Fréttablaðið - 10.12.2009, Síða 98

Fréttablaðið - 10.12.2009, Síða 98
78 10. desember 2009 FIMMTUDAGUR ÍÞRÓTTIR Það hefur vakið eftirtekt að Valur hefur leikið í auglýsinga- lausum búningum í N1-deild karla og kvenna í handbolta nú í haust. Aðalstyrktaraðili félagsins undan- farin ár, Frjálsi fjárfestingabank- inn, var tekinn til slita í júní síð- astliðnum. Stefán Karlsson, framkvæmda- stjóri Vals, sagði við Fréttablaðið í gær að Valur hefði á sínum tíma gert samning við Frjálsa fjárfest- ingarbankann sem gilti til 2011. „Við höfum því gert kröfu til slitastjórnar bankans og á meðan það ferli er í gangi höfum við ekki viljað setja aðra auglýsingu á bún- ingana,“ segir Stefán. „En við erum vissulega að skoða þessi mál á hverjum degi og hvaða lausnir standa mögulega til boða.“ Stefán segir að Valsmenn séu í stöðugum samskiptum við slita- stjórn bankans og hugsanlega nýja styrktaraðila til að finna lausn á málinu. „Enda er þetta mikið hagsmunamál fyrir okkur að finna lausn á þessu máli því styrktaraðilar spila stórt hlutverk fyrir íslensk íþróttafélög. Lands- lagið er þó allt annað síðan hrunið varð og styrktarsamningar eins og þessi hafa breyst mjög mikið. Við djöflumst þó áfram eins og önnur íþróttafélög.“ - esá Valsmenn spila í auglýsingalausum búningum eftir bankahrunið: Með kröfu í bú styrktaraðilans ENGIN AUGLÝSING Rebekka Skúladóttir í leik með Val í N1-deild kvenna í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Iceland Express-d. kvenna Snæfell - Haukar 63-77 (30-45) Stig Snæfells: Gunnhildur Gunnarsdóttir 19, Björg Guðrún Einarsdóttir 10, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 9, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 6, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 5, Sara Sædal Andrésdóttir 4, Rósa Indriðadóttir 4, Hildur Björg Kjartansdóttir 3, Ellen Alfa Högnadóttir 3. Stig Hauka: Heather Ezell 32, Guðrún Ósk Ámundardóttir 14, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 12, Helena Brynja Hólm 8, Kristín Fjóla Reynis- dóttir 6, Auður Íris Ólafsdóttir 3, Margrét Rósa Hálfdánardótir 2. Meistaradeild Evrópu E-RIÐILL Lyon - Debrecen 4-0 1-0 Bafetimbi Gomis (25.), 2-0 Michel Bastos (45.), 3-0 M. Pjanic (59.), 4-0 A. Cissokho (77.) Liverpool - Fiorentina 1-2 1-0 Yossi Benayoun (43.), 1-1 Martin Jörgensen (63.), 1-2 Alberto Gilardino (92.) STAÐAN Fiorentina 6 5 0 1 14-7 15 Lyon 6 4 1 1 12-3 13 Liverpool 6 2 1 3 5-7 7 Debrecen 6 0 0 6 5-19 0 F-RIÐILL Dynamo Kiev - Barcelona 1-2 1-0 Artem Milevski (2.), 1-1 Xavi (33.), 1-2 Lionel Messi (86.) Inter - Rubin Kazan 2-0 1-0 Samuel Eto’o (30.), 2-0 Mario Balotelli (63.). STAÐAN Barcelona 6 3 2 1 7-3 11 Inter 6 2 3 1 7-6 9 Rubin Kazan 6 1 3 2 4-7 6 Dynamo Kiev 6 1 2 3 7-9 5 G-RIÐILL Sevilla - Rangers 1-0 1-0 Frederic Kanoute, víti (8.). Stuttgart - Unirea Urziceni 3-1 1-0 Ciprian Marica (5.), 2-0 Cristian Träsch (8.), 3-0 Pavel Pogrebnyak (11.), 3-1 A. Semedo (46.). STAÐAN Sevilla 6 4 1 1 11-4 13 Stuttgart 6 2 3 1 9-7 9 Unirea 6 2 2 2 8-8 8 Rangers 6 0 2 4 4-13 2 H-RIÐILL Standard Liege - AZ Alkmaar 1-1 0-1 Jermain Lens (42.), 1-1 Sinan Boltat (90.). Olympiakos - Arsenal 1-0 1-0 Leonardo (47.). STAÐAN Arsenal 6 4 1 1 12-5 13 Olympiakos 6 3 1 2 4-5 10 Standard 6 1 2 3 7-9 5 AZ Alkmaar 6 0 4 2 4-7 4 Enska B-deildin Coventry - Newcastle 0-2 Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Coventry og var tekinn af velli á 85. mínútu. Barnsley - Scunthorpe 1-1 Emil Hallfreðsson var á bekknum hjá Barnsley. Sænska úrvalsdeildin Solna - Norrköping 88-92 Helgi Már Magnússon skoraði tíu stig og tók fjögur fráköst