Vikan


Vikan - 26.10.1961, Side 10

Vikan - 26.10.1961, Side 10
DRENGURINN var í þann veginn að kasta sér fram af. öll Ijós voru slökkt á Mirador-hótelinu, en Ijós- kastara var beint að klettinum, svo vel mátti greina hinn sólbrúna, fjaður- magnaða líkama drengsins __ En hvað þetta er spennandi, hvíslaði stúlkan að Alex, sem sat andspænis henni við borð úti í garðinum. Hann kinkaði kolli hundleiður. Mexíkanski drengurinn bjó sig nú undir stökkið, og þegar hann rétti fram hendurnar, sló hljómsveitin á trommurnar. Þetta er nú meira hangsið, hugsaði Alex. Og nú kom drengurinn svífandi. Það heyrð- ist dálítið skvamp, og rétt á eftir skaut höfði drengsins upp úr vatninu. Áhorfend- urnir klöppuðu. Drengurinn tók nokkur sundtök, siðan fór hann að kilfra upp klett- inn aftur, liðugur eins og api. — Ég verð að fara, sagði Alex og stóð upp af garðstólnum. — Liggur þér svona mikið á? Geturðu ekki verið svolítið lengur, svo við getum fengið okkur einhverja hressingu? sagði stúlkan og leit á hann stórum bláum aug- um. Alex hristi höfuðið. En sú óheppni að þurfa endilega að rekast á gamlan skóla- félaga núna, þegar svona mikið vár í húfi, og hann gat átt á hættu að missa tíu þús- und dollara. — Ég verð hérna í tvo daga, sagði hún. — Ég er að hugsa um að fara í skemmti- siglingu á flóanum á morgun klukkan þrjú. Langar þig til að koma með? Klukkan þrjú! Það fór hrollur um hann. — Þá er ég því miður upptekinn, sagði hann. — En þú sagðir áðan að þú þekktir goUométosogn eftir P. Highsmith engan hér í Acapulco. ___ Það er mexíkani, sem ég hitti síðdegis.. Hann bauð mér að koma með sér í veiðiferð á morgun í litlum fiskibát, sem hann á. ___ Þú ert svei mér heppinn. Enginn býður mér, og ég verð að borga fjörutíu pesos fyrir ferðina. Hvað er báturinn stór? ___ Ég hef ekki séð hann, en ég held að hann sé mjög lítill. Honum tókst ekki að losna við hana fyrr en eftir korter. Hún bjó á stóru hóteli hinum megin við flóann, og þau urðu að fara. niður á aðaltorgið til að ná í leigubil handa henni.. Hún reyndi að fá hann til að bjóða sér út kvöld- ið eftir, en hann færðist undan og lofaði að' hringja til hennar daginn eftir. Hann þurrkaði svitann af enninu, þegar bíllinn ók af stað. Hann hafði verið með henni síðan klukkan fimm síðdegis og boðið henni til kvöldverðar. Hvers, vegna gat manneskjan ekki látið hann í friði? „Er þetta ekki Alex — Alex Hammond?' Manstu ekki eftir mér? Ég heiti Sheila Dobbs,, við vorum skólasystkin. Hvað ert þú að gera í Acapulco?" Hann hafði sagt henni að hann væri í fríi og ætti nú heima í Chicago. Upphaflega hafði hann komið til Mexico til að hvíla sig, og haft með sér tvö hundruð dollara, sem áttu að nægja fyrir dálítinn tíma. Hann hafði alls ekki hugsað, sér að gera neitt, en fimm þúsund ... Alex gnísti tönnum. Jæja, þetta varð ekki aftur tekið og hann hafði nú þegar fengið helminginn af pen- ingunum. Hann var skráður hjá lögreglunni, svo honum gekk erfiðlega að útvega sér heiðar- lega atvinnu. En það var einhver óhugur í hon- um, og honum fannst það slæmur fyrirboði að hann skyldi rekast á Sheilu. Morguninn eftir hafði hann ákveðið að hætta við þetta. Hann hafði aldrei framið morð og hann hryllti við þvi. Hann ætlaði að fara snemma niður að höfn- inni og segja Manuel að það yrði ekkert úr þessu og reyna að fá hann til að endurgreiða sinn hluta af peningunum, og senda síðan alla upphæðina til McGee í Mexico City. Þegar Raney kæmi niður eftir klukkan þrjú, gæti Alex sagt honum að mexíkaninn væri hættur við ferðina. Alex var viss um að Raney grunaði ekkert. Þeir höfði hitzt í íþróttaklúbbnum eins og af tilvilj- un og Alex hafði sagt Raney að hann ætlaði í veiðiferð með mexíkana, sem ætti bát, og spurt hvort hann kærði sig um að koma með. Hann hafði látið á sér skilja, að hann væri orðinn leiður á að vera alltaf einn í friinu, og yrði feg- inn að fá einhvern til að tala við — þrátt fyrir hinn mikla aldursmun. Raney var fertugur. Alex vissi allt um Stafford Raney. Hann var formaður í sendinefnd, sem kom til Mexíkó frá Washing- ton til að hafa eftirlit með ýmsum útlendingum, sem höfðu setzt að í borginni, og voru að dómi mexíkönsku ríkisstjórnarinnar, sumir hverjir nokkuð athafnasamir. I Mexíkó úði og grúði af amerískum fjárglæframönnum, sem leyndu hinni vafasömu atvinnu sinni með því að þykjast vera fasteignasalar eða lögfræðingar. Maðurinn, sem hafði Alex í þjónustu sinni var í fasteignasölu- bransanum og hét Frank McGee. Alex hafði li'ka fengið dálitlar upplýsingar um McGee. Hann hafði stundað lögfræðistörf í New York, þangað til hann var rekinn úr lögfræðingafélaginu fyrir ÍO VXKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.