Fréttablaðið - 10.12.2009, Page 36

Fréttablaðið - 10.12.2009, Page 36
36 10. desember 2009 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Anna Sigríður Pálsdóttir, Arn- fríður Guðmundsdóttir, Baldur Kristjánsson, Hjalti Hugason, Pétur Pétursson, Sigrún Óskars- dóttir, Sigurður Árni Þórðarson og Sólveig Anna Bóasdóttir skrifa um íslenskt samfélag Í fyrri greinum okkar höfum við fjallað um þá óvissu sem ríkir í sam- félaginu eftir hrun fjármálakerfis- ins og spurt á hvaða leið við séum sem einstaklingar og þjóð. Auðvit- að spyrjum við líka: Hvar erum við? Því miður er svarið að verða nokk- uð ljóst. Við erum í skuldafangelsi. Það er staða sem fáir gátu gert sér í hugarlund að kæmi hér upp. Þjóðin á erfitt með að ímynda sér hvernig það gat gerst, harðduglegt, óspillt og heiðarlegt fólk! Nú vitum við að bankar og fjár- málafyrirtæki stunduðu fjárhættu- spil á alþjóðlegum fjármálamarkaði og náðu að skapa skuldir í erlendum gjaldeyri sem svarar margföldum árstekjum allra íslenskra launþega samanlagt. Spuni, hönnuð hug- myndafræði, sem var skrumskæld mynd af veruleikanum, gerði þetta mögulegt. Of margir kjörnir full- trúar, stjórnmálamenn og embætt- ismenn léku með í farsanum sem nú hefur snúist upp í harmleik. Þjóðfundur þá og nú Spurningin um sjálfstæði Íslands gerist nú æ áleitnari. Það er ekki aðeins að afstaðan til Evrópusam- bandsins veki upp þessa eldfimu spurningu. Þar vegur allt eins þungt svokölluð samvinna okkar við Alþjóðagjadleyrissjóðinn og samn- ingarnir um ICESAVE. Samnings- staða okkar er veik ef nokkur. Við hljótum að spyrja hvort það sé val- möguleiki fyrir Ísland að einangra sig taka ekki þátt í efnahagssam- vinnu annarra þjóða, Þjóðfundurinn 1851 markar þáttaskil í sjálfstæðisbaráttu þjóð- arinnar. Því var ekki óviðeigandi að efna til þjóðfundar nú með það í huga að marka rétta stefnu, spyrja þjóðina hvað henni finnist, hvert hún vilji fara. Það var gert á við- urkenndan vísindalegan máta og slembiúrtak úr þjóðskrá valið eins og gert er í stöðluðum markaðs- og viðhorfskönnunum. Úrtak sem myndaði smækkaða mynd af þjóð- inni bar saman bækur sínar og tjáði sig um grundvallargildi. Niðurstað- an er sú að heiðarleiki er langmikil- vægasti eiginleikinn í augum þjóð- arinnar, það sem henni er hugleikið á þessum erfiðu tímum, leiðarljós- ið sem treyst er á við uppbyggingu Nýs-Íslands. Sá sem er heiðarlegur segir satt, er sjálfum sér samkvæmur og horf- ist í augu við veruleikann. Þetta er það fyrsta sem við reynum að kenna börnum okkar. Næst í röðinni af grunngildum Þjóðfundarins 2009 er virðing, réttlæti og jafnrétti. Síðar- nefndu gildin gefa heiðarleikanum inntak og merkingu. Frekari stoð- um er skotið undir þetta ákall þjóð- arinnar með gildunum sem koma næst í röðinni, en það eru kærleik- ur, ábyrgð og frelsi. Fjölskylda og opinbert samfélag Hér að framan eru talin kærkomin fjölskyldugildi í nútímalegu þjóðfé- lagi. Þessi gildi eiga þó ekki aðeins við um samskipti fólks í fjölskyldum og í nærumhverfi heldur eru þau traustur grunnur að samfélaginu í heild . Þetta er ekki nýjungagirni eða hagkaup þjóðar í kreppu held- ur endurómur manngildishugsjóna sem sumar hafa vakað með þjóð- inni frá upphafi, aðrar, eins og jafn- rétti og frelsi, mótast í lífsbaráttu hennar og fyrir áhrif út í frá. Þessi gildi verða öll að ná festu í stofn- unum Nýja-Íslands. Þegar skýrsla rannsóknarnefndar alþingis birt- ist verður tekist á um þetta. Túlka má Búsáhaldabyltinguna sem ákall um endurfæðingu þjóðarsálarinn- ar, að hún verði endurheimt úr viðj- um þess óheiðarleika, vanvirðingar, ranglætis, misréttis, eigingirni og áþjánar sem hér hefur vaðið uppi að undanförnu. Endurteknar alþjóðlegar saman- burðarkannanir staðfesta að fjöl- skyldubönd eru sterk á Íslandi. Flestum er í blóð borið að styðja sína nánustu, standa