Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.12.2009, Qupperneq 102

Fréttablaðið - 10.12.2009, Qupperneq 102
82 10. desember 2009 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. berjast, 6. fæddi, 8. vefnaðarvara, 9. kóf, 11. skammstöfun, 12. tjón, 14. æxlunarfæri blóms, 16. sjó, 17. dorma, 18. gröm, 20. tveir eins, 21. tegund. LÓÐRÉTT 1. drykkur, 3. tveir eins, 4. ef til vill, 5. for, 7. endurbæta, 10. fley, 13. fugl, 15. veiði, 16. sæti, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. etja, 6. ól, 8. tau, 9. kaf, 11. fr, 12. ógagn, 14. fræva, 16. sæ, 17. sef, 18. erg, 20. ll, 21. tagi. LÓÐRÉTT: 1. kókó, 3. tt, 4. jafnvel, 5. aur, 7. lagfæra, 10. far, 13. gæs, 15. afli, 16. set, 19. gg. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Leki á drögum að samkomulagi um samdrátt í losun koltvísýrings. 2 Þau eru svipuð og verðmæti þorskútflutnings fyrstu níu mánuði ársins, 57,5 milljarðar króna. 3 Í fjárlaganefnd Alþingis. Frétt Fréttablaðsins um að ofurstjarnan Kylie Minogue hefði samið við íslenska tískumerkið Gyðju vakti mikla athygli á dögunum. Nú heyrist að Sigrún Lilja Guðjóns- dóttir, hönnuður og framkvæmda- stjóri Gyðju, og eiginmaður hafi fengið boð frá sjálfum Sir Elton John um að mæta á árlegt vetrar- ball hans í London. Stærstu stjörn- ur heims mæta á ballið – David og Victoria Beckham láta sig til dæmis aldrei vanta og breska konungsfjöl- skyldan er á meðal heiðursgesta. Sigrún verður hins vegar að hafna boði Eltons þar sem hún kynnir nýja línu í Kringlunni á laugar- daginn. Sérstakt Hollywood- þema verður á kynn- ingunni og gestir myndaðir á rauða dreglinum. Loks tekur Edda Heiðrún Backman við styrktarsamningi frá Gyðju og Steinari Waage fyrir hönd átaksins Á rás fyrir Grensás. Auglýsingatextar eru misjafnir, en þegar þeir eru sérstaklega skemmtilegir vekja þeir athygli. Bæklingur Tiger-verslananna þykir óvenjuskemmtilegur en ástæðan fyrir því er einföld: Rithöfundur- inn og lífskúnstnerinn Auður Haraldsdóttir sér um að skrifa í hann og leysir það með glans. - afb FÓLK Í FRÉTTUM Fyrirtækið Hljóðbók.is hefur tekið upp á þeirri nýjung að hljóðskreyta þrjár hljóðbækur sem gefnar verða út fyrir jólin. Hljóðskreyttu bæk- urnar þrjár eru Útkall við Látra- bjarg eftir Óttar Sveinsson, Kaf- bátasaga eftir Örnólf Thorlacius og Pétur poppari eftir Kristján Hreins- son. „Við notum hljóðeffekta til að auka áhrif sögunnar. Í upphafi bók- arinnar Útkall við Látrabjarg heyr- ist brimrót og hvernig sjómennirn- ir berjast fyrir lífi sínu og eykur þetta áhrifamátt frásagnarinnar. Kafbátasaga er skreytt með ýmsum kafbátahljóðum og ævisaga Péturs poppara er hljóðskreytt með tónd- æmum frá hljómsveitum Péturs,“ útskýrir Gísli Helgason, annar eig- andi Hljóðbókar.is. Fyrsta hljóðskreytta bókin, Flóttinn frá Heimaey, kom út í fyrra og að sögn Gísla voru viðtök- urnar það góðar að ákveðið var að gefa út fleiri hljóðskreyttar bækur nú í ár. „Viðbrögðin hafa verið góð og fólk hefur sagt við okkur að það hafi farið hrollur um það þegar það hlustaði til dæmis á Útkallið við Látrabjarg.“ Gísli segir hljóðbækurnar vera fyrir alla þá sem hafa gaman af því að hlusta á góða sögu og segir fólk hlusta á sögurnar í bílnum, líkams- ræktinni og heima hjá sér. „Sumir hlusta á sögurnar fyrir svefn og finnst gott að sofna út frá lestrinum þannig að hljóðbækurnar er hægt að nota við öll tækifæri,“ segir hann. Hljóðbækurnar fást í flestum bókabúðum auk þess sem hægt er að panta þær á heimasíðunni www. hljodbok.is. - sm Áhrifamiklar hljóðbækur Fjölmiðlakonan Ragnhildur Magnúsdóttir hefur fengið handritsstyrk frá Kvikmynda- sjóði Íslands vegna heimildarmyndarinnar Fíkill. „Ég fékk lítinn, sætan handritsstyrk í sumar og var að dútla mér við þetta en hug- myndin var búin að veltast um í hausnum á mér lengi,“ segir Ragnhildur. Myndin fjall- ar á óhefðbundinn hátt um nokkra einstakl- inga sem áttu við fíkniefnavanda að stríða en náðu að snúa lífi sínu við. Áður hefur Ragn- hildur búið til heimildarmyndina From Oak- land to Iceland sem fékk fínar viðtökur. Hún fjallar um ferðalag plötusnúðsins Dj Platurn, bróður Ragnhildar, til Íslands eftir 25 ára búsetu í Bandaríkjunum. „Ólíkt fyrstu mynd- inni þá ætla ég ekki að framkvæma þessa mynd fyrr en ég fæ framleiðslustyrk. Ég er búin að gera mynd með engum styrkjum. Það var frábær reynsla og ég lærði ofboðslega mikið af því en ég ætla að gera þetta í réttri röð ef ég ætla að gera þetta aftur,“ segir Ragnhildur. Vegferð From Oakland to Iceland er ekki lokið. Myndin hefur verið sýnd á MTV-vef Skandinavíu, í Kanada og á Íslandi og nú er plakatið sem var gert fyrir myndina ofarlega á lista í nýrri íslenskri könnun yfir bestu bíó- myndaplaköt áratugarins. „Þetta kom mér mjög mikið á óvart því það vita flestir að þessi mynd var gerð fyrir mjög lítinn pening og fjármagnið fyrir plakatið var líka lítið,“ segir Ragnhildur, sem átti hugmyndina að plakatinu. Þórdís Claessen annaðist síðan grafíska hönnun þess. Ragnhildur hætti sem útvarpskona á Bylgjunni í október eftir nokkurra ára starf. „Ég fór í stutt endurhæfingarfrí vegna bíl- slysameiðsla en sagði upp verktakasamningi mínum við Bylgjuna í kjölfarið. Ég fann að mig langaði ekki aftur í akkúrat þetta starf þegar ég fer aftur að vinna. Það var bara kominn tími á breytingar.“ - fb Ragnhildur gerir mynd um fíkla RAGNHILDUR MAGNÚSDÓTTIR Fjölmiðlakonan hefur fengið handritsstyrk vegna heimildarmyndarinnar Fíkill. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÁHRIFARÍK FRÁSÖGN Gísli Helgason, eigandi Hljóðvinnslunar, gefur út hljóð- skreyttar hljóðbækur fyrir jólin. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfið Blaðberinn... „Ég hlusta mest á músík í skriftörnum og fer þá úr einu í annað. A Night in Tunisia með Charlie Parker og Dizzy Gillespie, Zombie með Fela Kuti, Paper Planes með MIA og Imm- igrant Song með Led Zeppelin eru til dæmis fjórar plötur sem hafa verið í gangi.“ Þórarinn Leifsson rithöfundur. Saga Film hefur tryggt sér kvik- myndaréttinn að bók Stefáns Mána, Ódáðahraun. Samning- urinn er til átján mánaða og því greinilegt að framleiðslufyrir- tækið ætlar að setja nokkurn kraft í þetta verkefni. Ragnar Agnarsson mun leikstýra mynd- inni en Ragnar og Stefán munu að öllum líkindum einnig skrifa handritið. Þetta er þriðja bók Stefáns sem er seld á þennan hátt, ZikZak á réttinn að Skip- inu og Svartur á leik ásamt Film- us. „Við skrifuðum undir í dag og erum mjög spenntir, þetta er bara fyrsta skrefið af mörgum en von- andi verða þau fleiri,“ segir Ragn- ar í samtali við Fréttablaðið. Ragnar segist fyrst hafa heillast af myndrænum texta Stef- áns, söguþráður bókarinnar sé pottþéttur og svo séu persónurn- ar forvitnilegar. „ Aðalpersónan, Óðinn, er alveg ferlega skemmti- legur, karakter sem ákveður níu ára gamall að verða glæpamaður, það er svolítið ný sýn. Svo dreg- ur bókin ekkert undan í lýsingum sínum á ofbeldinu,“ segir Ragnar en ef af líkum lætur verður þetta fyrsta kvikmyndin hans í fullri lengd. „Ég hef verið að gera mikið af auglýsingum og svo er ég nýbú- inn að klára eina stuttmynd og er með aðra í vinnslu.“ Stefán Máni var að vonum ánægður með samninginn og var glaður með hversu mikinn kraft Saga Film ætli að setja í myndina. „Það er samið til átján mánaða með möguleika á framlengingu en þeir eru brattir og það væri gaman ef þetta gengi allt saman eftir á þessu tempói,“ segir Stef- án. Eins og áður segir eru tvær aðrar kvikmyndir á teikniborð- inu hjá íslenskum framleiðslufyr- irtækjum eftir bókum Stefáns og rithöfundurinn hefur varla mátt stinga niður penna án þess að kvikmyndafyrirtækin séu kom- inn í símann. Samlíkingin við Dan Brown, bandaríska metsölu- rithöfundinn er því einhvern veg- inn óhjákvæmileg en hann virð- ist vera í svipuðum sporum. „Ég er miklu gæfulegri en hann, ég er svona Dan Brown með sál,“ segir Stefán og hlær. Og höfund- urinn er alveg með það á hreinu hver ætti að leika aðalhlutverkið í myndinni. „Draumurinn er að fá Ólaf Darra. Hann er valkostur númer eitt enda myndi hann rúlla þessu upp.“ freyrgigja@frettabladid.is STEFÁN MÁNI: ER DAN BROWN MEÐ SÁL Saga Film kaupir Ódáðahraun Stefáns FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N ÞRJÚ NÚLL Saga Film hefur keypt kvikmyndaréttinn að Ódáðahrauni Stefáns Mána en þetta er þriðja bók höfundarins sem fer þessa leið. Kvikmynda- rétturinn að bæði Skipinu og Svörtum á leik hafa verið seldar. Stefán vill sjá Ólaf Darra í aðalhlut- verkinu í Ódáðahrauni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.