Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.12.2009, Qupperneq 84

Fréttablaðið - 10.12.2009, Qupperneq 84
64 10. desember 2009 FIMMTUDAGUR BLÓÐUGUR LADDA-BARDAGI Guðmundur Franklín og Eyþór Ingi keppa um titilinn besti Laddinn en þeir sem hafa reynt án árangurs eru allir „Strákarnir“, þeir Pétur Jóhann, Auddi og Sveppi, Hemmi Gunn, Ómar Ragnarsson, Steinn Ármann, Helgi Seljan og útvarpsmaður- inn Freyr Eyjólfsson, sem stakk upp á Ladda-eftirhermukeppninni við Dodda litla og Andra Frey. Bókaforlagið Veröld hélt útgáfufagnað á Kaffi Sólon fyrir skömmu. Þar glöddust rithöfundar og fleiri valinkunnir ein- staklingar yfir góðu útgáfuári núna fyrir jólin. Ekki var annað að sjá en að bæði gestir og gangandi væru í góðu stuði. Veröld með útgáfufagnað BREGÐA Á LEIK Eiríkur Bergmann Einarsson, höfundur bókarinnar Frá Evróvisjón til evru, og rithöfundurinn Hallgrímur Helgason bregða á leik. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BRYNDÍS OG SINDRI Bryndís Schram og rithöfundurinn Sindri Freysson sem gaf fyrir jólin út bókina Dóttir mæðra minna. SAMAN Á SÓLON Framsóknarmaðurinn Guðni Ágústsson og veður- fræðingurinn Sigurður Ragnarsson, eða Siggi stormur, sátu á Sólon ásamt konum sínum. Í útvarpsþættinum Litla hafmeyjan á Rás 2 hafa Doddi litli og Andri Freyr Viðarsson staðið fyrir eftirhermu- keppninni Laddinn síðustu vikurn- ar. Á föstudagskvöldið er komið að úrslitarimmunni sjálfri þegar Eyþór Ingi og Guðmundur Franklín takast á. „Það kemur mér mikið á óvart hvað ég er kominn langt í þessu enda hef ég bara verið að fíflast meðal vina með þessar eftirherm- ur,“ segir Guðmundur. „Ég veit eiginlega ekki hverju er að þakka. Ég hef allavega ekki verið að safna saman fólki til að hringja inn!“ Keppnin fer þannig fram að tveir fara með Ladda-eftirhermur að eigin vali í hverjum þætti og svo ákveða hlustendur hver hefur staðið sig betur. Alls konar lið hefur reynt sig í Ladda- gríninu, frægir grínarar jafnt og óþekktir „menn úti í bæ“ - Pétur Jóhann, Steinn Ármann, Bjarni töframaður, Sveppi, Steini sleggja, Hemmi Gunn og Ómar Ragnarsson, svo ein- hverjir séu nefndir. „Ég vil þakka ömmu minni fyrir þennan árangur,“ segir Eyþór Ingi. Hann er ekki óvan- ur keppnum í fjölmiðlum og sigraði í Band- inu hans Bubba sem kunnugt er. „Amma setti Ladda-plötu á fóninn þegar ég var smábarn. Laddi er búinn að vera í uppáhaldi síðan. Þetta varð meira að segja svo slæmt að það voru keyptar teiknimyndir ef ég vissi að hann var að lesa inn á þær.“ Eyþór er enn forfallinn Ladda- maður og á stórt safn. Hann veit ekki alveg hvaða Ladda-gaurar munu birtast á föstudaginn. „Ég hef aldrei undirbúið mig fyrir þetta. Ég man bara eftir ein- hverjum karakterum og prófa þá. Ég hef fíflast með nokkra áður og veit að ég næ þeim ágætlega.“ Eyþór segist ekkert stressaður fyrir keppn- ina – „en ég er þó skíthræddur við andstæðing- inn!“ Guðmundur ber sig vel: „Eyþór er nokkuð góður, þetta verður hörkukeppni. Ég fer engar nýjar leiðir enda kann ekki góðri lukku að stýra að breyta út af vananum. Þórður húsvörður og yfirstrumpur eru þeir tveir sem mér finnst auð- veldast að taka,“ segir hann. Guðmundur vinn- ur í verkstæðismóttökunni hjá Bílabúð Benna. Hann sér ekki fram á frekari afrek í skemmt- anabransanum þrátt fyrir gott gengi í Laddan- um. „Ég er bara að herma eftir skemmtikrafti Besti Laddinn krýndur á föstudag en er nú ekki beinlínis skemmtikraftur sjálf- ur!