Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.12.2009, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 10.12.2009, Qupperneq 38
38 10. desember 2009 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Elsa B. Friðfinnsdóttir skrifar um heilbrigð- ismál Fram undan er mikill niðurskurður í heil- brigðiskerfinu. Forstjóri Landspítala hefur gert ítarlega grein fyrir þeim aðgerðum sem þar hefur verið gripið til og þess sem er í deiglunni, ef stjórnvöld slá ekkert af framkominni hagræðingarkröfu. Fram hefur komið að sólarhrings legurýmum hefur fækkað úr 1.300 í 800 frá sameiningu sjúkrahús- anna í Reykjavík og enn á að ganga lengra í þá áttina. Meðal legutími sjúklinga hefur styst á sama tíma og aðgerðum hefur fjölg- að, svokölluð framleiðni hefur aukist. Nú boðar for- stjórinn að draga þurfi úr valaðgerðum sem líklega muni lengja biðlista sem tekist hafði að stytta veru- lega. Í ljósi þess að laun eru langstærsti þátturinn í rekstri LSH hafa verið og munu verða gerðar miklar breytingar á mönnun og öllu skipulagi vakta. Færri munu sinna sjúklingunum en áður. Í breska blaðinu The Observer var nýlega fjallað um öryggismál á breskum sjúkrahúsum. Í úttekt á grundvallar öryggisþáttum þjón- ustu á öllum almennum sjúkra- húsum á Englandi kom í ljós að 12 þeirra voru undir öryggismörkum og á 27 sjúkrahúsum taldist dánar- tíðni sjúklinga óeðlilega há. Yfir 5.000 sjúklingar létust á þessum sjúkrahúsum í fyrra umfram það sem ætla mátti. Þessir sjúkling- ar höfðu verið lagðir inn vegna vandamála sem alla jafna eru ekki áhættusöm, svo sem astma og botnlangabólgu. Í 209 tilfell- um höfðu hlutir eins og grisjur og málmhlutir „gleymst“ inni í sjúk- lingum við skurðaðgerðir. Forseti hinna bresku samtaka skurðlækna segir í samtali við blaðið að stjórn- endur sjúkrahúsa séu svo uppteknir af því að tryggja að rekstur sjúkra- húsanna sé innan fjárheimilda að öryggi sjúklinga líði fyrir. Í grein- inni er jafnframt sérstaklega tekið fram að ónóg hjúkrun og ófullnægj- andi hreinlæti hafi mikil áhrif. Þegar jafn mikill niðurskurð- ur er boðaður á LSH og raun ber vitni er full ástæða til að vekja athygli stjórnvalda á þeim afleið- ingum sem óhóflegur niðurskurð- ur getur haft í för með sér. Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á bein tengsl mönnunar hjúkrunarfræð- inga og afdrifa sjúklinga. Því betur sem mannað er af hjúkrunarfræð- ingum, þeim mun færri ótímabær dauðsföll, þeim mun færri auka- verkanir meðferða og þeim mun minni lyfjanotkun. Slíkur árangur leiðir til raunverulegs sparnaðar og öruggrar þjónustu. Hjúkrunarfræðingar hvetja stjórnvöld til að hlífa heilbrigð- iskerfinu við þeim mikla niður- skurði sem boðaður hefur verið. Allir landsmenn þurfa á heilbrigð- isþjónustu að halda enda er heil- brigðiskerfið ein af grunnstoðum samfélagsins. Hjúkrunarfræðingar vara við því að svo nærri heilbrigð- iskerfinu verði gengið að öryggi sjúklinga verði stefnt í hættu. Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Ógnar niðurskurður öryggi sjúklinga? ELSA B. FRIÐFINNSDÓTTIR UMRÆÐAN Elvar Örn Arason og Gunnar Alexander Ólafsson skrifa um varnarmál Ísland hefur ekki tekið varnar- og öryggismálum sínum nógu föst- um tökum eftir brotthvarf banda- ríska hersins. Skýrsla Thorvalds Stoltenberg, fyrrverandi utanrík- isráðherra Noregs, um norræna samvinnu í utanríkis- og öryggis- málum er mikilvægt framlag til þeirrar endurskoðunar sem þarf að eiga sér stað. Skýrslan var skrifuð að beiðni utanríkisráðherra Norður- landanna og markmið hennar var að setja fram tillögur um með hvaða hætti norrænu ríkin gætu eflt sam- starf sitt til að bregðast við fram- tíðarverkefnum á þessu sviði. Það er mat okkar að hún hafi ekki feng- ið nægjanlega umræðu í samfélag- inu og að íslensk stjórnvöld þurfi að taka afstöðu til þeirra tillagna