Fréttablaðið - 19.12.2009, Síða 91
matur 13
Trönuberjasósa er ein af ein-
földustu sósum sem hægt er
að gera og passar sérstak-
lega vel með flestu kjöti –
og ekki er verra að hafa jafn-
vel eina tegund af rjómasósu
með. Þessi uppskrift er sér-
staklega þægileg:
1 bolli sykur
1 bolli vatn
4 bollar fersk eða frosin
trönuber
Við þennan grunn getur svo
fólk bætt út í því sem það
langar til. Má þar leggja til
rúsínur, pekanhnetur, bláber,
kanil og múskat.
Byrjið á því að þvo berin.
Hitið þarnæst vatnið og
sykur inn að suðu og hrærið
vel í á meðan. Setjið berin
út í og látið þau malla í
tíu mínútur. Þegar þessu
er lokið má bæta við því
aukahráefni sem mann lystir.
Látið sósuna kólna við stofu-
hita og þegar hún hefur náð
stofuhita skal hún færð í
ísskápinn. Sósan þykknar því
meira sem hún kólnar. - jma
TRÖNUBERJA-
SÓSA MEÐ
FUGLAKJÖTI
Eggjapúns, eða eggnog
eins og það heitir á frum-
málinu, er ættað frá Eng-
landi og nýtur þar mikilla
vinsælda um jólin. Púnsið er
aðallega gert úr heitri mjólk,
eggjarauðu, sykri og svo er
áfengi bætt út, til dæmis
viskíi og koníaki. Hægt er
hita bjór og setja út í í stað
koníaks en útkoman verð-
ur þá frekar súpa heldur en
drykkur. Meðfylgjandi er
uppskrift að eggjapúnsi.
6 egg (rauða og hvíta
aðskilin)
1½ til 2 dl
sykur
½ dl viskí
1 dl koníak
2½ dl mjólk
¼ tsk. salt
4½ til 5 dl rjómi
Þeytið eggjarauður í sykri
þar til blandan verður þykkt,
ljósleitt krem. Hellið næst
mjólk, viskíi og koníaki út í og
hrærið á meðalhraða. Leyfið
blöndu að kólna í 2 til 3 klst.
Þeytið eggjahvítur og salt á
meðan – stífþeytið þó ekki
– þar til úr verður þykk froða.
Stífþeytið hins vegar rjóma
og setjið út í eggjablöndu.
Bætið eggjahvítum næst
við, hrærið saman og kælið í
um klst. fram að framleiðslu.
Berið fram í litlum bollum
eða glösum, en uppskriftin á
að duga í um tuttugu slík.
EGGJAPÚNS Á
AÐVENTUNNI
Jólalagadrottningin Helga Möller söng á sínum tíma um að aðfangadagskvöld væri enn barna-
hátíðin mest og best og það eru orð að sönnu. Hins vegar vill bregða við að blessuð börnin
gleymist í stressinu og tímaskortinum í aðdraganda jólanna, en fátt gæti mögulega verið fjær
hinum sanna jólaanda. Því er ástæða til að brýna fyrir fólki mikilvægi þess að yngsta fólkið fái
að taka þátt í undirbúningi fyrir jólin. Flest börn hafa gaman af því að fá að hjálpa til, hvort sem
það er við smákökubakstur, skreytingar eða í raun hvað sem er. Slíkt styttir líka biðina löngu
eftir sjálfri barnahátíðinni, aðfangadagskvöldi.
HJÁLPSÖM JÓLABÖRN
Þykkvabæjar
Alltaf góðar, allavega!
Tilbúnar á örfáum mínútum
– brúnaðar, gratíneraðar, steiktar á pönnu,
brytjaðar í salat eða einfaldlega hitaðar í potti eða örbylgjuofni.
Leiðbeiningar á umbúðunum.
A
B
X
/
S
ÍA
9
0
2
1
8
0
0