Fréttablaðið - 10.12.2009, Síða 32

Fréttablaðið - 10.12.2009, Síða 32
32 10. desember 2009 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Finnur Oddsson skrifar Á næstu dögum verða teknar til umfjöllunar á Alþingi tillögur stjórn- valda um aðgerðir til að brúa fjárlagahallann sem blasir við ríkissjóði. Verk- ið er ekki öfundsvert. Frekari skuldasöfnun er ekki í boði og því ætti enginn að velkjast í vafa um mikilvægi þess að vel takist til við hagræðingu í rekstri hins opinbera. Valmögu- leikarnir í þessum efnum eru til- tölulega einfaldir; auknar tekjur, minni útgjöld eða hvort tveggja. Það er hins vegar erfiðara að meta hvers konar útfærsla af þessum leiðum skilar bestum árangri og eru skoðanir þar skiptar. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er kynnt til sögunnar blönduð leið, þ.e. að leitast er við að auka tekjur ríkissjóðs samhliða hagræðingu í útgjöldum. Í ljósi þess hve veru- lega kreppir að er ekki hægt annað en hafa skilning á því að tímabund- ið þurfi að hækka skatta og í þeim efnum getur enginn vikist undan ábyrgð. Hins vegar er ljóst að í þeirri blönduðu leið sem stjórn- völd hafa boðað verður mestur þungi lagður á aukna skattheimtu í aðlögun ríkisfjármála, frekar en að áhersla sé á niðurskurð. Þetta er umhugsunarefni af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi hafa heimili og atvinnulíf þegar axlað miklar byrðar og aðlagað sinn rekstur með skörpum hætti. Þetta má sjá á samdrætti í einka- neyslu, hruni í fjárfestingu einka- aðila, auknum gjaldþrotum fyr- irtækja, nafnlaunalækkunum og meira en tíu þúsund töpuðum störfum á almennum vinnumark- aði. Síðari ástæðan lýtur að því að opinber útgjöld sem hlutfall af landsframleiðslu hafa vaxið veru- lega á síðustu áratugum og margfalt hraðar hér en í flestum öðrum iðnríkjum. Á þessu ári er t.a.m. gert ráð fyrir að heildarútgjöld hins opinbera nemi 57% af landsframleiðslu, sem verða þá hæstu hlutfalls- legu útgjöld allra OECD- ríkja. Sterk rök má því færa fyrir því að í aðlögun ríkisfjármála ætti frekar að vera svigrúm á útgjaldahlið en skattahlið. Einnig er vert að huga að því að í tillögum stjórnvalda er gert ráð fyrir verulega umfangsmikl- um breytingum á núverandi skatt- kerfi. Taka á upp þrepaskipta skattlagningu á launatekjur, virð- isaukaskattsþrepum verður fjölg- að og vörugjöldum bætt við, nýir og auknir skattar verða lagðir á atvinnufyrirtæki í formi stór- hækkaðs tryggingargjalds, orku- og umhverfisskatta og skattur á fjármagnstekjur verður nánast tvöfaldaður. Afar mikilvægt er að vandað sé til jafn viðamikilla breytingum á skattkerfinu og þeim sem til standa. Í þessum efnum má benda á að innan hagfræða er nokkuð almenn samstaða um að einföld skattkerfi sem byggja á breiðum skattstofnum sem leggj- ast tiltölulega jafnt á atvinnugrein- ar séu hagkvæm. Töluverðar líkur eru á því að umræddar breyting- ar valdi óæskilegri og ófyrirséðri röskun á umsvifum í hagkerfinu og að skattheimta verði minni en vænst er. Segja má að markmið boðaðra breytinga á skattkerfinu séu tví- þætt. Annars vegar er þar leitast við að auka tekjur með skattheimtu og hins vegar er þeim ætlað að auka á jöfnuð í gegnum tekjutilfærsluá- hrif. Ágæt rök má færa fyrir því að erfitt sé að ná báðum þessum markmiðum, því þær hugmynda- fræðilegu breytingar sem nú stend- ur til að gera á annars einföldu og skilvirku skattkerfi (sem vissulega er þó ekki gallalaust) geta valdið því að skattheimta verði minni en vænst er. Vænlegra væri að standa vörð um þessa eiginleika og ná fram sambærilegum tekjuauka og stefnt er að með skattahækkunum á núverandi skattstofna. Þannig yrði starfsemi hagkerfisins fyrir sem minnstu raski og líklegt væri að tekjur ríkissjóðs