Fréttablaðið - 10.12.2009, Side 40

Fréttablaðið - 10.12.2009, Side 40
 10. desember 2009 FIMMTUDAGUR SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. UMRÆÐAN Rósa Kristjánsdóttir og Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifa um sorgarferli Lífið tekur miklum breytingum þegar sorgin vitjar og staðið er frammi fyrir andláti ástvin- ar. Ekkert er eins og áður og það reynir á að læra að lifa með þeirri reynslu sem sorgin er. Sorgin lætur engan ósnortinn og er hluti af mannlegu lífi. Allar manneskj- ur mæta sorginni fyrr eða síðar á lífsleiðinni, það er einungis spurn- ing um tíma eða stund. Þjóðkirkjan sinnir eftirfylgd við syrgjendur og starfsfólk henn- ar veitir sérhæfða sálgæslu og stuðning til þess að takast á við þá sáru reynslu sem sorgin er. Þess má jafnframt geta að ýmsar ein- ingar á Landspítala og Hjúkrunar- og ráðgjafaþjónustan Karitas hafa skipulagt eftirfylgd sem hluta af þeirri þjónustu sem verið er að veita. Eftirfylgdin felst í því að syrgjendum er fylgt eftir í ákveð- inn tíma eftir andlát ástvinar með ýmsum hætti og m.a. er boðið til samverustunda reglubundið. Undanfarin ár hefur sérstök samvera verið haldin á aðventu fyrir syrgjendur að frumkvæði fagfólks innan heilbrigðisþjónust- unnar í samstarfi við þjóðkirkj- una en slík samvera var hald- in í fyrsta skipti fyrir tíu árum í Grensáskirkju. Samveran er ætluð þeim sem eiga um sárt að binda og er þeim boðið til kirkju á aðventu. Mark- miðið er að koma saman fyrir jólin til að veita stuðning í tengsl- um við undirbúning jólanna og jólahald. Í samverunni er áhersla lögð á samfélagið og gildi þess að koma saman til þess að hljóta stuðning, uppörvun og styrk. Tón- listin skipar stóran sess, jólasálm- ar eru sungnir, hugvekja er flutt og tónlistarfólk bæði leikur á hljóðfæri og syngur. Hápunktur samverunnar er minningarstund þar sem tendruð eru ljós um alla kirkjuna til að minnast látinna ástvina. Ljósið, Jesús Kristur, sem jóla- hátíðin vitnar um er þungamiðj- an og ítrekað er mikilvægi þess að horfa til ljóssins, leyfa því að varða vegferðina og vísa leiðina í myrkri sorgar og erfiðleika. Samveran hefur fest sig í sessi og er orðin fastur liður í starfi þjóðkirkjunnar í samstarfi við Landspítala og Hjúkrunar- og ráð- gjafarþjónustuna Karitas. Hvatn- ing og undirtektir þeirra sem sótt hafa samveruna hefur orðið til þess að þetta starf hefur vaxið og er orðið ómissandi þáttur fyrir marga. Sumir koma á hverju ári og margir hafa tjáð sig um gildi þess að safnast saman með fólki sem er að takast á við sambæri- lega reynslu. Við sem höfum frá upphafi tekið þátt í undirbún- ingi þessa starfs höfum fengið að heyra vitnisburði syrgjenda um samveruna og þeir vitnisburðir hafa hvatt okkur til þess að halda áfram þessu starfi ár eftir ár. Það er sterkt að heyra setningar og orð eins og: „Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef farið í kirkju frá því útför ástvinar míns fór fram,“ eða: „Ég kveið því að fara í kirkju á aðfangadagskvöld, en þessi samvera hefur hjálpað mér að mæta þeim kvíða,“ og „Mér finnst svo gott að fá tækifæri til þess að syngja jólasálmana áður en jólin koma og búa mig þannig undir komu þeirra.