Fréttablaðið - 19.12.2009, Page 64

Fréttablaðið - 19.12.2009, Page 64
2 matur A Aðal-réttur M Með- læti Til hátíða- brigða Annað kjöt en fuglakjöt E Eftir-réttur KökurSætindi F For-réttur Fugla- kjöt Hvunndags/til hátíðabrigða Hollt Fiskur Græn- meti Mikil stemn-ing er á aðventunni hjá Lilju Guðrúnu Sæþórsdóttur og fjölskyldu hennar. „Ég er mikið jóla- barn og í desembermánuði ríkir sér- stök hátíðarstemning hjá fjölskyld- unni. Það eru ekki aðeins jólin sem eru haldin hátíðleg heldur eigum við tvö systkinin af fjórum afmæli í mánuðinum, ég þann 5. desember og bróðir minn 24. desember,“ segir hún og brosir. Stórfjölskyldan á margar skemmti- legar samverustundir á aðventunni. „Við mamma bökum saman smákök- ur eins og bóndakökur og mömmu- kökur og svo gerum við hveitikök- urnar ásamt pabba. Það er vestfirsk hefð en uppskriftina að hveitikökun- um fékk mamma hjá konu sem ég er skírð í höfuðið á. Hún bjó við hlið- ina á foreldrum mínum á Flateyri og reyndist þeim mjög vel. Nú steikjum við kökurnar á pönnukökupönnu en áður fyrr voru þær steiktar á eld- húshellunni sjálfri,“ segir Lilja, sem vill halda við gömlum hefðum. „Þá má ekki gleyma skötunni sem bróðir minn eldar á Þorláksmessu og mér finnst raunverulega hringja jólin inn.“ - uhj HÚRRA FYRIR HANGIKJÖTI Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar SKÝRINGAR Á UPPSKRIFTATÁKNUM: KVOSIN Í MIÐBORGINNI matur kemur út mánaðarlega með laugardagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Roald Eyvindsson og Sólveig Gísladóttir Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Stefán Karlsson Pennar: Gunnþóra Gunnarsdóttir, Kjartan Guðmundsson, Níels Gíslason, Vera Einarsdóttir og Unnur H. Jóhannsdóttir Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is Sá matarsmekkur sem mótast í æsku fylgir okkur yfirleitt til fullorð-insára, þannig að það sem okkur þykir ljúffengt þegar við erum lítil verður ávallt í uppáhaldi þótt við kynnumst öðru enn betra síðar. Hátíðamatur í mínu ungdæmi var hangikjöt. Þess vegna er bragðið af því enn með því besta sem ég fæ. Með fullri virðingu fyrir rjúpum og reyktu svíni, kalkúnum og hnetusteik þá finnst mér hangikjöt ómissandi á jólunum og svo hygg ég sé um fleiri. Fullyrða má að enginn einn rétt- ur hafi glatt jafnmarga Íslendinga gegnum tíðina og hangikjöt, enginn verið nefndur eins oft í endurminningaskrifum og enginn náð að skapa almennari jólailm á íslenskum heimilum til sjávar og sveita. Ástæðan er auðvitað fyrst og fremst sú – og það viðurkenni ég fúslega – að gegnum aldirnar höfðum við Íslendingar takmörkuð tækifæri til að geyma mat. Reyking var því einn af fáum kostum. En hún er líka snilldarlausn. Það hefði átt að aðla þann sem fann upp aðferðina. Ég ólst upp í sveit og þar var eitt af haustverkunum reyking hangi- kjöts. Hvert heimili hafði sinn reykkofa úr torfi og grjóti, þar sem upp voru hengd heilu sauðakrofin, ásamt smærri bitum, svo sem bringukoll- um, bógum og lærum. Grjúpán hengu þar líka, er voru í öðrum héruðum kölluð sperðlar en þekkjast nú orðið undir heitinu bjúgu um allt land. Í endaðan október og fram eftir nóvember lagði indælan ilm frá reyk- kofunum, hann barst um hlöðin og milli bæja og bar í sér loforð um ljúf- fengar máltíðir á hátíðum og tyllidögum. Líka þegar góða gesti bæri að garði. Enn bregður þessari angan fyrir vit mín þegar ég ek um sveitir landsins á áliðnu hausti og þá gríp ég tækifærið og teyga hana að mér. Það er viss kúnst að verka hangikjöt, salta það mátulega mikið, kveikja hæfilega oft upp undir því og með réttu millibili. Móðir mín var lagin við þetta. Fram eftir minni ævi var enginn frystir í sveitinni og því þurfti kjötið að vera það mikið reykt að það geymdist árið, uppihang- andi í þurrum og dimmum kofa. Þannig verkað var það líka gott hrátt og við krakkarnir fengum gjarnan sneið af því áður en það fór í pottinn. Jólahangikjötið var alltaf soðið á Þorláksmessu og mikið af því. Svo var það snætt dagana sem í hönd fóru, ásamt fleiru. Kart- öflur og uppstúf var ómissandi með. Enn kemst ég í hátíðarskap þegar hangikjöt er borið á borð því eins og einn viðmælandi minn í jólablaðinu orðaði það svo skemmtilega, þó um aðra tegund gilti – það er æskubragð af því. Gleðileg jól! Fyrirtækið Kvosin hefur opnað matvöru- markað og bakarí við Ingólfstorg þar sem Morgunblaðið og Tryggingamiðstöðin voru áður til húsa. Verslunin býður upp á almenna matvöru með sérstaka áherslu á ferskmeti, grænmeti, ávexti og ýmsar gerðir af fljótlegum skyndiréttum. Í bak- aríinu er boðið upp á heita og kalda brauð- rétti, rúnstykki, sætabrauð og margt fleira. „Við leggjum mikið upp úr því að hafa allt nýbakað,“ segir Hafsteinn Häsl- er, sem á og rekur fyrirtækið ásamt Þórði Bachmann. „Hér er sælgæti, kaffidrykkir og girnilegar samlokur,“ bendir hann á og bætir við að einnig séu hollar súpur í boði fyrir þá sem vilja huga að línunum. Ferskt í fyrirrúmi 1 kg hveiti 75-100 g sykur 20 g smjörlíki 1 egg 6 tsk. lyftiduft 1 tsk. salt 5-6 dl súr- mjólk 6 soðnar kartöflur, stappaðar Blandið öllu saman, hnoðið og fletjið deigið út. Skerið út kökur úr deiginu á stærð við pönnukökupönnu, sumum finnst gott að nota lítinn mat- ardisk til þess eða pottlok. Bakið kökurnar við meðalhita á pönnukökupönnu. Smyrjið kökurnar til dæmis með smjöri og setjið á álegg eins og hangikjöt eða lax og skerið síðan kökuna í minni sneiðar. VESTFIRSKAR HVEITIKÖKUR Gömul sál heldur Lilja ásamt syni sínum sem finnst gaman að jólaundirbúningi fjölskyldunnar. Í GAMLAR HEFÐIR Sérstök hátíðarstemning ríkir hjá Lilju Sæþórsdóttur og fjölskyldu í desember, því utan jólahalds hefur fjölskyldan ærna ástæðu til að gleðjast yfir ýmsum tilefnum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Hveitikökurnar eru gómsætar með hangikjöti, en ekki síður með öðrum áleggstegundum eins og laxi. Fæst í flestum matvöruverslunum Fáðu þér hollan og góðan jóladrykk. Hollur, sykurlaus og lífrænn gosdrykkur. Engiferöl Gott á jólunum!
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.