Fréttablaðið - 10.12.2009, Page 82

Fréttablaðið - 10.12.2009, Page 82
62 10. desember 2009 FIMMTUDAGUR Jónas Baldur var að taka bensín ásamt ungum syni sínum þegar hann heyrði mjálm frá ruslagámi. Hann kannaði málið og fann þrjá kettlinga nær dauða en lífi. „Mér brá mjög mikið. Ég trúði þessu ekki alveg. Ég var með fjög- urra ára strákinn minn með mér og það datt líka af honum andlit- ið,“ segir slökkviliðs- og sjúkra- flutningamaðurinn Jónas Baldur Hallsson. Héraðsfréttablaðið Dagskráin á Selfossi greinir frá því í dag að Jónas hafi fundið þrjá kettlinga í ruslagámi á Selfossi snemma á mánudagsmorgun. Hann segist í samtali Fréttablaðið hafa runn- ið á mjálm, sem hann trúði ekki að kæmi frá fullvaxta ketti. „Mér fannst furðulegt að það væru kett- lingar úti í þessu veðri,“ segir Jónas. „Ég rann á hljóðið og fann þá í gáminum. Einn mjálmaði, en hinir voru hreyfingarlausir þang- að til ég fór að nudda þá, þá kom líf í þá. Það var búið að vefja þeim inn í koddaver og setja þá í ruslapoka og binda fyrir.“ Jónas segir að þrátt fyrir að hann sé meiri hundamaður ætli hann að halda einum kettlingnum. Hinum vonast hann til að koma fyrir á góðu heimili. Kettlingarnir verða þangað til í góðu yfirlæti hjá Jónasi og fjöl- skyldu hans og eru meira að segja búnir að eignast mömmu. „Systir konu minnar á læðu. Hún kom með hana í heimsókn og læðan er búin að taka þá að sér,“ segir hann. „Hún liggur hjá þeim og þrífur og sér um þá. Hún mjólkar ekki, þannig að við sjáum um það. Hún sér svo um rest. Það er snilld að horfa á þetta.“ Kettlingarnir eru við góða heilsu að sögn Jónasar og bera þess ekki merki að hafa verið komnir hálfa leið yfir móðuna miklu. „Þeir rífa bara kjaft og biðja um meiri mjólk,“ segir Jónas og hlær. „Þeir eru vel aldir hérna og það er bumba á þeim.“ -En eru þeir komnir með nöfn? „Konan stakk upp á að þessi sem við ætlum að halda fái nafnið Belg- ur vegna þess að hann er svo gráð- ugur í mjólkina og fitnar svo rosa- lega í hvert skipti sem hann fær sér!“ atlifannar@frettabladid.is Slökkviliðsmaður bjargaði þremur kafnandi kettlingum GRÁÐUGIR Kettlingarnir rífa kjaft að sögn Jónasar og biðja um meiri mjólk þegar hún er í boði. M YN D IR /M H H SÆTIR Jónas með kettlingana þrjá sem hann bjargaði úr ruslagámi á mánudag. Fimmtudaginn sautjánda desem- ber mun Gunnar Þórðarson og trúbadorinn Svavar Knútur leiða saman hesta sína og flytja ásamt strengjasveit sérlega hátíðardag- skrá í Fríkirkjunni. Þar gefst áhorf- endum kostur á að kynnast tónlist þessara listamanna í afslöppuðu umhverfi. Tónleikarnir eru liður í tónleikaröðinni Fuglabúrið sem er skipulögð í samstarfi FTT og Reykjavík Grapevine þar sem leit- ast er við að brúa kynslóða- og tón- bil milli ólíkra listamanna. Fyrstu tónleikarnir voru í byrjun sumars með mæðgunum Bryndísi Jakobs- dóttur og Ragnhildi Gísladóttur. Svo var röðin komin að Megasi og Ólöfu Arnalds og í þriðja Fugla- búrinu sem var haldið í lok sumars voru það Bubbi Morthens og Hafdís Huld sem léku listir sínar. Miðaverð á tónleikana í Fríkirkj- unni er 2.000 krónur. Kirkjan verð- ur opnuð klukkan 20 og hefjast tón- leikarnir klukkan 21. Takmarkaður miðafjöldi er í boði og fást miðar á Midi.is. Saman í Fuglabúri GUNNAR ÞÓRÐARSON Gunnar Þórðarson og Svavar Knútur leiða saman hesta sína í Fríkirkjunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Nýtt tónlistarblað, Hljómgrunnur, kemur út í fyrsta sinn með Frétta- blaðinu á morgun á degi íslenskrar tónlistar. Samtök tónlistarrétthafa á Íslandi, Samtónn, standa á bak við blaðið, sem ætlunin er að komi út mánaðarlega. Ritstjóri verður Pétur Grétarsson, sem hefur haft umsjón með Íslensku tónlistar- verðlaununum. „Við höfum gert þetta í kring- um stórviðburði eins og Íslensku tónlistarverðlaunin að koma út sérblaði,“ segir Pétur. „Þetta er aðallega hugsað sem minnismiði til fólks um þetta frábæra tónlist- arlíf í landinu og við viljum senda það út í áþreifanlegu formi öðru hverju.