“ Einnig hafa sumir syrgjendur sagt „að það sé svo gott að fá tækifæri til að hitta aftur fólkið sem sinnti fjöl- skyldunni á þessum erfiða tíma í lífinu“. Í ár verður samvera á aðventu fyrir syrgjendur haldin í Grens- áskirkju 10. desember klukkan 20.00. Vandað hefur verið til dag- skrár að venju og leggja margir hönd á plóg til að gera samveruna að veruleika. Björg Þórhallsdótt- ir söngkona syngur og enn fremur flytur Hamrahlíðarkórinn nokk- ur lög undir stjórn Þorgerðar Ing- ólfsdóttur. Árni Arinbjarnarson, organ- isti Grensáskirkju, leikur á orgel en hann hefur ásamt félögum úr kór kirkjunnar tekið þátt í þessu starfi frá upphafi. Samveran er öllum opin sem eiga um sárt að binda og vilja leggja leið sína í Grensáskirkju. Rósa Kristjánsdóttir er djákni. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir er sjúkrahúsprestur. Samvera á aðventu fyrir syrgjendur RÓSA KRISTJÁNSDÓTTIR GUÐLAUG HELGA ÁSGEIRSDÓTTIR Samveran er ætluð þeim sem eiga um sárt að binda og er þeim boðið til kirkju á að- ventu. Markmiðið er að koma saman fyrir jólin til að veita stuðning í tengslum við undir- búning jólanna og jólahald. UMRÆÐAN Eiður Guðnason skrifar um Lottó Framkvæmdastjóri Golf-sambands Íslands send- ir mér svolitla kveðju í Fréttablaðinu, mánudaginn 7. desember, vegna greinar, sem ég skrifaði í það ágæta blað um aðdraganda Lottó- sins á sínum tíma. Þar var þeirri skoðun lýst að tímabært væri nú að endur- skoða skiptingu hagnaðar af þessari lögvernduðu peningamaskínu, sem beinir gríðarlegu fjármagni meðal annars til íþróttahreyfingarinnar. Hann segir að ég hafi vondan málstað að verja. Ef tekið er mið af því hve margir hafa þakkað mér fyrir þessa litlu grein, þá hlýt ég að telja málstaðinn nokkuð góðan og mig í góðum félagsskap. Ekkert er hrakið af því sem fram kom í grein minni. Lögverndað einkaleyfi til lottóreksturs jafngildir beinum ríkisstyrk. Íþróttafélögin nota verulega fjár- muni til að greiða íþróttamönnum, erlendum og inn- lendum, laun eða bónusa eða hvað það nú er nefnt. Ungmennafélag Íslands hefur staðið í heldur vafa- sömu braski í tengslum við fyrirhugað hótel í mið- bænum, þótt það mál kunni að hafa verið sett í salt um sinn. Ég er eindregið þeirrar skoðunar, að golf eigi ekki að njóta ríkisstyrkja eins og lottóhagnaðurinn í raun og veru er. Ef menn vilja spila golf, þá eiga þeir að borga það úr eigin vasa. Það er engin ástæða til að niðurgreiða golfiðkun með þeim hætti sem fram- kvæmdastjórinn tíundar. Það linnir ekki kveðjunum frá þeim sem starfa við að veita þeim samtökum forystu sem njóta lott- ógróðans, sjálfsagt eru þeir ólaunaðir áhugamenn. Í Fréttablaðinu 8. desember fæ ég aðra kveðju frá for- manni Öryrkjabandalagsins, formanni Ungmenna- félagsins og forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, samanber fyrirsögnina: Mikið um eyður. Minna má það ekki vera. Grein þeirra byggist eink- um á því að snúa út úr nafninu mínu. Eiður = eyður. Gagnrýni minni á miðbæjarbrask Ungmennafélags- ins er ekki svarað fremur en gagnrýni á háar launa- greiðslur til íþróttamanna erlendra og innlendra sem ég setti fram í grein