heimili en hjá
öðrum tryggingafélögum.
„Í auglýsingunum er ekki greint
frá því að um mismunandi trygg-
ingar er að ræða og því eru þær
villandi,“ segir í ákvörðun Neyt-
endastofu sem skoðaði málið
eftir ábendingar frá neytend-
um um að í tryggingum Elísa-
betar væru færri vátrygg-
ingaþættir en hjá öðrum
tryggingafélögum.
Það er Tryggingamiðstöð-
in sem rekur tryggingafé-
lagið Elísabet. Neytendastofa
óskaði eftir að færðar yrðu
sönnur á fullyrðinguna um að
heimilin spöruðu 30 prósent
með því að kaupa tryggingar
Elísabetar. Þá var spurt hvort
tekið hafi verið tillit til sjálfsá-
byrgðar og þeirra vátrygginga-
þátta sem keppinautar Elísa-
betar bjóða eða hvort einungis
hafi verið litið til verðs.
Elísabet svaraði með því að
vísa í verðdæmi á vefsíðu sinni.
Í samanburði þar við Vátrygg-
ingafélag Íslands kæmi fram
hver vátryggingafjárhæðin
væri og að hvaða leyti trygging
Elísabetar hefði takmarkaðra
bótasvið en tryggingar VÍS.
„Neytendastofa hefur vegna
máls þessa borið saman skilmála
á fasteignatryggingum Elísa-
betar og skilmála samanburð-
arfélagsins. Við þá skoðun hefur
komið í ljós að í tryggingu sam-
anburðarfélagsins eru ábyrgð-
arliðir sem ekki eru í tryggingum
Elísabetar,“ segir Neytendastofa
sem telur Tryggingamiðstöðina
hafa brotið gegn lögum um eftir-
lit með viðskiptaháttum og mark-
aðssetningu.
„Í auglýsingum Elísabetar er
með almennum hætti fullyrt að
neytendur geti lækkað kostnað við
heim-
ilistryggingar um allt að 30 pró-
sent. Eins og að framan hefur
verið rakið eru í auglýsingunum
bornar saman tryggingar Elísa-
betar við tryggingar keppinauta þó
þær innihaldi til dæmis ekki sömu
ábyrgðarliði,“ segir Neytendastofa
og minnir á að viðskiptahættir
séu óréttmætir ef þeir raski veru-
lega eða séu líklegir til að
raska verulega fjárhags-
legri hegðun neytenda.
Viðskiptahættir teljist
villandi ef þeir séu lík-
legir til að blekkja neyt-
endur.
„Er það mat Neyt-
endastofu að auglýsing-
ar Elísabetar með full-
yrðingu um allt að 30%
lækkun á verði heimil-
istrygginga séu til þess
fallnar að hafa áhrif á
fjárhagslega hegðun
neytenda. Þá er neyt-
endum að mati stofnun-
arinnar gefnar villandi
upplýsingar um verð
þjónustunnar þar sem
ekki er greint frá því að
færri ábyrgðarliðir eru
í tryggingum Elísabetar
en tryggingum keppi-
nauta.“
gar@frettabladid.is
Elísabet blekkti með
villandi auglýsingum
Neytendastofa segir auglýsingar Elísabetar um 30 prósenta lækkun trygginga
fyrir heimili vera villandi og bannar frekari birtingu. Neytendur væru blekktir
með samanburði við umfangsmeiri tryggingar Vátryggingafélags Íslands.
AUGLÝSING ELÍSABETAR
Þessi auglýsing og aðrar
með sömu fullyrðingu
hafa verið bannaðar frá og
með næsta föstudegi.Vát
ryggjandi er Tryggingamiðstöði
n hf.
betri kjör á tryggingum fyrir heim
ilið og bílinn
lækkaðu
tryggingarnar
fyrir heimilið
um allt að 30%
DAGSKRÁ
12.00 Setning 39. fundar mannréttindaráðs
Marta Guðjónsdóttir,
formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar
12.05 Ávarp
Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri
12.15 Konur og völd
dr. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur
12.25 Fulltrúi Framsóknarflokks
Vigdís Hauksdóttir
12.30 Fulltrúi Samfylkingar
Guðrún Ögmundsdóttir
12.35 Fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar
- græns framboðs
Anna Ólafsdóttir Björnsson
12.40 Fulltrúi F-lista frjálslyndra og óháðra
Ásta Þorleifsdóttir
12.45 Fulltrúi Sjálfstæðisflokks
Sólveig Pétursdóttir
12.50 Pallborðsumræður með þátttakendum
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir
Boðið verður upp á súpu, brauð og kaffi
ÁHRIF KVENNA
Í STJÓRNMÁLUM OG ATVINNULÍFI
Opinn fundur mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar
þann 10. des kl. 12.00 -13.30 í Iðnó