Fréttablaðið - 10.12.2009, Síða 55

Fréttablaðið - 10.12.2009, Síða 55
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2009 Verslun Ormsson í Síðumúla er full fagurra myndavéla sem eru færar í flestan sjó. „Við erum með vélar frá Olympus, Casio og Samsung,“ segir Valur Kristófersson, deildarstjóri hjá Ormsson.“ Þetta eru myndavél- ar í öllum verðflokkum, frá ódýr- um vasavélum og upp í dýrar vélar þar sem hægt er að skipta um linsur, nota aukaflass og batt- erígrip.“ Og myndavélarnar eru ýmsum kostum búnar. „Frá Ol- ympus erum við með vélar sem eru vatnsheldar, þannig að hægt er að taka myndir í vatni, hvort sem er neðansjávar eða í baðinu heima. Svo erum við líka með vél frá Casio sem er hraðvirkasta vél á markaðnum og tekur allt að 60 myndir á sekúndu. Frá Samsung erum við svo með vélar sem eru með tveimur skjáum, bæði að framan og aftan, svo það er hægt að taka myndir af sjálfum sér. Flottustu speglarnir í dag.“ Valur segir hæpið að tala um vinsældasveiflur milli ára í myndavélakaupum. „Það er helst að fólk vilji fá liti,“ segir hann. „Flestar vélarnar eru til í frá einum og upp í sex mismunandi liti og fólk velur oft uppáhaldslit- inn sinn eða þess sem á að fá vél- ina að gjöf.“ Myndavélar eins og önnur tæki sem fólk ber á sér eru alltaf að minnka og Valur kannast við að vélarnar verði stöðugt þægilegri í vasa. „Myndavélar verða alltaf öflugri og öflugri miðað við stærð. Hægt er að fá flögu með ansi hárri upplausn í vél sem er ansi lítil og nett.“ Ekki er þó allt fengið með smæðinni. „Eftir því sem vélin er minni um sig er minna svigrúm með aðdráttinn en þegar aðdrátt- urinn er orðinn meiri verða vél- arnar aðeins þykkari.“ Hjá Ormsson er mikið úrval tækifærismyndavéla en þar má líka fá flóknari og vandaðri vélar fyrir þá áhugaljósmyndara sem vilja taka listrænni myndir og leggja meira í myndatökuna. „Við erum með mjög góðar svoleiðis vélar, frá Olympus til dæmis, og á þær má fá margar mismunandi linsur.“ Svo er það verðlaunavél- in. „Við erum með verðlaunavél frá Casio sem fékk Eisa-verðlaun- in 2009/2010 sem besta „Compact travel“-vélin. Þessi vél er með tólf milljón punkta upplausn og hleðsla rafhlöðunnar endist í þús- und myndir. Linsan er mjög víð, 24 mm, og tekur upp vídeómynd- ir í háskerpu upplausn.“ Vatnsheldar, marglitar og með tveimur skjáum Valur Kristófersson með nokkrar af myndavélunum sem fást í Ormsson. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Myndavél með tvöföldum skjá svo nú er loksins hægt að taka góðar myndir af sjálfum sér. ● FYRSTA LJÓSMYNDIN TEKIN FYRIR 187 ÁRUM Saga ljósmyndarinnar er stutt líkt og annarra tækniundra sem fólk á Vesturlöndum tekur sem sjálfsögðum hlut. Það var árið 1822 sem franski uppfinningamaðurinn Joseph Nicéphore Niépce tók fyrstu ljósmyndina sem lifði. Þetta var langt frá því að vera fullkomin ljósmynd og næstu áratugina reyndu Niépce og fleiri sem höfðu verið að grúska í þeim fræðum sem gerðu ljósmyndun mögulega að þróa hana frekar. Efni sem voru notuð til að reyna að framkalla mynd voru meðal annars silfur og gel- atín auk ýmissa gerða af plötum, fyrst glerja og síðan filma. Allar voru þessar myndir svarthvítar en liturinn kom ekki til sögunnar fyrr en í byrjun 20. aldar og var frumstæður til að byrja með. Á þessum tíma fannst fólki myndavél hinn merkilegasti gripur og það var mikill viðburður að fara til ljósmyndara. Fólk mætti þar í sínu pússi og ef marka má myndirn- ar frá þessum tíma var það langt frá því að vera einhver gleðistund, svo grafalvarlegt er fólk yfirleitt á þessum myndum. Í dag er þessu öðruvísi farið þegar jafnvel börn eiga myndavélar. Fólk keppist við að taka myndir af öðrum, jafnvel sjálfu sér, og ekki nægir fjölskyldualbúmið eða veggurinn lengur fyrir myndirnar. Nú er fólk óhrætt við að sýna jafnvel öllum heiminum myndir af sjálfum sér eins og á Facebook. ● LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ Ljósmyndun er meðal vinsælustu áhugamála Íslendinga enda býður landið okkar upp á frábært myndefni og fjöl- breytt birtuskilyrði, fyrir utan hversu gaman er að safna fjölskyldumyndum í minningabankann. Mögleikar myndavélatækninnar eru miklir en til að fullnýta þá getur þurft talsverða kunnáttu. Því er margt vitlausara en að fjárfesta í námskeiðum sem haldin eru víða í meðferð myndavéla og vinnslu mynda í tölvum. Stafræn tækni í myndavélum hefur stöðugt sótt í sig veðrið á síðustu árum og filmu- vélarnar heyra næstum fortíðinni til, nema að þeirra tími komi aftur, rétt eins og vínylplötuspilaranna. Á Þingvöllum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Elsta náttúrulífsmynd sem varðveitt er eftir Joseph Nicéphore Niépce. E-620 12.3 milljón pixlar Hraður 3 punkta sjálfvirkurfókus 3 rammar á sekúndu, allt að 5 myndir í RAW á buffer Hreyfanlegur Live View á 2,7” skjár Hristivörn í vél “Dust Reduction System” rykfríar myndir Depth of field Preview “Face Detection” fyrir góðar andlitsmyndir “Shadow Adjustment Technology” fyrir betur lýstar myndir Lokarahraði 1/4000–60 sec, Bulb 4/3 myndastaðall Innbyggt flass, hægt að stýra þráðlausu flassi frá vél ISO 100-1600 Jpeg og RAW skráarsnið Notar CF og xD minniskort Lithium rafhlaða og hleðslutæki fylgir Tvær linsur fylgja, 14-42mm og 40-150mm Verð 159.900 kr. EX-H10 12,1 milljón punkta upplausn 10x aðdráttarlinsa (24-240mm) Stór 3” Super Clear LCD skjár EXILIM Engine 4.0 38 myndstillingar – Auto bestshot Hristivörn - CCD Shift stabilization Betri focus með Advanced Auto Framing Make-up Mode Dynamic Photo function Face Detection function gefur betri andlitsmyndir ISO 64-3200 Videoupptaka með hljóði 16:9 Háskerpu upplausn (Hámarksupplausn: 1280x720 24 fps) YouTube™ Capture Mode Rafhlöðu ending 1000 myndir 35.7MB Innbyggt minni Styður SD og SDHC minniskort Hleðslutæki og hleðslurafhlaða fylgir Verð 59.900.- EC-ST500 HD video upptaka (1280 x720p upplausn) Auto red eye fix (rauð augu hverfa) 3,0” skjár 12.2 milljón pixlar 4,6x optical zoom Scheneider linsa, ACB (Auto Contrast Balance) Smart face recognition (allar andlitsmyndir verða eðlilegri) Advanced Movie Mode (MPEG-4 upptaka, Pause & Edit Smart Touch user interface (vélin er auðveldari í notkun) Photo styler selector (þú getur valið mismunandi form á myndum Verð. 54.900.- μ 550WP 10 milljón pixlar 3 x aðráttarlinsa (38-114mm) Hristivörn Stór 6,4cm (2,5”) LCD skjár Höggheld (1,5m) Vatnsheld niður á 3 metra Þolir allt að 10° frost 13 handhægar tökustillingar Videoupptaka með hljóði Tekur xD minniskort og SD Tekur nærmyndir (macro) allt niður að 5cm fjarlægð Hleðslutæki og Lithium-ion rafhlaða fylgir Fæst í þremur mismunandi litum Verð 33.900.-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.