Fréttablaðið - 10.12.2009, Síða 53

Fréttablaðið - 10.12.2009, Síða 53
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2009 5myndavélar ● ● BAKGRUNNURINN VALINN Þegar teknar eru myndir af fólki er mikilvægt að velja vel bakgrunninn fyrir myndatökuna. Best er að velja stað með einföldum bakgrunni. Þéttur trjágróður, gras eða hafið virka til dæmis vel. Eftir því sem hörundið er dekkra þarf bak- grunnurinn einnig að vera dekkri til að andlitið verði upp- lýst. Hafið sem minnst af mynstrum og litum. Einfaldleiki er lykilorðið en einnig getur verið gott að hafa eitt einkenn- andi kennileiti. ● EKKI GLEYMA LJÓS- MYNDARANUM Oft vill það fara þannig að maðurinn með myndavélina endar sjaldnast á mynd sjálfur. Ljósmyndarinn ætti því öðru hverju að fá vini og kunningja til að taka við vél- inni og smella nokkrum mynd- um af honum sjálfum. Þá er auðvitað líka hægt að nota þrí- fót og tímastilli til að ná mynd- um af hinum sjaldséða ljós- myndara. ● HIN RÉTTA LÝSING Erf- itt getur verið að finna rétta lýs- ingu fyrir mynd. Stundum er of bjart og stundum of dimmt. Góð regla er að hafa sólina ávallt fyrir aftan og á hlið ljós- myndarans. Ef mjög bjart er úti er gott að fara með myndefnið í skuggann því hart sólarljós upp- litar andlit fólks á myndum. Stundum getur verið skemmtilegt að hafa sólina á bak við fólkið því það getur myndað nokkurs konar rosa- baug í gegnum hárið. Þegar teknar eru myndir innandyra með SLR (single-lens reflex) myndavél, er gott að beina flassinu að vegg þannig að ljósið endurkastist af honum og myndi þannig náttúrulegri lýsingu. ● GÓÐ TASKA ER GULLI BETRI Taska utan um myndavélina er eitt af því sem nauðsynlegt er að eiga. Ef vélin er stór þarf taskan að vera það líka og gott er að þar sé pláss fyrir aukarafhlöðu og jafnvel hleðslu- tæki. Líka snúru til að færa myndirnar inn á tölvuna. Ef um filmuvél er að ræða verður að gera ráð fyrir einu hólfi fyrir aukafilmur. Svo er alltaf gott að geta haft litla vasabók og penna einhvers staðar nálægt vélinni svo hægt sé að punkta niður minnisverð atriði í sambandi við myndatökurnar. Best er að vélin snúi þannig í tösk- unni að linsan – með hlíf á – snúi upp og takkarnir inn að miðju töskunnar. Þannig verða við- kvæmir hlutir fyrir minnstu hnjaski. ● LITMYNDIN LÍTUR DAGS- INS LJÓS Fyrsta litmyndin var tekin rétt eftir aldamótin 1900 en uppfinn- ingin var einkaleyfisvarin árið 1903 og sett á markað 1907. Frönsku bræðurn- ir Louis Jean og Auguste Marie Louis Ni- cholas Lumière fundu filmuna upp en hún var sú eina á markaðnum til ársins 1935 þegar Kodak setti Kodachrome á markað. Faðir þeirra Lumière-bræðra rak ljósmyndastofu sem þeir bræðurnir störfuðu á en þeir höfðu mikinn áhuga á ljósmyndun og fundu upp margvísleg tól sem urðu mikilvægir hlekkir í þróunarsögu ljósmynda og kvikmynda. Litfilma þeirra hlaut nafnið Autochrome Lumière. Auguste Lumière.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.