Fréttablaðið - 19.12.2009, Síða 92
14 matur
Í bókinni Matarást eftir Nönnu Rögnvaldardóttur kemur fram
að speculaas séu hálfgerðar piparkökur upprunalega frá Suður-
Þýskalandi, þótt þær njóti vinsælda víðar og gjarnan bornar á
borð 6. desember á messudegi heilags Nikulásar, sem er fyrir-
mynd jólasveinsins. Uppskrift að kökunum er að finna í sömu bók
en hún er eins og hér segir:
250 g smjör
250 g sykur
1 egg
1/2 tsk. kanill
1/2 tsk. engifer
1/2 tsk. negull
1/2 tsk. kardimommur
steyttar
375 g hveiti
Hrærið smjör og sykur
vel saman, bætið því
næst eggi ásamt kryddi
og 2-3 msk. af hveiti í og hrærið. Hnoðið afganginum af hveiti
saman við og geymið deigið í kæli í nokkrar klukkustundir. Hitið
ofninn í 200 gráður, fletjið út deigið og stingið úr því stjörnur, tígla
og önnur skemmtileg form. Setjið á plötu klædda bökunarpappír
og bakið ofarlega í ofni í um tíu mínútur.
STÖKKAR OG GÓÐAR
Fyrir þá sem þjást af valkvíða varðandi jólaeftirréttinn í ár er snið-
ug lausn að blanda saman á einn disk öllu því sem fjölskyldunni
þykir best. Þannig má gera jólabúðing og setja þar með smá bút
af góðri jólaköku, tvær kúlur af ís og hella yfir einhverri stórkost-
legri sósu. Fréttablaðið mælir með vanillusósu:
½ bolli sykur
1 msk. maísmjöl
1 bolli soðið vatn
2 msk. smjör
1 tsk. vanilludropar
smá salt
Hrærið sykurinn og maís-
mjölið upp í soðnu vatni.
Látið malla í fimm mín-
útur og hrærið stöðugt
í blöndunni á meðan.
Hrærið þá saman við
smjörinu, vanilludropun-
um og bætið við örlitlu
salti. Berið sósuna fram
heita.
BLANDA AF ÝMSU
Hjá minni fjölskyldu hefur mat-urinn á aðfangadagskvöld alltaf verið eins íslenskur
og hann gerist. Það er hinn sígildi
hamborgarhryggur með brúnni
sósu, sykruðum kartöflum, rauð-
káli og fleira meðlæti. Eftirréttur-
inn fer svo eftir stemningunni hjá
mömmu hverju sinni,“ segir Arnar
Hafliðason efnafræðingur, spurður
um jólamatarhefðir í fjölskyldunni.
Arnar og kærastan hans, listfræð-
ingurinn Shauna Laurel Jones frá
Bandaríkjunum, fara í matarboð
hjá fjölskyldu Arnars á aðfanga-
dagskvöld, en Shauna er grænmet-
is æta og gæðir sér því eðlilega ekki
á hryggnum.
Arnar og Shauna hafa verið
saman í tvö ár. Shauna fluttist til
Íslands árið 2007 en hafði áður eytt
tveimur jólum hér á landi. Hún segir
það ákveðna áskorun að fara í mat-
arboð til fólks, sérstaklega í kring-
um jólin þegar kjöt er á borðum á
langflestum heimilum landsins.
„En allir eru hjálpsamir og liðleg-
ir í þessum málum,“ segir Shauna.
„Mamma Arnars hefur verið mjög
dugleg við að finna upp á nýjum rétt-
um til að elda og um síðustu jól fékk
ég til dæmis hnetusteik á aðfanga-
dagskvöld. Hinir við borðið fengu
sér litla sneið af henni fyrir kurt-
eisissakir og það má segja að flest-
ir verði dálítið undrandi þegar þeir
uppgötva að maturinn sem græn-
metisætur borða er oftast góður.“
Arnar segir jólaskapið aukast
með hverju árinu eftir að fullorðins-
árin tóku við af gelgjunni. Þar spili
inn í að bróðir hans eigi nú börn sem
gaman sé að gleðjast með yfir hátíð-
irnar. Shauna tekur í sama streng og
segir desember vera sinn eftirlætis-
mánuð á Íslandi. „Ég held að stress-
ið vegna jólagjafakaupa og slíks sé
svipað mikið hér og í Bandaríkj-
unum. Við höfum venjulega lokið
öllum undirbúningi á Þorláksmessu,
en mér finnst mjög gaman að rölta
um í örtröðinni á Laugaveginum og
fylgjast með öllum hinum fara á
taugum,“ segir Shauna og hlær.
Parið kynntist rétt fyrir jólin
2007, en þá var Shauna á leið til
Bandaríkjanna til að heimsækja
fjölskyldu sína yfir hátíðirnar.
„Hann sótti mig svo á gamlárs-
dag og við eyddum gamlárskvöld-
inu heima hjá fjölskyldunni hans,
sem var dálítið stórt skref eftir að
hafa aðeins þekkst í nokkra daga.
Þetta var mjög rómantískt, og ekki
skemmir fyrir að á hverju ári er
skotið upp hundruðum þúsunda af
flugeldum á sambandsafmælinu
okkar,“ segir hún. - kg
Hryggur og hnetusteik
Parið Arnar og Shauna ver aðfangadagskvöldi í góðu yfirlæti heima hjá fjölskyldu Arnars. Þau snæða þó ekki sama hátíðarmatinn.
Shauna er mikið fyrir jólaskreytingar eins og sést á heimili þeirra skötuhjúa. Arnar er ekki jafn upptekinn af skrautinu, en „gerir
það sem honum er sagt“ eins og hann orðar það. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Kemur út 28. desember
Ferðalög
Benedikt Freyr • Benediktj@365.is • Sími 5125411
Auglýsendur vinsamlegast hafið samband
Áramót
Kemur út 29. desember
Auglýsendur vinsamlegast hafið samband
Benedikt Freyr • Benediktj@365.is • Sími 5125411
Bjarni Þór • Bjarnithor@365.is • Sími 5125471
Hlynur Þór • hlynurs@365.is • Sími 5125439
Sigríður Dagný • sigridurdagny@365.is • Sími 5125462