sem koma fram í skýrslunni með lang- tíma hagsmuni Íslands í huga. Mikilvægt er að setja umræðuna í sögulegt samhengi. Ísland hefur átt farsælt samstarf við hin Norður- löndin frá stofnun Norðurlandaráðs árið 1952. Hins vegar komu ólíkir öryggishagsmunir á tímum kalda stríðsins og landfræðileg nálægð við Sovétríkin sálugu í veg fyrir samvinnu á sviði öryggis- og varn- armála. Af þessum sökum hafa þau verið sundruð í afstöðu til sameig- inlegra utanríkis- og öryggismála. Ísland, Noregur og Danmörk hafa verið aðilar að NATO frá stofnun bandalagsins, en Svíþjóð og Finn- land aðhyllast hlutleysisstefnu. Þess má geta að á árunum 1948-1949 fóru fram viðræður milli Norður- landanna um sameiginlegt varnar- bandalag en þær viðræður runnu út í sandinn og í kjölfarið gerðust fyrr- greind lönd aðilar að NATO. Þrátt fyrir það eiga þjóðirnar sameigin- legra hagsmuna að gæta í utanrík- is- og varnarmálum. Þær hafa lagt sitt að mörkum til að koma á friði á átakasvæðum í heiminum og leggja ríflega til friðaruppbyggingar og alþjóðlegrar friðargæslu. Framá- menn í norrænum stjórnmálum eins og Olof Palme, Marti Ahtisaari, Thorvald Stoltenberg og Carl Bildt hafa verið framarlega í alþjóðleg- um friðarumleitunum og hlaut t.d. Ahtisaari friðarverðlaun Nóbels. Í skýrslunni eru settar fram þrettán tillögur sem miða að því að styrkja norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála. Meðal tillagna Stoltenbergs er norrænt loftrýmiseftirlit yfir Íslandi, undir stjórn íslenskra yfirvalda og sam- eiginleg landhelgisgæsla á norrænu hafsvæði. Tillögurnar gera ráð fyrir að þjóðirnar komi allar að loftrým- isgæslu NATO á Íslandi, þótt hvorki Finnar né Svíar eigi aðild að banda- laginu. Þá er einnig lagt til að stofn- uð verði norræn viðbragðssveit á sjó sem sérhæfði sig í leit og björgun og komið verði á sameiginlegu gervi- hnattakerfi yfir heimskautssvæðinu fyrir 2020. Auk þess er sett fram sú tillaga að Norðurlöndin stofni sam- eiginlega viðbragðssveit til að koma á hernaðarlegum og borgaralegum stöðugleika á átakasvæðum í heim- inum í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar og alþjóðasamfélagið. Að lokum eru ríkisstjórnir Norðurland- anna hvattar til að samþykkja gagn- kvæma samstöðuyfirlýsingu sem skuldbindur þjóðirnar til að bregð- ast við ef eitt land verður fyrir áras eða óviðeigandi þrýstingi. Aðstæður í heiminum hafa gjör- breyst frá tíma kalda stríðsins og nýjar ógnir litið dagsins ljós. Við teljum að tími norrænnar sam- vinnu í utanríkis- og varnarmál- um sé runninn upp og hætta sé á að Norðurlöndin munu dragast aftur úr ef þau efla ekki varnarsamstarf- ið. Nánara samstarf þjóðanna mun hafa í för með sér aukið öryggi á norðlægum slóðum þegar fram líða stundir og þær munu verða áhrifa- meiri á alþjóðavettvangi með því að koma fram sem ein sterk heild og deila með sér kostnaði. Efling nor- ræns samstarfs á þessu sviði kæmi til viðbótar því evrópska samstarfi og Evró-Atlantshafssamvinnu sem nú þegar á sér stað. Höfundar eru stjórnmálafræð- ingar og áhugamenn um norræna samvinnu. Norræn samvinna ELVAR ÖRN ARASON GUNNAR ALEX- ANDER ÓLAFSSON UMRÆÐAN Hákon Þór Sindrason skrifar um hrunið Rekja má ýmsar orsak-ir þess ástands sem nú ríkir í þjóðfélaginu. Því miður hafa bæði stjórnvöld og almenning- ur í gegnum tíðina hugsað mest um að fást við afleið- ingar vandans í stað þess að athuga orsakirnar. Vinnan og umræður hafa oftar en ekki snú- ist um aukaatriði í stað aðalatriða. Þegar spurt er um ábyrgð bendir gjarnan hver á annan. Hér verða nokkur veigamikil atriði sem mega teljast helstu orsakavaldar óefnanna. Eftirlit og eftirlitsstofnanir Stofnanir eins og Fjármálaeftir- litið, Samkeppniseftirlitið, Neyt- endastofa og Skattrannsóknar- stjóri hafa oft reynst veikburða og máttlitlar og ekki nægilega sjálf- stæðar og