fyrir topplið Solna. Norska úrvalsdeildin Fyllingen - Haugaland 32-25 Andri Stefan skoraði fjögur mörk fyrir Fyllingen. Ólafur Haukur Gíslason varði tíu skot í marki H. ÚRSLIT Fyrirtæki á Höfuðborgar svæðinu og Akureyri. Bjóðum upp á örugga og hraða sendingar þjónustu fyrir jólin. Pakkar, bögglar og nafnamerkt blöð. Nánari upplýsingar veiti r Pósthúsið í síma 585-8300 eða á posthusid.is HANDBOLTI Noregur og Rúmen- ía hafa bæði byrjað vel á HM í kvennahandbolta sem fram fer þessa dagana í Kína og nú er ljóst að lið þeirra Þóris Hergeirsson- ar og Florentinu Stanciu, mar- kvarðar Stjörnunnar, mætast í dag í úrslitaleik um sigurinn í C- riðlinum. Þórir þjálfar lið Noregs sem vann sex marka sigur á Ungverja- landi, 25-19, á sama tíma og Rúm- enía, með Florentinu í góðum gír í markinu, burstaði Túnis með sautján mörkum, 39-22. Liðin hafa bæði unnið fyrstu fjóra leiki sína en Rúmenar eru ofar á aðeins betri markatölu. Útlitið var ekkert of bjart hjá norska liðinu um miðjan síðari hálfleik þegar Ungverjar skor- uðu tvö mörk í röð og komust 17- 15 yfir. Stelpurnar hans Þóris fóru þá í gang og tryggðu sér flottan sigur með því að skora fjögur næstu mörk og vinna 17 síðustu mínút- ur leiksins 10-2. Linn Krist- in Riegelhuth skoraði mest fyrir norska liðið, 6 mörk, en besti leik- maður liðsins var markvörðurinn Kat- rine Lunde Harald- sen sem varði 18 skot (49 prósent). Florentina Stanc- iu varði 11 af 21 skoti sem hún fékk á sig á móti Túnis en hún var í byrjunarliði Rúmeníu og spilaði fyrri hálfleikinn sem rúmenska liðið vann 23- 10. Paula Ungureanu, sem er vanalega aðalmarkvörð- ur liðsins, varði 9 af 21 skoti sem kom á hana í síðari hálf- leiknum. Noregur og Rúmenía eru tvö af sex liðum sem hafa unnið fyrstu fjóra leiki sína í keppninni en hin eru Danmörk (A-riðill), Rúss- land (B-riðill) og loks lið Spánar og Suður-Kóreu sem eru saman í D-riðli. - óój Lið Þóris Hergeirssonar og Florentinu í C-riðli á HM í kvennahandbolta í Kína: Keppa um sigurinn í riðlinum 45 PRÓSENT Florentina Stanciu er búin að verja 31 af 69 skotum sem hafa komið á hana á HM. FRÉTTA- BLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Valur staðfesti á heima- síðu sinni í gær að þær Katrín Jónsdóttir fyrirliði og Kristín Ýr Bjarnadóttir hefðu framlengt samninga sína við Val fram á næsta ár. Katrín er einnig fyrir- liði íslenska landsliðsins. Báðar voru í lykilhlutverki hjá Val á síðasta tímabili er liðið varð bæði Íslands- og bikarmeist- ari. Kristín Ýr skoraði 23 mörk í átján leikjum í sumar og varð markahæst í Pepsi-deild kvenna ásamt Rakel Hönnudóttur, Þór/ KA. Katrín skoraði alls átta mörk í átján deildarleikjum í sumar. - esá Gleðitíðindi fyrir Val: Katrín og Krist- ín framlengja FÓTBOLTI Evrópumeistarar Barce- lona tryggðu sér í gær efsta sæti síns riðils með 2-1 sigri á Dynamo Kiev í Úkraínu en síðustu leikirnir í riðlakeppni Meistaradeildar Evr- ópu fóru fram í gær. Auk þess tryggðu Inter, Stutt- gart og Olympiakos sér sæti í sex- tán liða úrslitum keppninnar. Barcelona stillti upp sínu sterk- asta liði í gær enda hafði Pep Guar- diola gefið það út að hann ætlaði liðinu ekkert annað en sigur og þar með efsta sætið í riðlinum. En Evrópumeistararnir lentu í miklum hremmingum strax í upp- hafi leiks. Artem Milievski skoraði þá fyrir heimamenn í Kænugarði með marki beint úr aukaspyrnu. Markið skrifast þó á Victor Valdes, markvörð Barcelona, sem missti boltann undir sig og í markið. Lionel Messi komst svo í gegn- um vörn heimamanna stuttu síðar en nýtti færið illa og lét verja frá sér. Eftir þetta róuðu Börsungar leikinn og tóku öll völd