minni. Ekkert af því sem fram kom í grein minni er hrakið. Orð mín um afkastamikla peningamaskínu stað- festi einn af framámönnum íþróttahreyfingar- innar við mig nokkru eftir að lottóið tók til starfa. („Þú sást þetta fyrir,“ sagði hann.) Ég er viss um að hann man eftir samtali okkar um þetta í flugstöð- inni í Keflavík. Grein þremenninganna er annars ekki svaraverð. Það er aumt að hafa þau rök helst að snúa út úr skírnarnafni mínu. Það er ekki mjög íþróttamannslegt. Auðvitað er löngu tímabært að endurskoða skipt- ingu lottógróðans og horfa þá til þeirra leiða sem farnar eru í grannlöndum okkar. Að kalla umræðu um þetta ósanngjarna og villandi er í senn bæði ósanngjarnt og villandi og ekki fallið til að efla vit- ræna umræðu um málið. Þetta mál þarf að ræða. Það var áreiðanlega aldrei ætlan löggjafans að þessi skipting hagnaðarins yrði óbreytt um aldur og ævi. Að rúmum fjórum vikum liðnum barst mér 8. desember svar við fyrirspurn minni um arð, skipt- ingu arðs, rekstrarkostnað o.fl. frá framkvæmda- stjóra Íslenskrar getspár. Í svarinu segir framkvæmdastjórinn að hann hafi aðeins verið í starfi tvö ár og síðan orðrétt: „ … hef ekki fengið slíka fyrirspurn áður um upplýsing- ar sem þessar frá fólki úti í bæ. Mér var hins vegar bent á af mér reyndari (svo!) fólki að okkur bæri ekki nein skylda að afhenda slíkar upplýsingar. Við sendum allar upplýsingar til Dóms- og mannrétt- indaráðuneytisins og Hagstofunnar eins og okkur ber. Varðandi arðgreiðslur til eignaraðila okkar vísa ég þér beint til þeirra. Varðandi fyrirspurn þína um auglýsingakostnað þá ertu að biðja um við- kvæmar viðskiptaupplýsingar á markaði sem ég er ekki tilbúinn að veita þér.“ Spurning mín um rekstr- arkostnað er ekki nefnd. Neitað er að svara spurn- ingu um kostnað við gerð auglýsingar með fyrir- sætunni, sem dvalist hefur í Búlgaríu. Ekki var spurt um annan auglýsingakostnað. Svo mörg voru þau orð framkvæmdastjórans. Félagi sem lifir á lögvernduðu einkaleyfi ríkisins er sem sé ekki skylt að svara spurningum skattborg- ara. En auðvitað eru til aðrar leiðir til að afla þess- ara upplýsinga. Þessi afstaða sýnir líklega betur en margt annað hve brýnt er að taka þessi mál til end- urskoðunar. Sú endurskoðun þarf sannarlega ekki sjálfkrafa að fela í sér að Öryrkjabandalagið beri minna úr býtum eftir en áður. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Lítið eitt meira um Lottó EIÐUR GUÐNASON Geggjaðir aukavinningar! Sendu SMS skeytið ESL JOL á númerið 1900. Þú færð spurningu og svarar með því að senda SMS skeytið ESL A, B eða C á númerið 1900. Þú gætir unnið! Aðalvinningur: iPhone + 10.000 kr. inneign hjá Tónlist.is og margt fleira... GSM símar NÓA konfekt DVD myndir T. d. þ es sa r Kippa af Malti og Appelsíni T d T d T. d. T. d. þe s þe s þ es þ esþ sa r sa r sa r *Aðalvinningar dregnir úr öllum innsendum skeytum 23.desember. Vinningar verða afhentir í ELKO Lindum, Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 149 kr./SMS-ið. Þú færð 5 mínútur til að svara spurningu. Leik lýkur 22.desember 2009 10. HVER VINNUR! iPhone er kominn! Viltu eintak?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.