Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.12.2009, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 10.12.2009, Qupperneq 22
22 10. desember 2009 FIMMTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Sælir eru hógværir „Ég er ekki einn af þeim sem krefjast þess að fá verðlaun fyrir sönginn.“ ÓLAFUR HELGI KJARTANSSON, SÝSLUMAÐUR Á SELFOSSI. DV 9. desember. Fríhöfn í Útópíu „Nú lifum við á tímum hins upplýsta samfélags þar sem slæmar venjur og vondir siðir þrífast ekki.“ HLYNUR SIGURÐSSON, FRAM- KVÆMDASTJÓRI FRÍHAFNARINNAR Afmælisrit Fríhafnarinnar 1959-2009. ■ Vatt er mælieining afls, hvort sem um er að ræða rafafl, varma- afl eða hreyfiafl. Hugatakið afl lýsir breytingu á orku. Ef hlutur tapar eða fær eitt joule af orku, jafnt og þétt á einni sekúndu, er afl orkutapsins eða orkuvinnslunnar eitt vatt. Eitt vatt er ákaf- lega lítið afl miðað við þau orkukerfi sem við notum. Þess vegna er oft þægilegra að nota einingarnar kílóvatt (kW) eða megavatt (MW). Kílóvatt er þúsund vött og megavatt er milljón vött. FRÓÐLEIKUR HVAÐ ER VATT? Við hér á Mannréttindaskrifstofunni erum að fara að gefa út handbók um kvennasáttmála Sam- einuðu þjóðanna sem fagnar 30 ára afmæli 18. desember næstkomandi. Við erum að leggja loka- hönd á verkið og erum nú að mynda íslenskar konur sem er mjög skemmtilegt. Þá erum við einnig að gefa út Ragnarsbók svonefnda, fræðirit á sviði mannréttinda sem tileinkað er og dregur nafn sitt af Ragnari Aðalsteinssyni, okkar helsta lögfræðingi á því sviði,“ segir Guðrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands. „Það sem er hins vegar á döfinni akkúrat núna er að halda upp á alþjóðlega mannrétt- indadaginn. Hann er á morgun [í dag] og af því tilefni verður ýmiss konar dagskrá víða um land. Við höldum upp á hann í samstarfi við Amnesty International á Íslandi með sýningu tveggja heimildarmynda sem tengjast konum, tónlist, kaffi og piparkökum í sal Amnesty í Þingholtsstræti. Á morgun [í dag] lýkur einnig sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi en það hófst á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi á konum.“ Guðrún hefur þannig í nógu að snúast. „Það snýst allt um útgáfu og mannréttindi hjá mér þessa dagana en svo verður lagst í stórfellda konfektgerð og bókalestur þegar jólafríið hefst. Bók Steinunnar Sigurðardóttur er ofarlega á óskalistanum en mér sýnist margar góðar bækur vera að koma út í ár.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI Ragnarsrit, kvennasáttmáli og mannréttindadagur á dagskránni 569-7000 | Síðumúli 13 | www.miklaborg.is MIKLABORG - ÖRUGG SALA - MIKLABORG - ÖRUGG SALA Íbúðin er góð 100,3fm. 3ja herbergja íbúð á jarðhæð. Íbúðin er ekkert niðurgrafin. Sérinngang- ur. Sunnanmegin við húsið er sér sólpallur og sérlóð. Tvö til þrjú svefnherbergi, baðherbergi, eldhús og stofa. Nokkuð útsýni til suðvesturs. Íbúðinni fylgir réttur til að byggja bílskúr platan er komin. Ragna Fasteignasali verður á staðnum sem tekur vel á móti ykkur. OPIÐ HÚS FANNAFOLD 76 Í dag fimmtudag er opið hús milli 17.00 og 17.30. Auglýsingasími – Mest lesið ■ Meira en þúsund ára gömul norræn hefð ræður því að Íslend- ingar eru oftar en ekki kenndir við föður sinn. Slíkt er þó ekki bundið við Ísland, því föðurnöfn eru meðal annars notuð víða á Indlandi og í Pakistan. Þá nota Rússar gjarnan bæði föðurnafn og ættarnafn. Föðurnöfn hafa reyndar gegnum tíðina oft breyst í ættarnöfn og má þar nefna sem dæmi spænska ættarnafnið Fernandez, sem merkir „sonur Fernandos“, og öll eftirnöfnin á Bretlandseyjum