Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.12.2009, Qupperneq 68

Fréttablaðið - 10.12.2009, Qupperneq 68
48 10. desember 2009 FIMMTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 10. desember 2009 ➜ Tónleikar 20.00 Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandarsókna, Brokkkórinn, Borgarkórinn og Sönghópur Hvera- gerðiskirkju koma fram á tónleikum í Hveragerðiskirkju við Hverahlíð.20.00 Erla Björg Káradóttir sópran, Hanna Þóra Guðbrandsdóttir sópran og Sólveig Samúelsdóttir mezzósópran verða með tónleika í Laugarneskirkju við Kirkjuteig. Á efnisskránni verður jólatónlist og klassík. 20.00 Jólatónleikar til styrktar Fjöl- skylduhjálp fara fram í Víðistaðakirkju við Hraunbrún í Hafnarfirði. Meðal þeirra sem fram koma eru Dísella, Soff- ía Karlsdóttir, Guðrún Árný Karlsdóttir og Margrét Árnadóttir. 20.00 Jólatónleikar Glæðanna, kórs kvenfélags Bústaðakirkju og Vorboð- anna, kórs eldri borgara í Mosfellsbæ, verða haldnir í Bústaða- kirkju við Tunguveg. 20.30 Jólatónleikar Sigríðar Beinteins- dóttur fara fram á Grafarvogskirkju við Fjörgyn. 20.30 Snigla- bandið leikur lög af plötunni „Jól meiri jól“ á útgáfutón- leikum í Salnum við Hamraborg í Kópavogi. 21.00 Útgáfutónleikar Borgarinnar fara fram á NASA við Austurvöll. Fram koma Hjaltalín, Megas og senuþjófarnir, Hjálmar, Baggalútur, Snorri Helgason, Bernd- sen og Sigríður Thorl- acius og Heiðurspiltar. Húsið verður opnað kl. 20.30. 21.00 Ellen Kristjánsdóttir heldur útgáfutónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík. 21.00 Í Græna hattinum við Hafnar- stræti á Akureyri verða haldnir tónleikar til styrktar Tónminjasafninu á Akueyri. Meðal þeirra sem fram koma eru Hel- ena Eyjólfsdóttir, Kristján Edelstein, Inga Eydal, Krassbandið og Húsbændur og hjú. Húsið verður opnað kl. 20. 22.00 Latínband Tómasar R. Einarsson- ar heldur útgáfutónleika á Kaffi Rosen- berg við Klapparstíg. 22.00 Hreimur Örn Heimisson verður á Pósthúsinu Vínbar við Pósthússtræti 13. 22.00 Eldhúspartý FM957 fer fram á Sódóma Reykjavík við Tryggagötu. Fram koma Ingó og Veðurguðirnir, Alan Jones og Í svörtum fötum. Sérstakur gestur kvöldsins er Bubbi Morthens. Húsið verður opnað kl. 21. ➜ Sýningar Davíð Örn Halldórsson sýnir málverk í Menningar- og listamiðstöðinni Hafn- arborg við Strandgötu í Hafnarfirði. Þar stendur einnig yfir sýningin „Úrvalið - Íslenskar ljósmyndir 1866-2009“. Sveinbjörg Ásgeirsdóttir hefur opnað sýninguna „Á meðan ég svaf“ á Café Karólínu við Kaupvangsstræti á Akur- eyri. Opið mán.-fim. kl. 11.30-01, fös. og lau. kl. 11.30-03 og sun. kl. 14-01. Æja hefur opnað sýninguna „Saga“ í Gallerí List við Skipholt 50A. Opið virka daga kl. 11-18 og lau. kl. 11-16. ➜ Síðustu forvöð Hjá Listasafni ASÍ við Freyjugötu lýkur á sunnudaginn sýningum Jóhönnu Helgu Þorkelsdóttur og Halldórs Ragnarssonar. Opið alla daga nema mánudaga kl. 13- 18. Enginn aðgangseyrir. ➜ Markaðir Opin vinnustofa og jólamarkaður fer fram í Hönnunarsafni Íslands að Lyngási 7-9 (efri hæð) í Garðabæ. Fyrir mark- aðnum standa Lúka Art & Design, Hring eftir hring, S. Anna Nikulásdóttir og Þórdís Jóelsdóttir. ➜ Dagskrá Kínó ör-kvikmyndaklúbburinn stendur fyrir dagskrá hjá Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu. Nánari upplýsingar á www.listasafnreykjavikur.is. ➜ Upplestur 20.00 Í veitingastofu Þjóðarbókhlöð- unnar við Arngrímsgötu verður boðið upp á upplestur úr nýútkomnum bókum. Fram koma Sölvi Björn Sig- urðsson, Vilborg Davíðsdóttir, Ragna Sigurðardóttir, Steinar Bragi, Oddný Eir Ævarsdóttir og Sigurður Gylfi Magnús- son. Enginn aðgangseyrir. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.i. Kristinn Sigmundsson óperusöngvari verður ein- söngvari á árlegum jólatónleikum Kórs Bústaða- kirkju á þriðjudagskvöldið kemur hinn 15. desem- ber en þeir hefjast kl. 20. Jólatónleikar í kirkjunni eru árlegur viðburður og hafa þangað sótt gestir úr sókninni og víðar að. Yfirskrift tónleikanna að þessu sinni er „Yfir fann- hvíta jörð“. Miklu verður kostað til við tónleikana og mun Hljómsveit Björns Thoroddsen ásamt strengja- kvarttet sjá um allan undirleik undir stjórn kórstjór- ans Renötu Ivan. Glæsileg efnisskráin verður að mestu hugljúf jólatónlist, bæði íslensk og frá ýmsum öðrum löndum ásamt einhverjum vel völdum aríum af óperusöngvaranum Kristni Sigmundssyni. Undanfarin ár hefur Kór Bústaðakirkju alltaf fengið góðan gest með sér á þessa árlegu tónleika, eins og Sigrúnu Hjálmtýsdóttur (Diddú), Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Kristján Jóhannsson og Stefán Hilmarsson. Mikil eftirvænting er með að fá Kristin Sigmundsson, en hann er okkar allra merkasti óperusöngvari á erlendri grund um þess- ar mundir. Miðasala er hafin á tónleikana, en aðeins 300 miðar verða seldir á þessa glæsilegu tónleika og er miðasalan í Bústaðakirkju. Tónleikarnir verða ekki endurteknir. Kristinn í Bústaðakirkju TÓNLIST Kristinn Sigmundsson verður einsöngvari á jólatón- leikum í Bústaðakirkju á þriðjudag í næstu viku og er miðasala hafin FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Bókmenntir ★★★ Auður Vilborg Davíðsdóttir Vilborg Davíðsdóttir sótti þegar á sögumið þegar hún var búin að skóla sig í sagn- og mannfræði og tók fyrir þrítugt að gefa út sögur sem voru byggðar á skörpum afmörk- uðum tímabilum í norrænni sögu. Eftir því sem á leið feril hennar stækkuðu viðfangsefnin, sögurnar tóku að heimta ítarlegri og víðtæk- ari rannsóknir, oft á þeim sviðum sögu norrænna manna sem heim- ildir voru fáar um, og reyndi því æ meir á innsæi hennar í frásögn og djúpa þekkingu á söguefninu. Í nýrri bók, sem ég tel að verði líkastil þríleikur, leitar hún að upp- hafi Auðar djúpúðgu, þeirrar sögu- frægu konu, á eyjunum milli Írlands og Skotlands, byggðinni sem varð til undir 800, ólgandi átakatíma milli aðkomumanna frá Norður- löndunum; Noregi og Danmörku, sem áttu landfestar í norðureyjun- um, á Mön og á vesturströnd Skot- lands. Þetta voru þjóðarbrotin sem eyddu byggðum Pikta og uppruna- legum landnámsmönnum Orkneyja og eyjaskarans við norðurbrún Skotland. Hér takast á frumkristni Kelta og heiðindómur, þetta er heill- andi tími. Vilborg hefur oftast eytt þreki sínu og stílgáfu til að greina og segja örlagasögur af konum; eins er það hér. Karlar eru fjarlægir í sög- unni, hún er kvennamegin. Sagan af Auði er raunar spennandi og sápu- kenndur róman, eins og lunginn af sagnaskáldskap sem reynir að end- urskapa horfna tíma. það skiptir ekki máli þótt helstu söguhetjur hafi geð nútímamanna, við eigum ekki annan inngang að þeim hvort eð er. Margt er fallega hugsað og orðað í sögu af Auði, gífurlegt magn heim- ilda rennur um söguna, sviðsetning er prýðileg, en persónusköpun nokk- uð klisjukennd. Vilborg beitir víða fornum orðmyndum en alltaf af gát, hún verður ástfangin af stöku orðum en í heild verður að segja að saga hennar sé skrifuð af mikilli smekk- vísi. Og hér er margt sem vekur áhuga, þótt kristinn munkur, Gilli, sem verður mikill örlagavaldur í sögunni, taki nokkuð pláss og trúboðsstell- ingar hans séu langdregnar í fyrsta parti sögunnar. En hann hverfur úr sögunni þegar þolinmæði lesanda er komin að mörkum. Sagan eftir það verður bærilegasta afþreying. Páll Baldvin Baldvinsson Niðurstaða: Vel grunduð þroskasaga frá upphafi níundu aldar, spennandi og forvitnilegum tíma. Auður djúpúðga verður til BÓKMENNTIR Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur hefur sent frá sér þroskasögu stúlku á níundu öld sem síðar verður kölluð Auður djúpúðga. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.