ykjust fyrr með efldum skattstofnum. Ef gera á grundvallarbreyting- ar á þeirri hugmyndafræði sem íslenskt skattkerfi byggir á, er það ekki ósanngjörn krafa að um þær verði haft víðtækt samráð og veitt verði tækifæri til sam- félagslegrar rýni og umræðu um forsendur, framkvæmd og áhrif? Slíkt samráð hefur ekki átt sér stað og ljóst er af dagskrá þings að þeir fáu dagar sem af því lifa duga ekki til að bæta þar úr. Af þeim sökum er hætt við að breyt- ingarnar verði vanhugsaðar eða mistakist í útfærslu og skili ekki tilætluðum árangri til að rétta af halla á opinberum fjárhag eða bæta kjör þeirra efnaminni. Þá er betur heima setið en af stað farið. Í lok árs 2009 verður áhersl- an að vera á hagsýni, raunsæi og varðstöðu um heildarhagsmuni með það markmið í forgrunni að koma hagkerfinu sem hraðast á réttan kjöl. Við höfum tæpast efni á öðru. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Tími hugmyndafræði eða hagsýni? UMRÆÐAN Guðrún D. Guðmundsdóttir og Jóhanna K. Eyjólfsdóttir skrifa í tilefni af alþjóðadegi mannréttinda 10. desember Fyrir einu ári, á 60 ára afmæli mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna, samþykkti allsherjarþing SÞ viðauka sem felur í sér kæruleið vegna brota gegn efnahagslegum, félagsleg- um og menningarlegum rétt- indum. Viðaukinn staðfestir að öll mannréttindi eru jafngild og samofin. Brot gegn efnahagsleg- um, félagslegum og menningar- legum réttindum eru órjúfanlega tengd brotum gegn borgaralegum og stjórnmálalegum réttindum. Tjáningarfrelsi tengist t.d. oft réttinum til menntunar og réttur- inn til lífs krefst þess að stjórn- völd grípi til aðgerða til að koma í veg fyrir ungbarnadauða, far- sóttir og hungur. Viðaukinn er mikilvægt skref í þeirri viðleitni að tryggja aðgang að réttlæti fyrir þolend- ur mannréttindabrota. Fólk sem býr við fátækt og hópar sem eru á jaðri samfélaga sæta alvarleg- ustu brotunum á efnahagslegum, félagslegum og menningarlegum réttindum, þar með talið réttin- um til húsnæðis, fæðis, vatns og hreinlætis, svo og réttinum til heilsu og menntunar. Öryggi og lýðræði geta einung- is þrifist í samfélögum þar sem mannréttindi eru virt. Virk vernd efnahagslegra, félagslegra og menningarlegra réttinda er ekki hvað síst mikilvæg þegar skór- inn kreppir. Sagan kennir okkur að efnahagslegir erfiðleikar geta leitt til alvarlegrar skerðingar mannréttinda. Brýnt er að efna- hagslegum og félagslegum rétt- indum sé ekki varpað fyrir róða í aðgerðum yfirvalda til að takast á við efnahagsvandann; virðing fyrir mannréttindum borgaranna á að vera leiðarljós í allri ákvarð- anatöku. Samþykkt kæruleiðar fyrir íslenska borgara sem telja efnahagsleg, félagsleg og menn- ingarleg réttindi á sér brotin er yfirlýsing íslenskra stjórnvalda um að þau hyggist tryggja þessi réttindi til fulls. Í tilefni af alþjóðadegi mann- réttinda hvetja Íslandsdeild Amnesty International og Mann- réttindaskrifstofa Íslands yfir- völd til að undirrita og fullgilda viðauka við alþjóðasamning Sam- einuðu þjóðanna um efnahags- leg, félagsleg og menningarleg réttindi. Með undirritun og full- gildingu viðaukans myndi Ísland skipa sér í framvarðasveit mann- réttinda á heimsvísu og taka afgerandi afstöðu með mannrétt- indum. Guðrún Dögg er framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands. Jóhanna er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty Inter- national. Tökum afstöðu með mannréttindum UMRÆÐAN Sigursteinn Másson skrifar um velferðarmál Á undanförnum árum hefur spurningin um það hvað ein- kenni norræn velferðarkerfi orðið áleitnari. Sumir hafa viljað meina að til sé norrænt velferðarlíkan sem slái við öðrum velferðarkerf- um og þá hefur verið spurt hvernig þetta