sem hefjast á „Mac“ eða „Mc“, sem merkir sonur á írsku. MacDonald merkir þannig upprunalega „sonur Donalds“. Beyging nafns föður er í sumum tilvikum frábrugðin venjulegri beygingu fornafnsins. Þannig eru börn Magnúsar oftast skráð Magnúsdóttir eða Magnússon, þótt einnig þekkist myndirnar Magnúsardóttir og Magnúsarson. Í Íslandsklukkunni kemur eignar fallsmyndin Magnússis nokkrum sinnum fyrir, en föður- nöfnin Magnússisdóttir og Magnússisson geta tæplega talist sér- lega líkleg til vinsælda. Nöfn eins og Sigurður og Þorvarður halda oftar venjulegri beygingu sinni en athyglisvert er að myndin Sig- urðsson er mjög algeng en Sigurðsdóttir ekki. Móðurnöfn hafa orðið æ algengari á síðari árum, en eins og sjónvarpspersónan Georg Bjarnfreðarson benti á hefur margt stórmennið borið nafn móður sinnar. Sennilega er elsta dæmið um slíkt annað stórt nafn úr menningararfinum, skelmirinn Loki Laufeyjarson sem gerði Ásum margan grikk í norrænni goða- fræði. Greinar höfundur þekkir hins vegar ekki dæmi þess að nafn móður breytist í móðurnafni frá venjulegri beygingu, svo sem Loki Laufeyson. - mt TUNGUTAK Föður- og móðurnöfn Sama ár og maður sté fyrst á tunglið bakaði Guðlaug Valdís Kristjánsdóttir pipar- kökuhús sem er henni enn ómissandi í jólahaldinu. „Þetta kökuhús var bakað fyrir jólin 1969,“ segir Guðlaug Valdís Kristj- ánsdóttir í Laxholti í Borgarfirði um piparkökuhúsið sem verður í öndvegi á heimili hennar um þessi jól eins og önnur jól síðustu fjöru- tíu ár. Guðlaug segir piparkökuhúsið algerlega ómissandi fyrir jólahald fjölskyldunnar. „Húsið er því alltaf tekið niður af hillunni í búrinu fyrir hver jól og skipar heiðursess í stof- unni. Síðan er það bara eins og áður – ef það lifir fram á þrettándann þá er því skellt upp í hillu á ný og beðið eftir næstu jólum. Uppskrift- ina fann ég í Eldhúsbókinni, sem er blað sem var gefið út á þessum tíma. Ég ákvað að prófa að geyma það fram að næstu jólum frekar en að lofa fjölskyldumeðlimum að brjóta það og borða. Kannski líka af því að ég var svo „löt“ að ég nennti ekki að leggja í svona bakstur fyrir hver jól!“ segir Guðlaug um upphafið að hinu langlífa húsi. Guðlaug kveðst einfaldlega hafa sett piparkökuhúsið í góðan plast- poka og upp á efstu hillu í köldu búr- inu í janúar 1970. „Síðan tók ég bara eitt ár fyrir í einu,“ segir hún. Þegar Guðlaug gerði piparköku- húsið átti hún tvö börn sem þótti húsið afar spennandi en báru mikla Piparkökuhús frá 1969 er jóladjásn í Laxholti JÓLABARN Þorbjörg Valdís Kristjánsdóttir var ellefu mánaða gömul þegar mynd var tekin af henni við piparkökuhúsið um jólin 1971. GLEÐI Benedikt Kristjánsson var sex ára og Jóhanna María Kristjánsdóttir var eins árs og níu mánaða þegar móðir þeirra gerði piparkökuhúsið góða fyrir jólin 1969. 1975 Piparkökuhúsið naut strax virðingar meðal barnanna. Strompurinn rauk af í boltaleik en var þó enn óskaddaður jólin 1975. PIPARKÖKUHÚSIÐ 2007 Upp fer húsið um miðjan desember á hverju ári og skipar heiðurssess í stofunni. Á þrettándanum fer húsið upp í hillu í búrinu og bíður næstu jóla. MYNDIR/ÚR EINKASAFNI virðingu fyrir því. „Það var ekki fyrr en börnin voru orðin fjögur að fyrsta alvöru óhappið varð – bolti endaði á kökuhúsinu og strompur- inn brotnaði. Þá fannst mér ein- hvern veginn ekki við hæfi að fara að baka nýjan stromp á húsið og því hefur það verið stromplaust síðan. Ég verð að viðurkenna að ég er hætt að festa hurðina á húsið því litlum fingrum þykir afar spennandi að opna og kíkja inn.“ gar@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.