Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.12.2009, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 10.12.2009, Qupperneq 42
42 10. desember 2009 FIMMTUDAGUR „Nú, ég er bara mjög sáttur og hef notið þess að vera þarna við vinnu allan þennan tíma, enda umkringdur góðu fólki,“ segir Gunnar Ágústsson, sem á dögunum lét af störfum sem rekstrarstjóri hjá borginni eftir 52 farsæl ár. Upphaflega réði Gunnar sig aðeins til bráða- birgða, eða meðan hann var að hugsa sig um hvað hann ætlaði að taka sér fyrir hendur, eins og hann orðar það sjálfur. „Á þeim tíma tíðkaðist að menn veldu sér ævistarf. Ég var hins vegar í ákveðinni óvissu, enda aðeins átján ára unglingur, og leitaði því ráða hjá þeim sem stóðu mér næst. Ég spurði föður minn og bræður, sem voru iðnað- armenn, hvort þeir teldu sín störf vera vænleg, en allir réðu þeir mér frá því að feta í þeirra fótspor þar sem lítil framtíð væri í því. Ég réði mig því til starfa hjá borginni meðan ég var að ákveða mig,“ rifjar hann upp og hlær. Sem fyrr segir varði umhugsunartíminn hvorki meira né minna en í heil 52 ár. Gunnar vann fyrst um sinn í vinnuflokki Eyjólfs nokkurs Jónssonar, lands- þekkts sundkappa, sem fljótlega sneri sér að lögreglu- störfum en þá tók Gunnar við stöðu verkstjóra hjá borg- inni. Hópur hans sá aðallega um viðhald og nýbyggingar í hverfinu og vann hann við þær framkvæmdir til árs- ins 1970. Þá tóku við tímabil sem voru ýmist nýfram- kvæmdir á malbiki eða viðhaldsverkefni. Þegar þjón- ustuhverfum var fjölgað úr tveimur í fimm árið 1986 tók Gunnar við starfi rekstrarstjóra á bækistöðinni við Sigtún. Hann hélt svo utan um hverfastöðina á Njarð- argötu frá árinu 1993 til 2006, en eftir það sá hann um hverfastöðina á Miklatúni þar til hann lét svo af störf- um á dögunum. Starfs síns vegna þurfti Gunnar að vera í miklum mannlegum samskiptum og segist hann af þeim sökum hafa lært hversu mikilvæg háttvísi er. „Ég áttaði mig fljótt á því hversu áríðandi var að hitta fólk og ræða við það á góðu nótunum, ætlaði ég að koma mínu vel til skila.“ Þá segist hann hafa kynnst ýmsum góðum emb- ættismönum í starfi sínu hjá borginni sem hafi unnið góð störf en lítið hafi borið á út á við. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri þakk- aði Gunnari kærlega fyrir vel unnin störf hjá borg- inni í kaffisamsæti sem haldið var honum til heiðurs á dögunum. Þakkaði hún honum jafnframt fyrir að taka jafn langan umhugsunartíma og raun ber vitni. Gunn- ar skilur sáttur við borgina og horfir fullur tilhlökkun- ar til framtíðar. „Það verður gott að fá aukinn frítíma; nú gefst færi á að stunda betur golfið og líkamsrækt- ina, göngur og þess háttar. Maður er nú þokkalegur til heilsu og vonar að lafa svolítið lengur,“ segir hann og hlær. roald@frettabladid.is GUNNAR ÁGÚSTSSON: LÆTUR AF STÖRFUM HJÁ BORGINNI EFTIR 52 ÁR Farsæll í starfi SÁTTUR VIÐ SITT Gunnar Ágústsson starfaði hjá borginni í ein 52 ár og líkaði vel. Hann lét af störfum um daginn og ætlar að nýta tímann vel til að njóta lífsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON EMILY DICKINSON FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1789. „Hundar eru mönnum fremri, þar sem þeir búa yfir vitneskju sem þeir ljóstra ekki upp.“ Emily Dickinson var bandarískt ljóðskáld. Hún var nánast óþekkt meðan hún lifði en öðlaðist frægð eftir andlát sitt og er nú talin vera með bestu skáldum Bandaríkjanna á 19. öld. Ljóð Dickinson hafa verið gefin út í íslenskri þýðingu Hallbergs Hallmundarsonar. Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Vigfús Sigurðsson húsasmíðameistari, Hafnarfirði, lést sunnudaginn 6. desember á hjúkrunarheimilinu Sólvangi. Inga Sigrún Vigfúsdóttir Óli Rafn Sumarliðason Guðfinna Vigfúsdóttir Aðalsteinn Valdimarsson og afabörnin. Elskulegur bróðir okkar, Sigurþór Árnason Hjúkrunarheimilinu Hlévangi, Keflavík, áður til heimilis að Þórustíg 13, Njarðvík, lést laugardaginn 5. desember. Útför hans fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju, þriðjudaginn 15. desember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Þroskahjálp á Suðurnesjum. Einar Árnason Sveinn Guðbergsson Sigríður Guðbergsdóttir Aðalsteinn Guðbergsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur og afi, Andres Kristinsson Þórólfsgötu 21, Borgarnesi andaðist á Sjúkrahúsi Akraness laugardaginn 5. desem- ber. Útför verður gerð frá Borgarneskirkju laugardag- inn 12. desember kl. 14.00. Ásta Kristjana Ragnarsdóttir Ragnar Ingimar Andresson Magnea Kristín Jakobsdóttir Sigríður Andresdóttir Ingólfur Friðjón Magnússon Kristinn Grétar Andresson og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Jónu Guðríðar Arnbjörnsdóttur frá Nýlendu Stafnesi, til heimilis að Miðhúsum, Sandgerði. Sigurbjörg Eiríksdóttir Gunnar B. Sigfússon Arnbjörn R. Eiríksson Guðrún J. Eiríksdóttir Þröstur Sveinsson Laufey Þ. Eiríksdóttir Dagbjört H. Eiríksdóttir Eiður Stefánsson barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. Okkar ástkæra, Ólína Halldórsdóttir frá Snotrunesi, Borgarfirði eystra, lést á Heilbrigðisstofnun Austurlands, Egilsstöðum 2. desember. Minningarathöfn verður frá Egilsstaða- kirkju laugardaginn 12. desember kl. 11.00. Útförin verður í Bakkagerðiskirkju kl. 14.00 sama dag. Þórhalla og Guðrún Ester Einarsdætur Herdís Ingvadóttir. Okkar kæra, Unnur Ólöf Andrésdóttir fyrrverandi bóndi Móum, Kjalarnesi, Espigerði 2, lést á líknardeild Landspítala, Landakoti fimmtudag- inn 3. desember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. desember kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Andrés Svavarsson Þóra Stephensen Teitur Gústafsson Katrín Guðjónsdóttir Georg Hermannsson frá Ysta Mói, Fljótum, lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar föstudaginn 4. desember. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 12. desember kl. 13.00. Jarðsett verður í Barðskirkjugarði sama dag. Systkini og aðrir aðstandendur. Hjartkær bróðir, mágur, fósturfaðir og frændi, Björgvin Jón Pálsson frá Lágafelli í Sandgerði, síðast til heimilis í Miðhúsum Sandgerði, sem lést 30. nóvember síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði, laugardaginn 12. desember kl. 14.00. Jarðsett verður í Hvalsneskirkjugarði. Sveinn Pálsson, Edda Ingibjörg Margeirsdóttir fósturbörn og systkinabörn hins látna. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, tengdasonur, afi, langafi og bróðir, Þórarinn Björnsson fyrrum bóndi Sandfellshaga Öxarfirði, Ekrugötu 3, Kópaskeri, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga þriðjudaginn 1. desember. Útförin fer fram frá Skinnastaðarkirkju laugardaginn 12. desember kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað en þeim sem vilja minnast hans er bent á Félag eldri borgara í Öxarfjarðarhéraði, reikn- ingur nr. 1129-26-180, kt. 561105-1110. Erla Dýrfjörð Sigurrós Þórarinsdóttir Friðbjörn Þórðarson Margrét Þórarinsdóttir Sigurður Oddsson Ólöf Þórarinsdóttir Björn Hólm Þórarinsson Erna Þórunn Einisdóttir Anna Jóhanna Þórarinsdóttir Ólafur Sævar Gunnarsson Sigþór Þórarinsson Rúnar Þórarinsson Erna Stefánsdóttir Hólm Dýrfjörð barnabörn, barnabarnabörn og systkini hins látna. timamot@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.