líkan eiginlega sé? Áhersla á miðstýrt stofnanakerfi hefur lengi verið mikil en síðustu þrjá áratugi hafa sprottið upp hreyfingar sem andæft hafa sterku stofnanakerfi og kallað eftir auknu valdi ein- staklinga yfir daglegu lífi sínu og tilveru. Evald Krog, formað- ur samtaka vöðvarýrnunarfólks í Danmörku, reið á vaðið á áttunda áratug síðustu aldar þegar sam- tök hans náðu eyrum þarlendra stjórnvalda og komu, fyrst Norðurlandanna, á notendastýrðu persónu- legu aðstoðarmannakerfi (NPA) fyrir fólk með MND, ALS og aðra vöðva- rýrnunarsjúkdóma. Á örfáum árum varð til fyr- irmyndarkerfi fyrir þenn- an hóp fólks. Einstakling- ur sem metinn er með þörf fyrir sólarhringsaðstoð til að geta lifað sjálfstæðu lífi utan stofnana fær fjárveitingu fyrir minnst fjóra aðstoðarmenn í fullu starfi. Einstaklingurinn skipuleggur vaktir þeirra og felur annaðhvort því sveitarfélagi sem hann býr í eða einkafyrirtæki að sjá um umsýslu starfsmannanna. Hann ræður svo og rekur sína aðstoðarmenn og þjálfar þá til starfans. Nú hafa Danir víkkað út réttinn til NPA þannig að geðfatl- aðir og fleiri hópar fatlaðra geta ráðið sér aðstoðar- menn. Í Noregi hefur verið byggt upp öflugt samvinnu- félag fatlaðra um þjónust- una og í Svíþjóð var tekið stórt skref í uppbygginu aðstoðarmannakerfis með lögum í miðri bankakreppu 1993. Finnar og Íslending- ar hafa setið eftir. Hér á landi hefur um árabil verið boðið upp á sambræðing þjónustu- kerfa undir formerkjum tilrauna- verkefna um notendastýrða aðstoð sem ekki hefur staðið undir nafni. Ekkert jafnræði hefur ríkt um það hverjir fái þjónustuna né hvern- ig hún er veitt heldur hentistefna. Núverandi félagsmálaráðherra hefur sýnt málinu mikinn áhuga og á ráðstefnu um NPA í Salnum í Kópavogi á alþjóðadegi fatlaðra 3. desember sl. skýrði hann frá því að í janúar nk. hæfist undirbúningur að lagasetningu sem feli í sér inn- leiðingu þjónustunnar. Það verði gert samhliða endurskoðun á lögum um málefni fatlaðra og lögfestingu Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. Það að komið verði á fót notenda- stýrðri persónulegri aðstoð (NPA) fyrir þá sem þurfa á aðstoðinni að halda er ekki aðeins viðbót við velferðarkerfið eða áherslubreyt- ing heldur grundvallarbreyting. Réttara væri að tala um byltingu. Rúmlega 5000 Íslendingar búa nú á stofnunum eða um 1,6 prósent þjóðarinnar. Ekki aðeins búa fleiri hér á landi á stofnunum en annars staðar heldur býr fólk mun lengur á stofnunum á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum eða ríflega 40 prósentum lengur. Með NPA getur fólk búið heima hjá sér með aðstoð, stundað vinnu, félagslíf og fjöl- skyldulíf. Þetta er því ekki spurn- ing um þjónustuform heldur um mannréttindi og mannhelgi. Um leið hefst ný sókn í atvinnumálum á Íslandi því í stað milljarða fjár- festinga í steypu er fjárfest í þjón- ustu og vinnuafli. Á næstu tveim- ur árum er hægt að skapa 1.000 ný störf til viðbótar þeim störfum sem flytjast frá stofnunum til einstakl- inga. Nú þurfum við öll að hugsa út fyrir rammann. Kreppan gefur okkur ekki aðeins tækifæri til þess heldur knýr okkur beinlínis til að gera það. Allir verða að leggja sitt af mörkum við uppbyggingu nýs og betra samfélags. Notendastýrt per- sónulegt aðstoðarmannakerfi gerir fólki það kleift og er því grundvöll- ur að virkari velferð á Íslandi. Höfundur er formaður Geðhjálpar. Ný og virkari velferð SIGURSTEINN MÁSSON Töluverðar líkur eru á því að umræddar breytingar valdi óæskilegri og ófyrirséðri röskun á umsvifum í hagkerfinu og að skattheimta verði minni en vænst er. FINNUR ODDSSON GUÐRÚN DÖGG GUÐMUNDSDÓTTIR JÓHANNA K. EYJÓLFSDÓTTIR ST O FA 5 3 MÁ LTÍÐ MÁN AÐA RINS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.