með þeim og búa í haginn fyrir þá. Þetta er kær- leiksríkt, kristilegt atferli sem skap- ar heilbrigða, dugmikla og frjálsa einstaklinga. Þessar sömu dyggð- ir og grunngildi geta hins vegar snúist upp í andhverfu sína þegar þær eru yfirfærðar í pólitískt sam- hengi. Kristur lagði áherslu á það þegar hann var genginn inn í opin- bert hlutverk. Þá lagði hann þau sem ókunn voru að jöfnu við móður sína, bræður og systur. Einkavina- væðingin var honum framandi. Fyrir honum voru allir jafnir. Hvaða erindi á kristinn boðskap- ur við Nýja-Ísland? Höldum áfram að ræða saman og leitum lausna. Til þess bjóðum við til málþings á Sólon í dag kl. 17.00. Höfundar eru guðfræðingar. „Vér mótmælum“ - málþing á Sólon ANNA SIGRÍÐUR PÁLSDÓTTIR ARNFRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR BALDUR KRISTJÁNSSON HJALTI HUGASON PÉTUR PÉTURSSONSIGRÚN ÓSKARSDÓTTIR SIGURÐUR ÁRNI ÞÓRÐARSON SÓLVEIG ANNA BÓASDÓTTIR Túlka má Búsáhaldabyltinguna sem ákall um endurfæðingu þjóðar- sálarinnar, að hún verði endurheimt úr viðjum þess óheiðarleika, van- virðingar, ranglætis, misréttis, eigingirni og áþjánar sem hér hefur vaðið uppi að undanförnu. UMRÆÐAN Guðlaugur Sverrisson skrifar um Orkuveitu Reykjavíkur Allt frá því samkeppnisyfirvöld ákváðu að Orkuveita Reykja- víkur mætti ekki eiga allan þann hlut í Hitaveitu Suðurnesja, sem keyptur var um mitt ár 2007, hefur raunverulegt verðmæti hans verið óvisst. Þvinguð sala er ekki heppileg. Ekki minnkaði óvissan við þann ágreining sem var uppi milli Orkuveitunnar og Hafnarfjarðarbæjar um kaup á hlut bæjarins. Hann rataði til dómstóla og var dómur héraðs- dóms, sem féll í apríl 2008, Orku- veitunni í óhag. Hún skyldi greiða Hafnarfjarðarbæ 7,6 milljarða króna auk dráttarvaxta. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar og nú leið að þeim fresti sem sam- keppnisyfirvöld höfðu gefið OR til að losna við hlutinn. Á meðan á þessu stóð, var Hitaveitu Suð- urnesja skipt upp í tvö fyrirtæki, sem einfaldaði ekki málin. Haust- ið 2008 hrundi svo gengi íslensku krónunnar, sem hafði veruleg áhrif á efnahagsreikninga orku- fyrirtækjanna, sem staðið hafa í miklum uppbyggingarverkefn- um á undanförnum árum. Eins og nærri má geta jók sú atburðarás öll enn á óvissuna um hvert verð- mæti hlutarins væri í raun. Þessu þurfti að greiða úr; að hlýða boði yfirvalda, ná sátt milli deiluaðila, draga úr þeirri óvissu sem eignarhald HS var í og þá myndi einnig skýrast hvaða verðmæti ættu að færast í bókum OR. Úr varð að hluturinn var sett- ur í opið og gagnsætt söluferli ásamt því að unnið var að sam- komulagi við Hafnfirðinga. Kaup- andi fannst, sem var reiðbúinn að greiða ásættanlegt verð, og gert var samkomulag um fullnaðar- uppgjör við bæjaryfirvöld í Hafn- arfirði. Kaupandinn var kan- adíska orkufyrirtækið Magma Energy, sem nokkru áður hafði keypt hlut í HS Orku af öðrum hluthafa. Kaupgengið var 6,31 og skyldi verðið greitt að 30% í reiðufé að söluskilmálum upp- fylltum og skuldabréfi, sem gert skyldi upp með eingreiðslu í lok sjö ára samningstíma. Veð að baki skuldabréfinu er allur hinn seldi eignarhlutur, líka sá hluti hans sem er staðgreiddur og fær Magma ekki bréfin fyrr en fulln- aðargreiðsla hefur farið fram. Þá samd- ist um að yrði þróun álverðs á heimsmark- aði hagstæð, hækki kaupverðið frekar. Þessi viðskipti eru enn ekki gengin í gegn. Óvissa er því enn fyrir hendi. Frá því OR samdi við Magma hafa verið viðskipti með hlutabréf í HS Orku á genginu 4,7. Þeir alþjóðlegu reikningsskila- staðlar, sem Orkuveita Reykjavík- ur fylgir, bjóða að taka þurfi til- lit til þessa við að færa verðmæti eignarhlutar OR í HS Orku til bókar. Við gerð Árshlutauppgjörs Orkuveitunnar 30. júní 2009 voru hlutabréfin færð niður í gengið 6,31. Í árshlutareikningi Orku- veitunnar 30. september 2009 er gengi