Fréttablaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 92
14 matur Í bókinni Matarást eftir Nönnu Rögnvaldardóttur kemur fram að speculaas séu hálfgerðar piparkökur upprunalega frá Suður- Þýskalandi, þótt þær njóti vinsælda víðar og gjarnan bornar á borð 6. desember á messudegi heilags Nikulásar, sem er fyrir- mynd jólasveinsins. Uppskrift að kökunum er að finna í sömu bók en hún er eins og hér segir: 250 g smjör 250 g sykur 1 egg 1/2 tsk. kanill 1/2 tsk. engifer 1/2 tsk. negull 1/2 tsk. kardimommur steyttar 375 g hveiti Hrærið smjör og sykur vel saman, bætið því næst eggi ásamt kryddi og 2-3 msk. af hveiti í og hrærið. Hnoðið afganginum af hveiti saman við og geymið deigið í kæli í nokkrar klukkustundir. Hitið ofninn í 200 gráður, fletjið út deigið og stingið úr því stjörnur, tígla og önnur skemmtileg form. Setjið á plötu klædda bökunarpappír og bakið ofarlega í ofni í um tíu mínútur. STÖKKAR OG GÓÐAR Fyrir þá sem þjást af valkvíða varðandi jólaeftirréttinn í ár er snið- ug lausn að blanda saman á einn disk öllu því sem fjölskyldunni þykir best. Þannig má gera jólabúðing og setja þar með smá bút af góðri jólaköku, tvær kúlur af ís og hella yfir einhverri stórkost- legri sósu. Fréttablaðið mælir með vanillusósu: ½ bolli sykur 1 msk. maísmjöl 1 bolli soðið vatn 2 msk. smjör 1 tsk. vanilludropar smá salt Hrærið sykurinn og maís- mjölið upp í soðnu vatni. Látið malla í fimm mín- útur og hrærið stöðugt í blöndunni á meðan. Hrærið þá saman við smjörinu, vanilludropun- um og bætið við örlitlu salti. Berið sósuna fram heita. BLANDA AF ÝMSU Hjá minni fjölskyldu hefur mat-urinn á aðfangadagskvöld alltaf verið eins íslenskur og hann gerist. Það er hinn sígildi hamborgarhryggur með brúnni sósu, sykruðum kartöflum, rauð- káli og fleira meðlæti. Eftirréttur- inn fer svo eftir stemningunni hjá mömmu hverju sinni,“ segir Arnar Hafliðason efnafræðingur, spurður um jólamatarhefðir í fjölskyldunni. Arnar og kærastan hans, listfræð- ingurinn Shauna Laurel Jones frá Bandaríkjunum, fara í matarboð hjá fjölskyldu Arnars á aðfanga- dagskvöld, en Shauna er grænmet- is æta og gæðir sér því eðlilega ekki á hryggnum. Arnar og Shauna hafa verið saman í tvö ár. Shauna fluttist til Íslands árið 2007 en hafði áður eytt tveimur jólum hér á landi. Hún segir það ákveðna áskorun að fara í mat- arboð til fólks, sérstaklega í kring- um jólin þegar kjöt er á borðum á langflestum heimilum landsins. „En allir eru hjálpsamir og liðleg- ir í þessum málum,“ segir Shauna. „Mamma Arnars hefur verið mjög dugleg við að finna upp á nýjum rétt- um til að elda og um síðustu jól fékk ég til dæmis hnetusteik á aðfanga- dagskvöld. Hinir við borðið fengu sér litla sneið af henni fyrir kurt- eisissakir og það má segja að flest- ir verði dálítið undrandi þegar þeir uppgötva að maturinn sem græn- metisætur borða er oftast góður.“ Arnar segir jólaskapið aukast með hverju árinu eftir að fullorðins- árin tóku við af gelgjunni. Þar spili inn í að bróðir hans eigi nú börn sem gaman sé að gleðjast með yfir hátíð- irnar. Shauna tekur í sama streng og segir desember vera sinn eftirlætis- mánuð á Íslandi. „Ég held að stress- ið vegna jólagjafakaupa og slíks sé svipað mikið hér og í Bandaríkj- unum. Við höfum venjulega lokið öllum undirbúningi á Þorláksmessu, en mér finnst mjög gaman að rölta um í örtröðinni á Laugaveginum og fylgjast með öllum hinum fara á taugum,“ segir Shauna og hlær. Parið kynntist rétt fyrir jólin 2007, en þá var Shauna á leið til Bandaríkjanna til að heimsækja fjölskyldu sína yfir hátíðirnar. „Hann sótti mig svo á gamlárs- dag og við eyddum gamlárskvöld- inu heima hjá fjölskyldunni hans, sem var dálítið stórt skref eftir að hafa aðeins þekkst í nokkra daga. Þetta var mjög rómantískt, og ekki skemmir fyrir að á hverju ári er skotið upp hundruðum þúsunda af flugeldum á sambandsafmælinu okkar,“ segir hún. - kg Hryggur og hnetusteik Parið Arnar og Shauna ver aðfangadagskvöldi í góðu yfirlæti heima hjá fjölskyldu Arnars. Þau snæða þó ekki sama hátíðarmatinn. Shauna er mikið fyrir jólaskreytingar eins og sést á heimili þeirra skötuhjúa. Arnar er ekki jafn upptekinn af skrautinu, en „gerir það sem honum er sagt“ eins og hann orðar það. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Kemur út 28. desember Ferðalög Benedikt Freyr • Benediktj@365.is • Sími 5125411 Auglýsendur vinsamlegast hafið samband Áramót Kemur út 29. desember Auglýsendur vinsamlegast hafið samband Benedikt Freyr • Benediktj@365.is • Sími 5125411 Bjarni Þór • Bjarnithor@365.is • Sími 5125471 Hlynur Þór • hlynurs@365.is • Sími 5125439 Sigríður Dagný • sigridurdagny@365.is • Sími 5125462
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.