Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.12.2009, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 10.12.2009, Qupperneq 24
24 FRÉTTASKÝRING: Málþóf Mikið hefur verið rætt um málþóf síðustu vikur í kjölfar maraþonumræðna stjórnarandstöðunnar um Icesave. Málþóf er alda- gömul aðferð til að stöðva mál og á rætur sínar að rekja til Rómaveldis. Þó tíðkast það aðeins í örfáum löndum í dag og þekkist ekki hjá öðrum Norður- landaþjóðum. Kató yngri er fyrsti skráði mál- þófsmaðurinn. Árið 60 fyrir Krist kom hann í veg fyrir að Júlíus Sesar kæmi máli í gegn- um rómverska þingið með því að tala fram á kvöld, en Rómverjar höfðu lög um að öllum ákvörðun- um þingsins yrði að ljúka í birtu. Árið eftir ætlaði hann að leika sama leikinn, en Sesar sá sitt óvænna og lét taka hann hönd- um og varpa í dýflissu. Það varð Sesari þó ekki til framdráttar og þótti til marks um valdníðslu hans. Þingmenn höfðu samúð með Kató og Sesar neyddist til að láta hann lausan. Þingmenn í dag eiga ekki á hættu að vera varpað í steininn þótt þeim liggi mikið á hjarta. Öll takmörkun á ræðutíma hefur orðið til þess að umræða fer af stað um málfrelsi. Þegar regl- um á Alþingi Íslendinga var síð- ast breytt, árið 2008, lögðu þing- menn Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs ríka áherslu á rétt sinn til málfrelsis. Á hann mætti ekki ganga. Þó varð sam- staða um að breyta reglunum og löggjafinn ætlaði með því að málþóf væru úr sögunni. Annað hefur komið á daginn. Önnur umræðan Samkomulag náðist á milli flokk- anna um að skerpa rétt stjórnar- andstöðunnar í ýmsum málum gegn því að ræðutími yrði skert- ur. Áður höfðu reglur verið þannig að ræðutími var ótak- markaður við aðra og þriðju umræðu. Hann er nú takmark- aður en þingmenn mega, eftir aðra ræðu, koma eins oft í pontu og þeir vilja og tala í fimm mín- útur. Það hefur stjórnarandstað- an nú nýtt sér óspart, en þar að auki hafa þingmenn farið í and- svör hver gegn öðrum. Þannig hefur mátt heyra stjórnarand- stöðuþingmenn hrósa hver öðrum fyrir ræður í andsvörum og jafn- vel spyrja hver annan um hvað viðkomandi telji að þessi eða hin stjórnarþingmaðurinn eigi við með ummælum sínum. Stjórnarliðar hafa margir gagnrýnt stjórnarandstöðuna fyrir framferði sitt. Þeir ættu þó ekki að gleyma því að á síðustu árum beittu þingmenn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar málþófi oftar en einu sinni. Og voru gagnrýndir fyrir af núver- andi stjórnarandstöðu. Þeir héldu hins vegar fast í þann lýðræð- islega rétt sinn að fá að tjá sig um mál eins og þá lysti. Líkt og stjórnarandstaðan gerir nú. Forseti Alþingis getur þó úrskurðað að ræðutími hvers þingmanns sé takmarkaður. Þá getur hann lagt til að umræðum sé hætt og eru greidd atkvæði um þá tillögu og einfaldur meiri- hluti ræður. Sömuleiðis geta níu þingmenn krafist þess að greidd séu atkvæði um að ljúka umræð- unni. Viðurkennt tæki Óvíða er málþófi beitt með jafn- skipulögðum hætti og í Banda- ríkjunum. Þar hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar beitt mál- þófi óspart til að stöðva mál og tefja. Það hefur farið vaxandi síðustu ár. Á sjöunda áratugn- um voru aldrei fleiri en sjö til- vik málþófs á hverju þingi. Síðan árið 2000 hefur ekkert þing verið haldið með færri en 49 málþófs til- vik. Flest urðu þau árið 2008, en þá beitti stjórnarandstaðan mál- þófinu 112 sinnum. Bandaríkjamenn hafa af og til reynt að koma böndum á málþóf- ið. Hver þingmaður í öldunga- deildinni má tala eins oft og hann vill og eins lengi og hann vill. Þingið hefur þó þann öryggis- ventil að ef 3/5 þingmanna greiða með því atkvæði, er umræðunni lokið. Það ákvæði var tekið upp árið 1917, en þá þurftu 2/3 hluti þingmanna að greiða atkvæði með því að ljúka umræðu. Því var breytt árið 1975. Málþófið er áhrifamikið tæki og var það sérstaklega fyrir sjö- unda áratuginn. Þá voru reglur nefnilega þannig að einungis var hægt að vera með eitt frumvarp í gangi í einu. Málþófið stöðvaði þannig öll störf þingsins. Nú má hafa fjölda mála í gangi í einu. Demókratinn, sem síðar varð repúblikani, Storm Thurmond, hefur haldið lengstu ræðu í sögu bandaríska þingsins. Thurmond var frá Suðurríkjunum og ein- arður stuðningsmaður kynþátta- hyggjunnar sem þar var stunduð. Hann talaði gegn öllum tilraun- um