á vell- inum. Svo kom löng sókn á 33. mínútu sem lauk með því að Eric Abidal sendi boltann fyrir markið þar sem Xavi var mætt- ur og skoraði af öryggi af stuttu færi. En þó svo að Barce- lona hafi stýrt leiknum af mikilli færni var Ger- ard Pique stálheppinn að fá ekki rautt spjald þegar hann stöðvaði sókn heimamanna með því að handleika knött- inn. Þetta gerðist undir lok hálfleiksins og hefðu Kænugarðsmenn kom- ist yfir þá hefði það getað breytt miklu um gang leiksins. Pique slapp með áminningu. Síðari hálfleikur var að mestu leyti tíðinda- laus þar til á 86. mínútu. Barce- lona fékk þá aukaspyrnu og gerði töframaðurinn Lionel Messi sér lítið fyrir og skoraði með glæsi- legu skoti, í slána og inn. Jafn- tefli hefði reyndar dugað Barce- lona til sigurs í riðlinum þar sem Inter vann sinn leik. Úrslitin þýða hins vegar að Rubin Kazan kemst áfram í Evrópudeildina á kostnað Dynamo Kiev. Balotelli og Eto’o fóru á kostum Það var einnig mikið undir í hinum leiknum í F-riðli. Inter tók á móti rússnesku meisturunum í Rubin Kazan en stjóri Inter, Jose Mourinho, þótti á hálum ís fyrir leikinn. Þó svo að Inter sé á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar tapaði liðið fyrir Juventus um síðustu helgi og hafa ítalskir fjölmiðlar aukinheldur haldið því fram að hann yrði látinn fjúka hefði Inter mistekist að komast áfram í Meist- aradeildinni. Mourinho gat þó leyft sér að anda léttar á 30. mínútu leiksins er Samuel Eto’o kom Inter yfir með föstu skoti úr vítateig eftir að Mario Balotelli lagði bolt- ann út á hann. Balotelli var svo sjálfur á ferðinni í síðari hálfleik er hann skoraði með þrumuskoti beint úr aukaspyrnu af löngu færi. Þar með innsiglaði hann góðan sigur Inter og bjargaði starfi Mourinho, um stundarsakir að minnsta kosti. Besta byrjunin frá upphafi Í Þýskalandi mættust Stuttgart og rúmenska liðið Unirea Urziceni í hreinum úrslitaleik um hvort liðið myndi fylgja Sevilla í sextán liða úrslitin. Rúmenunum dugði meira að segja jafntefli en snemma var ljóst að Þjóðverjarnir ætluðu að láta mikið af sér kveða. Þeir þýsku skoruðu þrjú mörk á fyrstu ellefu mínútum leiksins og er það met í Meistaradeild- inni - ekkert lið hefur náð þriggja marka forystu svo snemma í leik í Meistaradeildinni. Unirea náði að minnka muninn í upphafi síðari hálfleiks en nær komst liðið ekki. Þess má geta að Markus Babbel var á dögunum rekinn sem stjóri Stuttgart og Christian Gross, fyrrum stjóri Tottenham, ráðinn í hans stað. Það var greinilegt að leikmenn tóku vel í þá breytingu og er liðið komið áfram í næstu umferð. Þýðingarlaust hjá enskum Ensku liðin Liverpool og Arsen- al léku þýðingarlausa leiki í gær. Liverpool var fallið úr leik og tap- aði, 2-1, fyrir Fiorentina á heima- velli. Alberto Gilardino skoraði sigurmark Ítalanna í uppbótar- tíma. Arsenal var þegar búið að tryggja sér sigurinn í sínum riðli og stillti Arsene Wenger yngsta byrjunarliði nokkurs liðs í Meist- aradeildinni frá upphafi er liðið mætti Olympiakos á útivelli og tapaði, 1-0. Dregið verður í sextán liða úrslit á föstudaginn í næstu viku. eirikur@frettabladid.is Barcelona og Inter stóðust prófið Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu lauk í gær. Evrópumeistarar Barcelona tryggðu sér sigur í jöfnum F- riðli þar sem Inter varð í öðru sæti eftir góðan sigur á heimavelli. Liverpool kvaddi keppnina með tapi. MAGNAÐUR XAVI Fagnar hér fyrra marki Barce- lona gegn Dynamo Kiev í gær. NORDIC PHOTOS/AFP MARKAHETJUR Samuel Eto‘o og Mario Balotelli skoruðu mörk Inter í gær. NORDIC PHOTOS/AFP
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.