bréfanna fært niður í 5,4 með þeim rökum að óvissan sé enn slík að hækka þurfi áhættuá- lag við mat á greiðslu fyrir hluta- bréfin frá Magma. Þetta er gert þrátt fyrir að Magma hafi lagt umtalsverða fjármuni í HS Orku og hafi því mikla hagsmuni af því að hlutabréfin í HS Orku haldi virði sínu. Þessi niðurfærsla í bókunum felur vitaskuld ekki í sér greiðslur heldur reiknaða nið- urfærslu þar til skuldabréfið er að fullu greitt. Það var órofa samstaða um það í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur í júlí 2007 að ráðast í að kaupa þriðjungshlut í Hitaveitu Suður- nesja. Þá sáu menn ekki fyrir þá þyrnum stráðu braut, sem fram- undan var, vörðuð niðurstöðu samkeppnisyfirvalda, ágrein- ingi við Hafnarfjarðarbæ, upp- skiptingu fyrirtækja og loks þeim efnahagslegu þrengingum sem allt þjóðarbúið rataði í. Niður- færslur frá upphaflegu verðmæti hlutar Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku eiga meðal annars að endurspegla að enn er óvissunni ekki eytt. Það er hinsvegar búið að taka stór skref í að draga úr henni og þar með áhættu í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur. Höfundur er stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Dregið úr áhættu GUÐLAUGUR SVERRISSON UMRÆÐAN Anna Stefánsdóttir skrifar um baráttuna gegn kynbundnu of- beldi Nú í september kynnti Rauði kross Íslands rannsókn sína um mansal á Íslandi sem unnin var í samstarfi við Rannsókna- stofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands (RIKK). Nið- urstöðurnar eru sláandi, enda í fyrsta sinn sem teknar eru saman markvissar upplýsingar um eðli og umfang mansals hérlendis. Til- viljun ein réð því að skömmu síðar komst upp um mansalsmál á Suð- urnesjum sem tók af allan vafa um að slíkt tíðkaðist hér og væri hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. Konur og karlar geta jafnt verið fórnarlömb mansals, en þó er munur á eðli þeirra mála eins og kemur fram í skýrslu Rauða kross- ins Mansal – líka á Íslandi. Kon- urnar eru nær undantekningalaust einnig fórnarlömb kynbundins ofbeldis og lenda í slæmum aðstæð- um vegna kynferðis síns. Rauði kross Íslands er ein af mörgum félagasamtökum sem standa að sextán daga alþjóðlegu átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Það er trú mín að mansalsrannsókn- in sé veigamikill hlekkur í því að styrkja stöðu fórnarlamba mansals og kynbundins ofbeldis, og stuðla að því að alþjóðlegum mannrétt- indareglum sé beitt til að tryggja betur viðeigandi þjónustu, vernd og stuðn- ing. Reynsla annarra þjóða sýnir að eftir því sem mál- efnum fórnarlamba er gef- inn meiri gaumur og þekk- ing á þeim eykst fleiri koma fleiri mál upp á yfir- borðið. Þegar lönd hafa fullgilt alþjóðlega samn- inga sem vinna að því að uppræta mansal leita fleiri fórn- arlömb sér aðstoðar. Fórnarlömb mansals eru oftar en ekki flækt inn í mál sem brotamenn – með því til að mynda að starfa ólög- lega í landinu og vinna við ólög- lega iðju. Oft þarf því mikið til að þessir einstaklingar leiti sér hjálp- ar hjá opinberum aðilum í viðkom- andi ríkjum. Með rannsókn Rauða krossins í samstarfi við Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum hefur verið lagður mikilvægur grunn- ur að því að koma fórnarlömbum mansals til hjálpar. Þetta er þó aðeins fyrsta skrefið í átt að því að uppræta mansal á Íslandi. Þýð- ingarmikið er að gangast við því að vandamálið sé til hér á landi og að okkur beri sem þjóð að aðstoða fórnarlömbin. Jafnframt verði lögum og reglum komið yfir þá sem með hótunum, valdbeitingu eða annars konar nauðung útvega fólk í því skyni að notfæra sér það. Höfundur er formaður Rauða kross Íslands. Mansalsskýrslan ANNA STEFÁNSDÓTTIR mbósamlok 33 cl psí dós alltaf í leiðinni! ú og Pe J299kr. ÓDÝRT ALLA DAGA!
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.