Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.12.2009, Qupperneq 68

Fréttablaðið - 19.12.2009, Qupperneq 68
6 matur Ég fékk upp-skriftina upphaflega úr einhverjum pésa sem var sendur í hús fyrir jólin,“ segir Mar- grét Kjartansdóttir, sem varð strax hrifin af hugmyndinni um eina stóra söru í stað þeirra litlu sem mikið umstang er að gera. „Ég gerði tertuna strax og hætti alveg að búa til litlu sörurnar sem ég hafði áður gert á hverju ári,“ segir hún og bætir við að ólíkt þægilegra og skemmtilegra sé að búa til stóru söruna. Tertan er langt frá því að vera hvunndagsleg og býr Margrét hana til við hátíðleg tækifæri á við fermingarveislur, brúðkaup og fjölskylduveislur. „Ég hef stundum bakað hana fyrir sjálfa mig en þá set ég aðeins á einn botn og gef hinn vinkonu minni sem á afmæli milli jóla og nýárs,“ segir hún. Margrét hefur bakað mikið í gegnum tíðina en gerir ekki jafn mikið af því þessa dagana. „Það var alltaf bakað á fimmtudögum á mínu æskuheimili á Ísafirði enda þurfti að laga margar máltíðir á dag. Það var morgunmatur, tíu- kaffi, hádegismatur, hálffjögur- kaffi, kvöldmatur og tíukaffi um kvöldið,“ segir hún og hlær. „Þegar maður fór að læra mat- reiðslu í kjallaranum í húsmæðra- skólanum var maður fenginn til að hjálpa til við baksturinn,“ segir hún. En hvað var bakað? „Við bök- uðum jólakökur, brúnkökur, vínar- brauð, snúða og ýmislegt annað. Það varð líka alltaf að vera til kaffibrauð ef gesti bar að garði.“ - sg Síðustu ár hefur fólk í síauknum mæli verið duglegt við að finna upp á einhverju heimagerðu til að gefa í jólagjafir og sýna sumir ótrúlega hugmyndaauðgi í þeim efnum. Þar á meðal er vinsælt að gefa alls kyns heimagert góðgæti, svo sem konfekt, rauðkál og fleira í þeim dúr. Önnur og ekki síðri hugmynd er svo að gefa hreinlega uppskrift að einhverju lost- æti, hugsanlega í einfaldari kantinum, sem hægt er að útbúa um jólin og láta svo hráefnin fylgja með í fallegum krukkum. FYRIRTAKS GJAFAHUGMYND Sykursæt stór sara Jólalegt er um að litast á heimili Margrétar og stóra sara setur punktinn yfir i-ið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BOTNAR 6 eggjahvítur 400 g flórsykur 400 g möndlur (heilar með hýði) Þeytið hvítur og sykur vel stíft. Blandið möluðum möndlum saman við með sleikju. Bakið í 2 botnum við 150° í 1 klst. Kælt. KREM 2 1/4 dl sykur 1 1/2 dl kaffi (flestir nota vatn en kaffi gefur meira bragð) 6 eggjarauður 390 g ósaltað smjör (við stofuhita) 2 1/2 msk. kakóduft Sjóðið saman sykur og kaffi (vatn) þar til þykknar. Þeytið eggjarauður vel og hellið syk- urleginum saman við í mjórri bunu. Þeytið vel og kælið aðeins. Hrærið linu smjörinu saman við smátt og smátt. Síðan er kakó hrært í. Smyrjið hluta af kreminu milli botnanna og afganginum ofan á og á hliðarnar. Kælið vel. HJÚPUR 250 g suðusúkkulaði saxað 3/4 bolli rjómi 3 msk síróp Hitið rjóma og síróp að suðu og hellið yfir súkkulaðið. Hellið hjúpnum yfir kökuna. Kælið. Einnig er hægt að gera tvær einfaldar kökur. Mjög góð kaka til að eiga í frysti. STÓRA SARA E TIL HÁTÍÐABRIGÐA Á æskuheimili Margrétar Kjartansdóttur var bakað á hverjum fimmtudegi. Þær kökur voru þó ólíkt hversdagslegri en saran sem hún bakar við hátíðleg tækifæri. Nammi namm!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.