óháðar, jafnvel háðar pólitísku valdi. Það er með ólík- indum að viðskipti innherja og eigenda í bönkum hafi farið fram hjá Fjármálaeftirlitinu og stjórn- völdum. Þegar mál hafa svo verið tekin fyrir hefur rekstur þeirra tekið allt of langan tíma. Ágætar stofnanir eins og Samkeppniseft- irlitið hafa tæpast nægan mann- afla til að vinna í stærstu málun- um. Af þeim sökum er ekki tími til að vinna fljótt og skilvirkt í ýmsum umfangsminni málum, sem þó eru mikilvæg til að stuðla að heilbrigðu viðskiptaumhverfi. Niðurskurður fjármagns til þess- arar stofnunar er því ekki góðar fréttir. Dæmi um óheilbrigði við- skiptaumhverfisins í áranna rás er hve ótrúlega auðvelt það hefur verið fyrir fyrirtæki að skipta um rekstrarfélög og kennitöl- ur og þannig sleppa við skuldir, sem þannig falla oft á skattgreið- endur. Þessir viðskiptaósiðir eiga að mínu áliti stóran þátt í þeim vanda sem þjóðfélagið stendur nú frammi fyrir. Óhætt er að fullyrða að fjöldi aðila hafi tekið þátt í við- skiptalífinu án þess að eiga þang- að erindi. Mannauður og mannval Í hverju þjóðfélagi skiptir miklu að ráðið sé í stöður eftir hæfni ein- staklinga s.s. menntun og reynslu, en ekki eftir öðrum, óskyldum við- miðum. Mér er minnistætt að í brúð- kaupsveislu á Indlandi snemma á árinu var ég spurður af þarlend- um manni hvort það væri rétt sem hann hefði lesið að fjármálaráð- herra Íslands væri dýralæknir? Það fannst honum merkileg frétt að ekki skyldi í það starf veljast maður með menntun á sviði fjár- mála og hagfræði. Í sömu stjórn var viðskiptaráð- herra sagnfræðingur. Þeir sem hafa stjórnað ráðuneytum, bönkum og eftirlitsstofnunum hér á landi hafa oft ekki haft viðeigandi bakgrunn. Hið sama má líklega segja um fréttamenn sem reynt hafa að kryfja flókin við- skiptamál, að þá hafi vant- að þá þekkingu sem til þurfti. Eign og áhrif hagsmuna- aðila og gerenda á sömu miðlum hafa bersýnilega haft mjög skað- leg áhrif á alla umræðu. Menntun og fjármálalæsi Á tímum uppsveiflunnar var almenningur ótrúlega auðvelt fórnarlamb bankanna þegar kom að óskynsamlegum lántökum. Auglýsingar bankanna voru oft villandi og þar má nefna marg- ar auglýsingar um erlend lán árið 2007. Það er brýnt að grunnþekk- ing fjármála sé hluti af námi bæði í grunnskólum og framhaldsskól- um. Því miður ruglar margt fólk saman ýmsum hugtökum eins og t.d. nafnvöxtum og raunvöxtum. Í kjölfar auglýsinga og oft of mikill- ar efnishyggju hefur fólk svo tekið lán á fáránlegum kjörum. Kosn- ingaslagorð Framsóknarflokks- ins á sínum tíma um 90% lán, hjá þjóð sem lengi hefur búið við vaxt- aokur, eru einnig einn af orsaka- völdum hér. Vinna Landsmenn voru lengi vel aldir upp við þann sannleik að Íslend- ingar væru svo ríkir, jafnvel sjötta ríkasta þjóð í heimi. Þá var ekki kafað bak við tölurnar og rýnt í skýringarnar sem eru meðal ann- ars lengri vinnuvika en í flestum Evrópulöndum og atvinnuþátttak- an er mest af löndum OECD. Þá er hlutfall kvenna á vinnumark- aði hátt og atvinnuþátttaka eldra fólks. Börn byrja fyrr að vinna hérlendis en í samanburðarlönd- um og allmörg börn vinna með skóla, í fríum og svo framvegis. Þetta skýrir að miklu leyti ríkan hagvöxt undanfarin ár. Mikil vinna hefur því borið uppi lífskjör- in, og til marks um það þjóðarþel má nefna orð eins og þrældugleg- ur, sem mér vitandi finnst ekki í tungumálum annarra þjóða. Önnur „þrælaorð“ eru þrælskemmtileg- ur, þrælfyndinn og þrælgott. Ég vona svo sannarlega að þegar upp verður staðið verði hinn venjulegi launaþræll ekki einn um að taka ábyrgð sinna fjárhagslegu gjörða, heldur falli sú ábyrgð einnig á stjórnendur og eigendur banka og annarra fjármálafyrirtækja og stjórnmálamenn. Höfundur er framkvæmdastjóri. Orsakir vanda HÁKON ÞÓR SINDRASON Auglýsingasími – Mest lesið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.