Fréttablaðið - 10.12.2009, Page 51
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2009
Fólk tekur myndir af fjölmörg-
um ástæðum en flestir taka samt
myndir til að skrásetja dýrmæt-
ar minningar. Sumarfríið á Snæ-
fellsnesi, brúðkaupið hjá litla
frænda, fyrstu myndirnar af litla
barninu og allir afkomendurnir
samankomnir á áttræðisafmæli
langömmu lifa lengur og betur í
minningunni ef til eru myndir til
að hressa upp á þær.
Myndatökur af daglega lífinu
og fjölskyldunni eru líka fjár-
festingar í framtíðinni. Þegar
fólk er spurt hvaða hlut það
myndi bjarga úr brennandi húsi
segja mjög margir að þeir myndu
reyna að bjarga myndaalbúmun-
um þegar fólk og gæludýr væri
komið í heila höfn.
Það skiptir máli að vanda sig
við allar myndatökur, þó að nú á
tímum stafrænna myndavéla sé
hægt að smella af svo til enda-
laust í þeirri von að komi góð
mynd án þess að þurfa að bíða
eftir niðurstöðunni úr framköll-
un eða hafa áhyggjur af filmu-
verði. Það borgar sig samt alltaf
að hugsa áður en myndin er tekin,
velta fyrir sér lýsingu, sjónar-
horni og samsetningu myndar-
innar til að eiga lítið listaverk af
þeim sem þér þykir vænt um. Og
svo þarf náttúrulega helst að eiga
góða myndavél.
Fjölskyldumyndirnar má auðvitað
ramma inn og þá geta þær verið sann-
kölluð listaverk.
Ómetanlegar minningar úr daglegu lífi.
Fyrst út úr brennandi húsi
Flestir Íslendingar þekkja
Canon-myndavélarnar að
góðu. Þar hafa tækninýjung-
arnar heldur ekki farið hjá garði
eins og Halldór J. Garðarsson,
vörustjóri Sense, kann að lýsa.
„Eiginleikar í litlum myndavélum á
borð við Canon Ixus og Power Shot,
sem gera notendum kleift að taka
enn betri myndir við mismunandi
aðstæður og háskerpuvídeó í þeim
stærri eru meðal nýjunganna hjá
okkur. Fjórða kynslóð DIGIC-ör-
gjörvans frá Canon er komin í
flestar vélar en hann sér meðal
annars um háhraðavinnslu þannig
að við fáum skarpari og hreinni
myndir.“ Þetta telur Halldór upp
í byrjun þegar hann er beðinn að
lýsa nýjustu Canon-vélunum.
„Myndavélamarkaðurinn er
mjög líflegur og skemmtilegur
og Canon leggur ríka áherslu á að
framleiða vélar fyrir marga hópa
þannig að hver og einn geti valið
þá myndavél sem hentar,“ segir
Halldór og tiltekur að myndgæð-
in hjá Canon séu ávallt í fyrirrúmi
enda snúist allt um að fá hágæða
ljósmyndir. „Þetta byrjar allt með
linsunni og Canon býr yfir ára-
tuga langri ljósfræðilegri reynslu
sem gerir kleift að framleiða litl-
ar myndavélar, samanber Ixus og
PowerShot, með mjög góðum lins-
um. Nokkrar vélar eru með 28mm
linsu og í einni nýrri Ixus-vél er
24mm gleiðlinsa og 5x optical-að-
dráttur. Með gleiðlinsu er hægt að
ná góðum myndum inni í mjög litlu
rými og þær henta líka vel í hóp-
myndatökur og landslagsmyndir.“
Halldór nefnir líka Canon Power-
Shot-vélar með miklum aðdrætti
eða allt að 560 mm sem er tuttugu-
faldur aðdráttur. „Það veitir ótrú-
legan sveigjanleika að vera með
svona mikinn aðdrátt og svo erum
við líka með vatnshelda mynda-
vél sem þolir tíu metra dýpi og tíu
stiga frost þannig að breiddin er
mjög mikil.“
Litlu Canon-myndavélarnar
eru allar tíu megapixlar og yfir,
að sögn Halldórs, og hann segir
Canon vinna stöðugt að því að
gera notendaviðmótið þægilegra.