“ Listi verður yfir tónlist- arviðburði í blaðinu þar sem fólk getur fengið gott yfirlit yfir allt það helsta sem verður í boði þann mánuðinn. Þessi nýi fjölmiðill verður kynntur enn frekar á fundi Sam- tóns á morgun. Þar verður einnig kynnt hver hlýtur Bjarkarlaufið í ár, auk þess sem nafnið á nýja tón- listar- og ráðstefnuhúsinu verður opinberað. Nýtt fyrirkomulag Íslensku tón- listarverðlaunanna verður sömu- leiðis kynnt. Nú þurfa flytjendur ekki lengur að borga með tilnefn- ingum sínum en á síðasta ári nam gjaldið níu þúsund krónum fyrir hverja plötu sem var send inn. Plötufyrirtækið Kimi Records ákvað af þessum sökum að snið- ganga verðlaunin í byrjun árs- ins vegna þessa. „Þetta er miklu eldri umræða. Við höfum verið að leita leiða til að fella gjöldin niður en öll umræða hefur áhrif,“ segir Pétur. Peningurinn vegna tilnefn- inganna var notaður í fjármögn- un fyrir verðlaunahátíðina og því stendur fjáröflun yfir hjá Pétri og samstarfsmönnum til að fá auk- inn pening. „Við þurfum að finna nálægt milljón annars staðar,“ segir hann. „Þetta er mjög þungur pakki. Allt sem kostar peninga er flókið í dag.“ Tónlistarverðlaun- in verða afhent í sextánda sinn í Þjóðleikhúsinu 3. mars næstkom- andi. - fb Nýtt tónlistarblað lítur dagsins ljós PÉTUR GRÉTARSSON Nýr tónlistarfjöl- miðill, Hljómgrunnur, kemur út á morg- un sem fylgirit Fréttablaðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Samkvæmt tímaritinu The Nation- al Enquirer óttast Tiger Woods að einhver af hjákonum hans muni brátt upplýsa heiminn um það að hann hafi feðrað barn. Auk þess á hann að vera mjög óttasleginn um að upptökur af ástarleikjum hans leki á netið. Jafnframt eigi fleiri konur eftir að koma fram og við- urkenna samband sitt við Tiger. Rachel Uchitel, fyrsta hjákon- an sem komst upp um, verður á forsíðu næsta heftis OK!. Þar tjáir hún sig um það hversu erf- itt það er að vera ein hataðasta kona Bandaríkjanna um þessar mundir. Óttasleginn Tiger ÓTTASLEGINN Tiger Woods óttast að kynlífsmyndband með honum muni leka á netið. Leikarinn Toby Maguire seg- ist gefa eiginhandaráritanir með nöfnum annarra leikara. Að hans sögn gerist það nokkuð oft að fólk ruglist á honum og Jake Gyllen- haal og þegar það gerist leiki hann með. „Fólk er stanslaust að ruglast á mér og öðrum leikurum, það er klikkað. Sumir rugla mér og Jake Gyllenhaal saman og vilja ræða frammistöðu mína í kvikmyndinni Brokeback Mountain. Aðrir halda að ég sé Elijah Wood. Þegar fólk kemur til mín og hrósar mér fyrir leik í myndum sem ég lék ekki í, þá kvitta ég bara með nafni þess leik- ara og þakka þeim fyrir hrósið.“ Maguire segist vera mikill fjöl- skyldumaður og telur mikilvægt að gefa sér tíma með konu sinni og börnum. „Ég held ég sé með ágæta hugmynd um hversu svalur ég er, ég er ekki að reyna að vera stjarna. Mikilvæg- ast er að mér líði vel sem manneskju. Í for- gangi hjá mér er að eyða tíma með konu minni og börnum. En ég elska það sem ég geri, þannig að það skiptir mig einnig miklu máli.“ Tobey ruglað saman við Jake LÍKIR LEIKARAR Margir rugla saman leikurunum Toby Maguire og Jake Gyllenhaal. Þeir leika ein- mitt bræður í nýrri mynd. Auglýsingasími – Mest lesið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.