Fréttablaðið - 10.12.2009, Page 66
46 10. desember 2009 FIMMTUDAGUR
menning@frettabladid.is
kl. 21 á Græna hattinum
Í kvöld eru styrktartónleikar fyrir
Tónminjasafnið á Akureyri. Forkólf-
ar safnsins efna til styrktartónleika
svo koma megi þessu merkilega safni
fyrir. Helena Eyjólfsdóttir, Kristj-
án Edelstein, Inga Eydal, Rúnar Eff,
Cantabile, Krossbandið, Óskar Pét-
ursson og Húsbændur og hjú koma
fram. Kynnir er Sigurður Gunnars-
son. Húsið verður opnað kl. 20. For-
sala er í Eymundsson á Akureyri.
> Ekki missa af
Jólatónleikum kl. 20 í Laugar-
neskirkju. Þá munu þær Erla
Björg Káradóttir sópran, Hanna
Þóra Guðbrands dóttir sópran
og Sólveig Samúelsdóttir
mezzósópran flytja hugljúfa
jólagleði í tónum. Meðleikari
á tónleikunum er Antonía
Hevesi. Óhætt er að segja að
efnisskráin verði fjölbreytt,
allt frá íslenskri jólatónlist til
léttra amerískra jóladægurlaga
ásamt klassískum perlum.
Þannig ættu allir að geta fund-
ið eitthvað við sitt hæfi.
Í kvöld verður sveiflan allsráðandi
á Kaffi Rosenberg þegar Tómas
Einarsson, bassaleikari og for-
göngumaður um tónleikahald og
spilamennsku með meiru, kallar
til fríða sveit samferðamanna og
heldur útgáfutónleika. Tilefnið er
margfalt: Fagnað verður útgáfu á
tónleikadiski Tómasar, LIVE!, sem
kom út fyrir skömmu, sem og útgáfu
á latínsafninu Reykjavík-Havana,
en það inniheldur plöturnar Kúbanska, Havana,
Romm Tomm Tomm og LIVE! og eru þar komnar í
eitt knippi plötur Tómasar frá Kúbutúrum hans.
Hljóðfæraleikarar eru auk bassaleikarans Tómas-
ar, Óskar Guðjónsson saxófónn, Kjartan Hákonar-
son trompet, Samúel J. Samúelsson básúna, Ómar
Guðjónsson gítar, Davíð Þór Jónsson hljómborð,
Pétur Grétarsson kóngatrommur og Matthías MD
Hemstock, trommur og slagverk.
Latínplötur Tómasar R. hafa notið mikilla
vinsælda hérlendis og selst samtals í
meira en átta þúsund eintökum. Tón-
leikadiskurinn LIVE! hefur að geyma níu
lög frá tónleikum í Reykjavík, Moskvu
og Havana, en nýjustu upptökurnar eru
frá sveittum og afar líflegum tónleikum
í Iðnó á Jazzhátíð Reykjavíkur í haust
sem leið.
Tónlist Tómasar R. hefur hlotið
lofsamlega dóma í helstu tímaritum lat-
íntónlistarinnar og lög hans hafa setið
á vinsældalistum latínútvarpsstöðva í Bandaríkjun-
um, Kólumbíu, Perú og á Ítalíu. Þá hefur hann með
sókn sinni suður á bóginn glætt íslenskt tónlistarlíf
djúpum og hröðum töktum suðrænna sálna og
þannig glatt geð guma og freyja hér á norðurslóð-
inni. Hefur ekki síðan suðurameríska danssveiflan
settist hér að fyrir tíma tvists og rokks fyrir atbeina
dansáhugamanna nokkur maður sinnt sálgæslu
okkar þumbaranna með suðrænum ákafa hins
prúða og stillta dalamanns. - pbb
Tómas á Rosenberg
TÓNLIST Tómas Einarsson
reykir bara heima
Réttur hálfur mánuður er í
frumsýningu á Óliver! eftir
Lionel Bart í Þjóðleikhúsinu
og sýningin er að skríða
saman eins og það kallast á
leikhúsmáli: fyrstu æfingar,
allt með öllu, hefjast í byrj-
un næstu viku.
