Vikan


Vikan - 13.12.1962, Blaðsíða 26

Vikan - 13.12.1962, Blaðsíða 26
Nú er einmitt sá tími, þegar flestir fara á stjá til þess að kaupa húsgögn, sé það á annað borð gert. Það hefur kannski lengi vantað sófaborð hér eða stól þar, skrifborð handa húsbóndanum eða jafnvel borðstofuhúsgögn. Það er búið að safna fyfir þessu í nokkra mánuði; frúin hefur lagt fyrir af matarpeningunum með mikilli hagsýni og bóndinn hefur komið til móts við hana með því að neita sér um véiðigræjurnar, sem hann vantaði í sumar eða þá, að hann hefur ekki sézt á barnum í Klúbbnum í lengri tíma. Og svo eru jólin framundan og þá er rétti tíminn til að hlynna að heim- ilinu. Þá er farið og gáð í gluggana, spurt um verð, borið saman og að lokum ákveðið. Nú er úr mörgu að velja og óhætt að segja að húsgagnaframleiðslan hefur tekið miklum framförum á síðustu árum. Vikan hefur heimsótt nýja og fallega húsgagnaverzlun, sem heitir Híbýlaprýði og er til húsa í stórhýsi trésmiðjunn- ar-Meiðs við Hallarmúla. Þar var fjölbreytt úrval húsgagna frá ýmsum framleiðendum; prýðilegir munir éins og mynd- irnar ættu raunar að gefa hugmynd um. Það sparar tíma að leita fyrir sér í svona stórri verzlun þar sem margar gerðir eru hiið við hlið og samanburður er handhægur. HOSGÖGN FRA HÍBVLAFRYÐI Ljósm.: Kristján Magnússon. Vegghúsgögn úr tekkviði. Skrifborð með þrem skúffum. Verð kr. 2.300,00. — Skúffuskápur með fjórum skúffum á kr. 1.990,00. -— Rennihurðaskápur á kr. 1.490,00 og hillur 20 cm, 25 cm og 30 cm breiðar á kr. 220, 242 og 255 kr. — Stóll með lausum púðum, yfir- dekktum og tekkgrind. Verð kr. 3.000. Sófasett, „Cannes“: Þriggja sæta sófi og tveir armstólar. Tekk í örmum og eik í baki. Lausir svamppúðar með rennilásum. Verð kr. 11.900. Sófa- borð úr tekki á kr. 2.000,00. Efst til vinstri: Borðstofuhúsgögn úr tekkviði. Borðfæturnir og skápafæturnir eru með þverslá að neðan. Borðið getur rúmað 12—14 manns. Það kostar kr. 4.790,00. — Stólar úr tekki með svörtu eða brúnu plastáklæði. Verð kr. 1.150 stykkið. Skápur með jalousihurðum, hillum og fjórum skúffum. — Efni: Tekk. Verð kr. 8.180,00 26 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.