“ Litla hafmeyjan hefst kl. 19.30 á föstudags- kvöld en úrslit Laddans um hálftíma síðar. Allar keppnir hafa verið teknar upp á mynd- band og er hægt að sjá afraksturinn á Youtube. com með því að leita eftir „Laddinn“. drgunni@frettabladid.is Fyrrverandi Playboy-fyrirsæt- an og kærasta Hughs Hefner, Holly Madison, og rokkarinn Benji Madden eru nýjasta parið í Hollywood. Benji er tvíbura- bróðir Joels Madden, eiginmanns Nicole Richie, og miðað við að hann átti áður í sambandi við hót- elerfingjann Paris Hilton er ekki að furða að hann hafi fallið fyrir Holly. Holly viðurkenndi á Twitter- síðu sinni að hún væri hrifin af rokkaranum. „Það mætti segja að ég væri að hanga með ein- hverjum sem ég er skotin í. Benji er einhver sem ég er skotin í... eins og er.“ skrifaði hún. Einnig sást til parsins fyrir stuttu á veit- ingastað þar sem þau létu vel að hvort öðru. „Það var greinilega eitthvað á milli þeirra. Benji hélt utan um mittið á henni og hún hékk í handleggn- um á honum. Þau hlógu og döðruðu allan tím- ann.“ Hrifnæm kanína SKOTIN Holly Madison viðurkennir að hún sé skotin í Benji Madden. Söngvari hljómsveitarinnar Weezer, Richard Cuomo, slasaðist nokkuð eftir að rúta hljómsveit- arinnar rann til á hálkubletti og endaði ofan í skurði. Söngvar- inn var fluttur á sjúkrahús eftir að hann hafði kvartað undan verkjum í brjósti og rifbeinum. Eiginkona hans og tveggja ára dóttir voru einnig farþegar í rút- unni en sluppu báðar ómeidd- ar. Hljómsveitin var á leið heim til New York eftir að hafa komið fram á hljómleikum í Toronto í Kanada. Slasaðist í árekstri ÁREKSTUR Rúta hljómsveitarinnar Weez- er ók út af í hálku. Annað kvöld, föstudagskvöldið 11. desember, munu þrjár af bestu tónleikasveitum Íslands heiðra íbúa Reykjanesbæjar með nær- veru sinni. Hljómsveitirnar Kim- ono, Morðingjarnir og Bárujárn ætla þá að leika á eðalbúllunni Paddy’s. Ókeypis er inn á tónleik- ana og hefjast þeir stundvíslega klukkan 23.30. Allar sveitirnar sendu frá sér plötu á þessu ári. Kimono var að senda frá sér þriðju plötu sína, Easy Music for Difficult People og Morðingjarnir komu með Flóttann mikla en Bárujárn var að senda frá sér sína fyrstu þröngskífu, sem ber nafn sveitarinnar. Tónleikar sveitarinnar eru ekki fyrir við- kvæma. Hægt er að hlusta á tón- list sveitanna á Gogoyoko og þeir sem vilja spara jólagjafainnkaupin geta keypt diskana af böndunum í Paddy‘s með rosalegum afslætti. Morðingjar í Keflavík MORÐINGJARNIR Í Keflavík á morgun. Leikarinn Rupert Everett hvetur unga, samkynhneigða leikara til að halda sig inni í skápnum. Hinn fimmtugi leikari heldur því fram að það hafi eyðilagt frama hans að koma út úr skápnum því síðan þá hafi hann aðeins fengið aukahlutverk í kvikmyndum og aldrei aðalhlutverkið. „Það er ekki ráðlegt. Þetta er aldrei auðvelt og ég mundi aldrei ráðleggja neinum leikara að koma út úr skápnum. Staðreyndin er einfaldlega sú að það gengur ekki upp að vera ungur samkynhneigður leikari sem ætlar sér að komast áfram í kvikmyndaiðnaðinum.“ Þrátt fyrir þessi orð segist Everett trúa því að hann sé hamingju- samari en þær stórstjörnur sem enn húka inni í skápn- um af ótta við að missa vinnuna. „Ég held að ég sé líklega ham- ingjusamari en þeir. Ég er ekki jafn ríkur en ég get þó verið ég sjálfur.“ Verið inni í skápnum EKKI KOMA ÚT Rupert Everett segir það hafa slæm áhrif á feril leikara komi þeir út úr skápnum. Leikkonan Jennifer Gar- ner prýðir forsíðu jan- úarheftis tíma- ritsins W og í viðtalinu ræðir hún um hjóna- band sitt og leikarans Bens Affleck. „Við vorum saman í ár og svo byrjuðum við bara að fjölga okkur. Við hugsuðum með okkur „eignumst barn!“ og átta dögum síðar...“ sagði leikkonan um barneignir þeirra hjóna. Ákváðu að fjölga sér
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.