Vikan


Vikan - 09.11.1961, Page 43

Vikan - 09.11.1961, Page 43
Kæri Draumráðandi. Mig dreymdi draum um daginn, sem mig langar til að biðja þig um að ráða. Ég var stödd í búðinni, sem ég vinn í og var ég ein. Þá koma tveir menn, sem mér í'innst ég kannast við. Þeir ganga inn fyrir búðarborðið og byrja að rifa út úr hillunum og skemma. Ég var alveg í vandræðum og vissi ekkert bvað ég ætti að gera. Einlivern- veginn kom ég þeim innfyrir í búð- ina. Þegar ég bafði lokið þessu var búðin orðin full af fólki. Ég byrj- aði að afgreiða en alltaf var meira og meira eftir. Allt i einu var stelpa, sem ég þekkti og var einu sinni vinkona mín komin við hlið mína til ClBaiUMulS In N að hjálpa mér. Við liina hliðina var kominn strákur, sem ég er hrif- in af Nú gekk allt eins og i sögu. Þegar lokað var hleyptum við strák- unum út og þeir báðu innilega af- sökunar á því, sem þeir höfðu gert og fóru. Svo ætluðu þau að kveðja, strákurinn fór út án þess að kveðja og leit ekki á mig en stelpan kvaddi og ég þakkaði henni fyrir hjálpina og bað liana að skila kveðju til stráksins. Kyssa hann fyrir mig, en svo tók ég það aftur. Með fyrirfram þökk, Vonlítil. Svar til Vonlitillar. Upphaf draiimsins, þar sem segir frú innbroti og brambolti strákanna i verzluninni hjá þér, bendir til erfiðleika, í starfi, sem þó lcysist úr. Atligglisverðast í dranmnum er að vinur þinn, sem þú kveðst vera hrifin af kveður þig ekki og fer án þess að lita við þér. Þetta finnst mér benda til að ekki sé a.llt búið með ykk- ur, heldur eigi samband ykkar lcngi að haldast. Samband þitt og vinkonu þinnar mun hins veg- a.r ekki verða varanlegt þar sem hún kveður þig og bendir það sameiginlegra ásta á maka. Iværi Draumráðningamaður. Mig langar svo að biðja þig að ráða fyrir mig tvo drauma, hræði- lega ljóta, sem mig hefur nýlega dreymt. Sá fyrri er þannig. Mér fannst vera maður úti fyrir, sem ætlaði að reyna að komast inn i íbúðina til mín. Ég var búin að loka. Hann ýtir svo af miklum kröftum á hurðina að hún opnast alveg að neðan, cn lásinn gaf sig ekki. Þá fannst mér hann gera sér litið fyrir og fara að tálga hurðina. Mér fannst hann ætla að tálga hurðina upp. Mér fannst ég sjá manninn og þekkti hann ekkert. Svo var hann svo óhuggulegur i útliti. Ég vaknaði við að hann var að tálga hurðina. Síðari draumurinn er ckki ósvipður, en þar var dýr að verki og var ég þá að mér fannst stödd' lijá móður minni. Mér fannst flugvél, þyrla fljúga alveg við gluggana og niður úr henni héngu tvö viliidýr. Mig minnir ljón og tígrisdýr. Flugmaðurinn var að halda sýningu á dýrunum. Svo hvarf flugvélin og mér varð litið út um gluggann. Sé ég þá villidýrin koma hlaupandi að húsinu til okk- ar, og ég vissi að þau höfðu sloppið Annað dýrið réðist á hurðina, inn af búðinni, en við vorum búnar að læsa. Það var eins og hurðin svignði alveg til, en lásinn liélt, svo sé ég í loppuna á dýrinu gegnum hurðina að neðan. Ég ýtti á hurðina á móti dýrinu og var orðin óttaslegin um að það þyti innfyrir þá og þegar. Ég heyrði aldrei neitt í því og ég man að það var ekki með klærnar úti. Fyrir hverju eru þessir ægilegu draumar. Með fyrirfram þakklæti. Ein, sem trúir á drauma, Þ. St. Svar til Einnar, sem trúir á drauma. Draumarnir eru svipaðs eðlis að merkingu og benda til þess að einhverjir af karlkyninu sæki nú mjög liart að þér og reyni að sigra.st á þér, og ná yfirtökunum. Af dra.umnum má ráða að þetta tekst samt sem áður ekki, þar sem hurðin lét ekki undan, þó að fast væri drepið að dyrum. Það er vissulega ekki gott þegap sálarlif manns tjáir kunningja manns í liki villidýrs. Ef til vill er þetta Jiið alsjáandi auga, sem sér veruleika.nn eins og hann er, nakinn og beran, þó veraldleg augu okkar skynji ekki annað en hismið sem að undan glóir. Þú ættir því að fara, varlega í samskiptum þínum við núver- andi kunningja þína og forðast allar vafasa.mar gerðir. Kæri draumráðandi. Mig dreymdi fyrir stuttu að ég opnaði tösku og sá þar ofan í skó, sem ég bafði nýlega gefið átján ára gamalli dóttur minni. Mér fannst að henni hefði ekki líkað skórnir og þess vegna rifið sólana undan og límt aðra gula, þykka hrágúmmíbotna undir, sem mér fundust Ijótir. Ég tók svolítið í sólana og rifnaði svolítið frá þvi limið var ekki harðnað og hugs- aði ég sem svo að þetta mundi seint festast við hjá henni, en lét skóna samt niður í og lokaði tösk- unni aftur. Vestfirzk húsmóðir. Svar til Vestfirzkrar húsmóður. Nýir skór eru venjulega, tákn um stutt ferðalög. Að þú skyldir gefa dóttur jnnni nýja skó mundi þvi vera tákn um að þú viljir að dóttir þín fari í stutt ferðalag, sem hún er óánægð með og fer til o.nnars staðar, sem hún er ánægðari með, samt veldur þú henni að einhverju leyti von- brigðum, sbr. að þú rífur skó- sólana eilítið frá. Annars er hér a.triði, sem mjög athyglisvert er að taka til athugunar, það er að fölk hefur oft mikla, tilhneigingu til að stjórna öðrum, alveg eins og það áliti allar sínar skoðanir og gerðir einhverja endanlega lausn á öllum málefnum, og apn- að kemst ekki að hjá þeim. Smekksatriði og smekkur eru jafnmörg mönnunum á jörðinni og ömmur og mömmur ættu að hafa, það hugfast að þeirra sjón- armið mólast af fertugs og sex- tugsaldrinum, sem alls ekki pass- ar átján ára stúlkum. Eigin a,ugu eru oftast gleggst fyrir eigin vel- ferð, en ekki annarra sjónarmið, sem mótuð eru við allt aðra,r aðstæður. luggar fyrir verzlan- ir og skrifstofubyggingar í ýmsum litum og formum. Málmgluggar fyrir verk- smiöiubyggmgar, gróður- hus, bílskúra o fl. «11 Nýtt útlit Ný tækni Lækjargötu, Hafnarfirði. — Sími 50022. VIKAN 43

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.