Vikan


Vikan - 13.12.1962, Blaðsíða 2

Vikan - 13.12.1962, Blaðsíða 2
1 fullri olvöru; Dásamleg ilmefni, bundin í mildum smyrslum. Núið þeim létt á háls og arma ... umvefjið yður ljúfasta ilmi, sem endist klukkustundum saman ... Um fimm unaðstöfrandi ilmkrema- tegundir að velja; ... dýrðlegan Topaz ... ástljúfan Here is My Heart ... æsandi Persian Wood, ... hressilegan Cotillion, og seiðdulan To a Wild Rose. * KYNNIÐ YÐIJR AÐRAR AVON-VÖRUR: ★ VARALITI — MAKE-UP — PÚÐUR — NAGLALÖKK — KREM — SHAMPOO — HÁRLÖKK — SÁPUR o. fl. Avon cosmetics LONDON NEW YORK MONTREAL ÚTSÖLUSTAÐIR: Regnboginn, Tíbrá, Sápuhúsið, Verzl. Edda, Keflavík, Stjörnuapótekið, Akureyri, Rakarastofa Jóns Eðvarðs, Akureyri, Apótek Akraness, Kaupfélag Borgfirðinga, Borgarnesi, Silfurbúðin, Vestmannaeyj- um, Verzlun Jóns Gíslasonar, Ólafsvík, Kaupfélag Vopnfirðinga, Vopnafirði, Verzlun Ara Jónssonar, Patreksfirði. hnrteisi Við höfum verið að velta því fyrir okkur, hvað eiginlega sé kurteisi. Því hefur löngum verið haldið fram, að íslendingar séu lítt að sér í þeirri mennt, þegar þeir koma innan um menn, sem virki- lega kunna kurteisi, og hefur oft verið vísað til Svía með það. Nú er það vitað, að eitt er kurteisi í einu landi en megnasti dónaskapur í öðru. Því var það, þegar Þjóð- verjinn sagði Japananum, að kon- an sín væri veik, að Japaninn rak upp hlátur. Já, hún er alvarlega veik, sagði Þjóðverjinn, og þykkn- aði í honum. Japaninn hló ennþá hærra. Hvað er þetta maður, sagði Þjóðverjinn, og var nú orðinn al- varlega illur. Það er tvísýnt um líf hennar. Og Japaninn hló og hló. Þar með strunsaði Þjóðverjinn á burt, til sinnar veiku konu, sárreið- ur þessum alvörulausa Japana. Hann vissi sem sé ekki, að þetta er japönsk kurteisi, að hlæja að sorginni, og reyna þannig að létta þunga sorgarinnar af hinum aðil- anum. Það er ekki kurteisi að segja manni, að buxnaklaufin hans sé opin. Það er álitin meiri kurteisi að þegja, þótt samstarfsmaður viti ekki af því heilan dag, að buxna- klaufin hans sé galopin. Það vita þó allir, að það er óþægileg tilfinn- ing að komast að því að kvöldi, að maður hefur gengið heilan dag með ólokaðar buxurnar, bæði á vinnu- stað og um göturnar. En þetta get- ur alltaf gerzt, meðan fólkið, sem maður umgengst, er svo kurteist að þegja yfir því. Kurteisiskreddur eru oft óþægi- legar. Það er kurteisi að kynna sig og þá sem með manni eru, en fæstir taka eftir þeim nöfnum, sem eru muldruð ofan í bringu sér um leið og fólk hittist í fyrsta sinn. Skömmu síðar getur vel verið, að menn þurfi að ávarpa einhvern nýkynntan með nafni, og þá er óþægilegt að vera búinn að gleyma því eða jafn- vel rugla saman nöfnum. Þá er betra að vera löglega afsakaður með því, að maður hafi aldrei heyrt nafnið. Væri ekki miklu betra að sleppa allri kurteisi, sem krefst ýmissa kredduatriða? Er það ekki nóg kurteisi að koma vel fram við ná- unga sinn, vera honum hjálpleg- ur ef með þarf og gæta þess að forð- ast að særa hann, en sleppa öllu brambolti með formlegar kynning- ar, þéringar og þess háttar, en láta almenna háttvísi og mannvináttu koma í staðinn fyrir kreddukurteis- ina? Ég er viss um, að Pósturinn, vinur minn, myndi fúslega ljá rúm fyrir álit lesendanna á þessu máli, enda verði þau bréf skrifuð af fullri kurteisi. Naggur,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.