„Snertiskjár er eitt dæmi og einn
mjög góður eiginleiki er Smart
Auto sem byggir á Scene Detect-
ion tækni til að ákvarða birtu við-
fangsefnis, skerpu, fjarlægð og
fleira. Þá velur myndavélin bestu
tökustillinguna fyrir viðfangsefn-
ið eða aðstæðurnar. Einnig eru
ákveðnar Canon-myndavélar með
handvirkar stillingar fyrir þá sem
eru vanir þeim eða vilja prófa sig
áfram í myndatöku með eigið hug-
vit að vopni.“
Að sögn Halldórs hefur áhugi
á ljósmyndun vaxið gríðarlega
hér á landi undanfarið. „Segja má
að sprenging hafi orðið á síðustu
tveimur til þremur árum og til að
mæta þessari þróun býður Canon
upp á mjög sterka vörulínu í EOS
D-SLR myndavélum. Við erum með
þrjár týpur fyrir byrjendur, EOS
1000D, 450D og 500D en í þeirri
síðastnefndu er til dæmis hægt að
taka upp myndskeið í háskerpu.
Fyrir lengra komna áhugamenn
og atvinnumenn eru síðan orðnar
enn betri vélar og við erum að sjá
dæmi um að menn séu að taka upp
sjónvarpsauglýsingar, þætti og
tónlistarmyndbönd á Canon EOS
ljósmyndavél. Þetta er mjög spenn-
andi þróun.“
En er boðið upp á námskeið í
meðferð myndavélanna? „Já, við
höfum verið í samstarfi við Þór-
hall Jónsson sem gaf út kennslu-
bók um EOS 400D, vorum með
tvö námskeið nú í haust og yfir 60
manns mættu,“ svarar Halldór.
„Útgangspunkturinn í þeim er að
læra á alla möguleika vélanna og
taka enn betri myndir.“ Stefnt er á
að bjóða upp á fleiri námskeið eftir
áramót. Hægt er að finna upplýs-
ingar á www.sense.is
Útgangspunkturinn að
taka enn betri myndir
„Þetta byrjar allt með linsunni,“ segir Halldór. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Canon EOS 1000D
EISA Award:
„Best Consumer Camera 2008–2009“
• 10.1 megapixla CMOS sensor
• Tekur 3 ramma á sek.
• 7 punkta fókuskerfi
• 2.5” skjár m/ Live View
• DIGIC III örgjörvi
• Innbyggt rykhreinsikerfi
Jólatilboð á EOS 1000D
body: Aðeins 89.900 kr.
Jólatilboð á EOS 1000D m/
EF-S 18–55 linsu: Aðeins
109.900 kr.
Canon EOS 500D
Full HD vídeó – EISA Award:
„Best SLR Camera 2009–2010“
• 15.1 megapixla CMOS
sensor
• Full HD vídeó (1080p)
• High ISO allt að 12800
fyrir léleg birtuskilyrði
• Tekur 3.4 ramma á sek.
• 9 punkta fókuskerfi
• 3.0” há-upplausna
skjár m/ Live View
• DIGIC 4 örgjörvi
• Innbyggt
rykhreinsikerfi
Jólatilboð á EOS
500D body: Aðeins
154.900 kr.
Jólatilboð á EOS 500D m/ EF-S 18-55
linsu: Aðeins 179.900 kr.
Canon IXUS
95 IS
Notendavæn myndavél
fyrir byrjendur – Nokkrir
litir í boði
• 10 megapixlar
• 3.0x optical aðdráttur
með Image Stabilizer
linsu
• Frábærar myndir án
erfiðis með Scene Detection
• Face Detection tryggir frábærar
andlitsmyndir
• Komið í veg fyrir blörr með Motion
Detection tækni
• Hámarks skerpa með i-Contrast
• 2.5” LCD skjár
Jólatilboð 44.900 kr.
Canon PowerShot
A480
Notendavæn myndavél fyrir
byrjendur – Nokkrir litir í boði
• 10 megapixlar
• 3.3x optical aðdráttur
• 2.5” LCD skjár
• 15 tökustillingar fyrir
ákveðnar aðstæður
• 1cm macro stilling
• Face Detection tryggir
frábærar andlitsmyndir
• Sjálfvirk leiðrétting á rauðum
augum
Jólatilboð 25.900 kr.
• 8GB SDHC minniskort fylgir með
á meðan birgðir endast
• 8GB SDHC minniskort fylgir með
á meðan birgðir endast
• 2GB Lexar minniskort fylgir með
Sony Center