Fréttablaðið - 10.12.2009, Page 75
FIMMTUDAGUR 10. desember 2009 55
Leikkonan Uma Thurman er
hætt með unnusta sínum, millj-
arðamæringnum Arpad Bus-
son. „Sambandi þeirra lauk fyrir
næstum tveimur mánuðum. Þau
eru enn þá vinir,“ sagði heimild-
armaður. Uma og Arpad byrjuðu
saman sumarið 2007 og trúlofuð-
ust ári síðar. Svo virðist sem þau
hafi hætt saman vegna heiftar-
legs rifrildis um peninga. Uma á
tvö börn með fyrrverandi eigin-
manni sínum, leikaranum Ethan
Hawke. Hún var einnig gift leik-
aranum Gary Oldman. Á meðal
þekktustu mynda Umu eru Kill
Bill-myndir Quentins Tarantino.
Hætt með
unnustanum
Leikkonan Uma Thurman er hætt með
unnusta sínum, Arpad Busson.
Lindsay Lohan
er nú á leiðinni
til Indlands.
Samkvæmt
heimildum fjöl-
miðla vestan-
hafs vill leik-
konan bæta ráð
sitt eftir stans-
laust partístand
í Los Angeles
undanfarið, en
tilgangurinn
með Indlands-
ferðinni er að
taka upp heim-
ildarmynd með
BBC um mansal
þar í landi.
Leikkonan,
sem er 23 ára, verður á Indlandi
til 12. desember, en þegar hún
kemur aftur til Los Angeles mun
hún hafa skipulagt heimsókn á
spítala þar sem hún ætlar að gefa
veikum börnum leikföng. „Ég hef
gengið í gegnum margt í mínu
lífi og myndi gjarnan vilja stofna
mín eigin góðgerðasamtök,“ segir
leikkonan. Það er þó aðeins eitt
af mörgu sem hún vill áorka á
komandi árum því Lohan segist
vilja skrifa handrit, framleiða
kvikmyndir, þætti og myndbönd,
hanna föt, búa til tónlist og skrifa
bækur, svo eitthvað sé nefnt.
Gerir heim-
ildarmynd á
Indlandi
BÆTIR RÁÐ SITT
Lindsay Lohan er
sögð vilja bæta ráð
sitt með því að láta
gott af sér leiða
og segja skilið við
partístandið í LA.
Útgáfugleði hljómplötuútgáfunn-
ar Borgarinnar verður haldin á
Nasa í kvöld. Frá því í ágúst hafa
alls níu plötur komið út á vegum
útgáfunnar við góðar undirtekt-
ir. Í kvöld koma fram Hjaltalín,
Megas & Senuþjófarnir, Hjálmar,
Baggalútur, Sigríður Thorlacius
& Heiðurspiltar, Snorri Helgason
og Berndsen. Aðgangseyrir verður
1.000 krónur en fyrir 2.000 krónur
fæst aðgangur að tónleikunum og
ein af plötum Borgarinnar. Allur
hagnaður rennur til Fjölskyldu-
hjálpar Íslands og hefur Borgin
sett sér það markmið að gefa að
lágmarki 500.000 krónur, jafn-
vel þótt heildarhagnaðurinn verði
minni. Borgin leitar einnig eftir
fyrirtæki sem er tilbúið að jafna
þá upphæð. Skorar útgáfan á öll
fyrirtæki í landinu að sýna hug
sinn í verki.
Gleði hjá Borginni
MEGAS Megas & Senuþjófarnir stíga
fyrstir á svið á Nasa í kvöld, klukkan 21.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Þótt fólk tengi Sniglabandið jólunum vegna Jóla-
hjólsins er það þó ekki fyrr en núna sem fyrsta jóla-
plata bandsins kemur út. Jól meiri jól heitir hún og
verður kynnt á jólatónleikum í Salnum í Kópavogi í
kvöld og á Græna hattinum á Akureyri á föstudags-
kvöldið.
„Nokkur laganna verða flutt af einhverjum per-
sónum, ýmist þjóðkunnum persónum, persónum
sem við vissum ekki að væru til en könnumst samt
við eða jafnvel persónum sem við vildum að væru
til en eru sennilega ekki til. Ég er ekki að tala um
jólasveinana, þeir eru til,“ segir Skúli Gautason,
mjög leyndardómsfullur.
„Þessi plata fer í ýmsar áttar, meðal annars til
eyjunnar grænu, Írlands. Það er smá Pogues-fíl-
ingur í sumum lögunum,“ segir Friðþjófur „Diddi“
Sigurðsson. „Það heyrist að platan er gerð af karl-
mönnum, en hún er vitanlega fyrir alla. Það er svo-
lítið fyllirí á plötunni. Menn að vakna eftir hádegi á
aðfangadag og koma sér í gírinn.“
Áreiðanlegar heimildir herma að Stefán muni
syngja Jólahjólið í réttri tóntegund á tónleikunum.
Nema það verði Andrés önd. - drg
Jólatónleikar Sniglabandsins
KARLAJÓL Það er smá fyllirí á jólaplötu Sniglabandsins.
MYND/TRATTI
ÚRVALS TÓNLIST OG DVD
Á FRÁBÆRUM AFSLÆTTI
1.880 kr.
verð áður 2.490 kr.
1.680 kr.
verð áður 2.325 kr.
2.690 kr.
verð áður 3.390 kr.
1.850 kr.
verð áður 2.580 kr.
afsláttur
28%
afsláttur
21%
afsláttur
28%
afsláttur
24%
1.990 kr.
verð áður 2.550 kr.
1.480 kr.
verð áður 1.990 kr.
1.680 kr.
verð áður 2.325 kr.
1.680 kr.
verð áður 2.365 kr.
1.380 kr.
verð áður 1.890 kr.
Tilboðin gilda til og m
eð 14.des eða á m
eðan birgðir endast
Anna Mjöll
Shadow of your smile
Stefán Hilmarsson
Húm
Guðrún Gunnars
Cornelis Vreeswijk
Magnús Eiríksson
Reyndu aftur
Jóhann G
Á langri leið
Friðrik Ómar og Jógvan
Vinalög
Sigurður Flosason
Það sem hverfur
Hjálmar
IV
Söngvaseiður
Tónlistin úr sýningu Borgarleikhússins
Eivör
Live
Karneval dýranna
Sögumaður: Örn Árnason
KK og Ellen
Jólin eru að koma
afsláttur
27%
afsláttur
29%
GERIÐ
VERÐSAMANBURÐ
afsláttur
28%
afsláttur
29%
afsláttur
22%
1.990 kr.
verð áður 3.190 kr.
1.990 kr.
verð áður 3.190 kr.
afsláttur
38%
1.990 kr.
verð áður 2.890 kr.
afsláttur
26%
afsláttur
31%
2.950 kr.
verð áður 3.950 kr.
afsláttur
25%
2.950 kr.
verð áður 3.950 kr.
afsláttur
25%
3.990 kr.
verð áður 5.590 kr.
afsláttur
29%
2.490 kr.
verð áður 2.990 kr.
afsláttur
17%
Egill Ólafsson og
Ragnheiður Grönda
l syngja