Fréttablaðið - 19.12.2009, Síða 72
10 matur
Síðustu fimmt-án ár höfum við haft þann
hátt á að borða ind-
verskan hátíðarmat
á gamlársdag sem
pabbi minn undirbýr af kostgæfni
og svo endar þetta í svakalegum
veisluhöldum,“ segir Drífa. „Það
fara alveg tveir dagar í undirbún-
ing í þetta hjá honum og útkoman
er vægast sagt góð en bragðsterk,
þar sem pabbi passar sig alltaf á
því að hafa minnst 30 hvítlauks-
geira með matnum. Við systurn-
ar stöndum reyndar í þeirri trú
að hann geri þetta nú bara til að
halda karlpeningnum í burtu frá
okkur,“ segir hún hlæjandi og
bætir við að indverski rétturinn
sé afar góð tilbreyting frá hinum
hefðbundna íslenska, þunga
hátíðarmat.
Fjölskylda Drífu er öll á kafi í
eldamennsku og flestir meðlim-
ir hennar gefnir fyrir framandi
mat. „Pabbi og mamma eru bæði
ástríðukokkar, pabbi er náttúrlega
potturinn og pannan í fyrrgreind-
um veisluhöldum og við systurn-
ar allar þrjár líka,“ segir Drífa og
afhendir blaðamanni uppskrift að
einföldum og ódýrum indverskum
rétti, það er tandoori-kjúklingi
með ávaxtasósu, sem hún segir til-
valda fyrir þá sem vilja prófa eitt-
hvað öðruvísi um jól eða gamlárs-
kvöld. - rve
Indverskt lostæti
Drífa Aðalsteinsdóttir og fjölskylda hennar halda upp á jólin með hefðbundnum
hætti. Gamlársdagur er með óvenjulegra móti því þá er indversk veisla borin á
borð sem er góð tilbreyting að hennar mati.
Mango
Chutney er
notað í sósuna
og og Pataks
Tandoori Taste
í kjúklinginn.
TANDOORI-KJÚKLINGUR,
NAAN-BRAUÐ OG GRÁÐOSTASÓSA
Fyrir 4
TANDOORI-KJÚKLINGUR
MEÐ GRÁÐAOSTASÓSU
4-5 kjúklingabringur
1 dós jógúrt án ávaxta
(hrein jógúrt)
3 tsk. Pataks Tandoori Paste
1 laukur
Kóríander til skreytingar
Snöggsteikjið laukinn. Bland-
ið saman jógúrti og Tandoori
paste. Setjið laukinn neðst í
eldfast mót. Skerið bringur í
ca þrjá hluta og setjið ofan á
laukinn. Efst kemur svo Tand-
oori-sósan. Bakið við 200
gráður í 45 mínútur.
NAAN-BRAUÐ MEÐ
BÓNDABRIE
6 lítil naan-brauð með hvít-
lauk og kóríander
6 msk. mango chutney
Klettasalat
Bóndabrie
Setjið naan í brauðrist til þess
að hita. Setjið mango chutney
á heitt brauðið. Setjið kletta-
salat á það og að lokum tvær
sneiðar af Bóndabrie-osti.
Best að borða þetta á meðan
naan-brauðið er heitt.
GRÁÐAOSTASÓSA
1 dós sýrður rjómi
¼ af gráðaostslaufi
3-4 hvítlauksrif
3 skeiðar mango chutney
Blandið öllu saman, smakk-
ið til. Berið fram með hvít-
um hrísgrjónum og mango
chutney.
Drífa Aðalsteindóttir er gefin fyrir framandi mat.
Hollt
og gott!
Einfalt , öðruvísi og ótrúlega gott
hefur Drífa um þennan rétt að segja.
Gott er að hafa ristað naan
brauð með Brie-osti í forrétt.
A M