Þótt margir hafi vökult auga á því
hvernig svona stórt verkefni kemur
saman er það hausinn á Selmu
Björnsdóttur sem er undir. Næsta
vika verður áreitisfull, þá tekur
hún loks að sjá hvernig framkvæmd-
in tekur sig út á sviðinu, hljómsveit
verður á staðnum og raunar ræður
tónlistin ferðinni, allt annað verður
að falla að henni eins og er í söng-
leikjum.
Selma er brött þegar við náum í
hana fyrir níu á fimmtudagsmorg-
un. Hún er enn heima við og barn
gambrar á bak við: „Það gengur bara
ljómandi vel,“ segir hún, „hljóm-
sveitin kom inn í þessari viku og
við verðum með allt saman í næstu
vinnuviku.“ Þá fara ljós að birtast
á fullbúnu sviði og leikarar taka að
festa hreyfingar nákvæmar í leik-
mynd Vitasar Narbutas, allir verða
komnir í sína búninga og sýningin
fer að taka á sig lit.
Selma er vön stórum sýningum
þar sem saman fer tónlist og hreyf-
ing, bæði sem stjórnandi og flytj-
andi. Reyndist Óliver! stærri en hún
átti von á? „Ég vissi að þetta yrði
mikið, en það var samt ögn stærra.
Það eru mest fjörutíu manns á svið-
inu og mörg númer stór, strákarnir
að biðja um matinn, markaðsnúmer,
þú krækir þér í, morgunsöngurinn,
þetta eru allt stór númer með fimmt-
án til fjörutíu flytjendum á sviði.“
Leikmyndin er á tveimur hæðum:
„Það er eiginlega nauðsynlegt í verki
eins og þessu að hafa tvær hæðir til
að geta deilt hreyfingunni, hún sé
ekki bara á einu plani heldur líka
upp og niður.“
Selma fékk sér til samstarfs
breska danshönnuðinn Allette Coll-
ins, en hún vann á sínum tíma Rent
í Loftkastalanum með Baltasar og
Regínu, dansmyndina, með Maríu
Sigurðardóttur. Collins fær það erf-
iða verkefni að semja sporbrautir
fyrir leikara og óvana krakka, mest
unga stráka: stór hópur af drengj-
um kemur fram í sýningunni og þar
verða tveir drengir um stóru hlut-
verkin, Hrapp og Óliver: „Það er
mikið álag fyrir þessa drengi sem
eru búnir að vera hér alla daga und-
anfarið, sá sem fer með hlutverk Óli-
vers er næstum inni á sviðinu alla
sýninguna. Þeir Ari Óli og Sigur-
bergur standa sig vel.“
Jólasýningar Þjóðleikhússins eru
alltaf sérstakar í vinnuferli. Öllum
verkum verður að vera lokið fyrir
Þorláksmessu, sem er hinn hefð-
bundni lokaæfingardagur. Svo
kemur tveggja daga hlé en frum-
sýning er að kvöldi annars dags jóla.
Það er Rúnar Freyr sem verður með
jólaundirbúning og matseld hjá frú
Selmu þessi jólin.
pbb@frettabladid.is
Gengur bara ljómandi vel
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/A
N
TO
N
B
R
IN
K
LEIKLIST Selma
Björnsdóttir leik-
stýra með meiru
frumsýnir Oliver!
annan í jólum.
1
3
5
7
9
2
4
6
8
10
Svörtuloft
Arnaldur Indriðason
Jólasyrpa 2009
Walt Disney
Karlsvagninn
Kristín Marja Baldursdóttir
1001 okkur
Hugleikur Dagsson
Auður
Vilborg Davíðsdóttir
Vigdís
Páll Valsson
Meiri hamingja
Tal Ben-Shahar
Jöklar á Íslandi
Helgi Björnsson
Horfðu á mig
Yrsa Sigurðardóttir
Snorri
Óskar Guðmundsson
METSÖLULISTI EYMUNDSSON
SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT
02.12.09 – 08.12.09
Hvað er eiginlega að
gerast á Íslandi?
Er allt að verða vitlaust?
„... feikna stílisti ...
fyndinn og beittur í gegn ...“
Hrund Ólafsdóttir, Morgunblaðið