Fréttablaðið - 19.12.2009, Page 70
8 matur
Það sem gerir þessa steik alveg einstaklega gómsæta er meðal annars kryddlögur-
inn, jólakryddið, það er kanillinn,
kardimommurnar
og rósapiparinn,
sem gæsin er
látin liggja í
í sólarhring
áður en
hún er
elduð,“
segir
Stefán Ingi
Svansson, mat-
reiðslumaður í Veislu-
turninum 19. hæð, um uppskrift
að reyktri gæsabringu með blá-
berja-vinaigrette og karamell-
uðum eplum. Eplin og bláberja-
vinaigrettið segir hann henta
einstaklega vel með gæsinni þar
sem alltaf fari vel á að hafa sæt-
indi með villibráð.
Stefán segir eldamennskuna
langt í frá flókna, auk þess sem
gæsabringuna sé hæglega hægt að
hafa hvort heldur sem er í for- eða
aðalrétt eða eftir því hvað
menn kjósa. „Ef
gæsin er
höfð í for-
rétt þá er
hún sneidd
þunn, gefin
köld og er
þá fín fyrir
fjóra. Eigi að
hafa hana í
aðalrétt hent-
ar hún tveim-
ur, sem fá þá hvor sína bringuna,
hún er höfð heit og gott að bæta við
rótargrænmeti.“ - rve
Stefán segir að gæsina megi hafa annað
hvort í for- eða aðalrétt.
REYKT GÆSABRINGA
2 stk. gæsabringa
500 ml vatn
10 g nitritsalt
10 g salt
5 stk. negulnaglar
2 stk. kanilstangir
5 stk. kardimommur, heilar
10 korn rósapipar
30 g reyksag
Blandið öllu kryddinu saman,
setjið í vatn og sjóðið í 5 mínút-
ur. Kælið vel. Hreinsið gæsa-
bringur og leggið í kryddlög.
Geymið í kæli í sólarhring. Setj-
ið sag í sagpott með loki (eða
annars konar lítinn pott) og
kveikið undir, helst á útigrilli.
Eldið bringur í 15 mínútur á
útigrilli við meðalhita. Skerið
niður í þunnar sneiðar ef um
forrétt er að ræða, annars
ekki.
BLÁBERJA-VINAIGRETTE
3 msk. bláberjasulta
2 msk. dion-sinnep
1 msk. sérríedik
1 msk. hunang
1 tsk. pipar, gróf-
malaður
Blandið öllu saman
í matvinnsluvél og
maukið vel saman.
KARAMELLUÐ EPLI
1 stk. grænt epli
50 g sykur
10 g smjör
3 msk. rjómi
Blandið saman sykri, smjöri
og rjóma á pönnu svo úr verði
karamellublanda, skerið epli í
litla teninga og setjið út í syk-
urinn. Eldið í tvær mínútur.
Berið fram á salat-
blöðum, með fersk-
um jarðarberjum,
bláberjum og ristuð-
um valhnetum.
VILLIBRÁÐARVEISLA
GÆSABRINGA
Stefán Ingi Svansson matreiðslumaður mælir með reyktri gæsabringu, bláberja-
vinaigrette og karamelluðum eplum í jólamatinn. Gæsina segir hann tiltölulega
einfalt að elda auk þess sem hægt sé að hafa hana hvort sem er í for- eða aðalrétt.
A F M
Stefán segir gæsina einstaklega góða á
bragðið og ekki skemmi fyrir að hafa með
henni bláberja-vinaigrette og karamelluð epli.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
Jólakrydduð
Fagor þvottavél
1400 snúninga þeytivinda. 6 kg hleðsla.
Tímaseinkun. Stillanleg vinda. 32 cm hurðarop.
89.900
Fagor þvottavél
Reykjavík . Skútuvogi 1 . Sími 562 4011
Akureyri . Draupnisgata 2 . Sími 460 0800
Reyðarfjörður . Nesbraut 9 . Sími 470 2020
Reykjanesbær . Hafnargata 52 . Sími 420 7200
Þeytivinda Jólatilboð
Verð kr. 99.900
Söluaðilar.: Járn og gler hf - Garðheimar - Húsasmiðjan - Búsáhöld
Kringlunni - Pottar og Prik Akureyri. www.weber.is
Frábært úrval af gjafavörum frá Weber