til að auka réttindi blökku- manna og árið 1957 talaði hann í 24 klukkustundir og átta mín- útur til að stöðva frumvarp um mannréttindi. Suðurríkjademókratar beittu málþófinu gjarnan gegn frum- vörpum um mannréttindi og tókst oftar en ekki að hefta framgang þeirra. Málinu rænt Alþjóðlega orðið yfir málþóf er filibuster. Það á rætur sínar að rekja til hollenska orðsins vri- bjuiter, sem er samsvarandi enska orðinu freebooter. Það er notað yfir sjóræningja. Á fyrri öldum var ekki óalgengt að amer- ískir ævintýramenn, aðallega úr Suðurríkjunum, reyndu að steypa stjórnvöldum í Mið-Ameríkuríkj- um af stóli. Þar var stjórnkerfið veikt og oftar en ekki tókst mönn- um að ræna völdum um skeið, ekki ólíkt Jörundi hundadaga- konungi hér á landi. Þeir sem stunda málþóf, fili- busterar, eru þess vegna, sam- kvæmt orðsifjafræðinni, þeir sem ræna umræðunni. Íslenska orðið málþóf er gegn- sætt, þeir sem því bæta þæfa málið, tefja það. Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans kemur fram að elsta dæmið um það er að finna í bók Bjarna Benediktsson- ar, Land og lýðveldi, en hún kom út í tveimur bindum árið 1965 og það þriðja árið 197 5. Þekkist víðar Þótt Bandaríkin séu mekka mál- þófsins þekkist það víðar. Það er hins vegar ekki algengt og til að mynda þekkist það ekki í nágrannalöndum okkar. Því hefur stundum verið beitt í Bretlandi, þó ekki oft. Elsta dæmið um mál- þóf þar er árið 1874, en þar talaði Joseph Gillis Biggar mikið gegn lögum sem áttu að tryggja reglu á Írlandi. Annar írskur þingmað- ur, Parnell, tók undir með honum og saman komu þeir í veg fyrir lagasetninguna. Ekki nóg með það, umræðan um sjálfstjórn Írlands komst á dagskrá aftur, þótt ekkert yrði úr henni á þeim tíma. Þrátt fyrir velgengnina eru aðeins skráð fjögur önnur tilvik um málþóf á breska þinginu, það síðasta árið 2007. Frakkland er vagga lýðræð- isins og þar standa menn vörð um réttindi eins og málfrelsi. Franskir þingmenn hafa hins vegar ekki oft beitt málþófi. Árið 2006 beittu vinstri þingmenn í stjórnarandstöðu því bragði að leggja fram 137.449 breytinga- tillögur við frumvarp sem kvað á um að selja hluta af eign ríkis- ins í gasfélaginu Gaz de France. Samkvæmt reglum um þingsköp hefði tekið tíu ár að afgreiða til- lögurnar. Eftir að kannanir sýndu stuðning þjóðarinnar við einka- væðinguna drógu þeir hins vegar tillögurnar til baka. Kanadamenn þekkja einn- ig málþóf, en árið 1997 var lagt fram frumvarp um að miðborg Toronto, sem hafði notið nokkurs sjálfstæðis, skyldi sameinuð Tor- onto. Demókrataflokkur Ontario lagði þá fram 11.500 tillögur um að göturnar þar yrðu nefndar upp á nýtt og íbúar þeirra fengju um málið að segja á fundum. Frjáls- lyndir í Ontario lögðu fram nokk- ur hundruð eins tillögur og þeir skiptust á að tala fyrir þeim á þingi. Tillögurnar voru allar sam- hljóða, utan götunafnsins. Umræður um þær hófust 2. apríl. Fjórum dögum síðar ákvað þing- forseti að ekki þyrfti að lesa upp þau 220 orð sem voru eins í öllum tillögunum, aðeins götunafnið. Það var þó ekki fyrr en 8. apríl að síðasta götunafnið, Zorrogata, var afgreitt. Einnig eru til dæmi um málþóf á Norður-Írlandi, Suður-Ródesíu, Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Málin stöðvuð með málþófi BANDARÍKJAÞING Þing Bandaríkjanna hefur verið svo til óstarfhæft síðustu vikur vegna málþófs repúblikana. Þingmenn tóku sér þó hlé frá umræðum þegar Angela Merkel, forseti Þýskalands, sótti þá heim í nóvember. NORDICPHOTOS/AFP FÁMENNT Oft var fámennt í þingsal þegar umræður um Icesave stóðu sem hæst. Talað var fram á nótt og voru stjórnarandstæðingar mun fjölmennari á mælenda- skrá en stjórnarliðar, svo vægt sé til orða tekið. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR UMDEILD MÁL Á ALÞINGI mál ár lengd umræðu Icesave – seinna frumvarp (1.-2. umr.) haust 09 105 klst* EES 92-93 101 klst. Fjölmiðlalög 03-04 83 klst. Sveitarstjórnarlög 97-98 74 klst. Ríkisútvarpið 06-07 70 klst. Stjórnskipunarlög 08-09 59 klst. Gagnagrunnur 98-99 53 klst. Vatnalög 05-06 52 klst. ESB-aðildarumsókn sumar 09 48 klst Icesave – fyrra frumvarp (sumar 09) 43 klst SAMKVÆMT UPPLÝSINGUM FRÁ SKRIFSTOFU ALÞINGIS. *ÞRIÐJA UMRÆÐA ER EFTIR. FRÉTTASKÝRING KOLBEINN ÓTTARSSON PROPPÉ kolbeinn@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.