Vikan - 13.12.1962, Blaðsíða 44
TVeir menn í myrferi og ís
I 15 imimiiiHí
Indland í eldlínu heimsátaka.
Vissulcga verður með sanni sagt um bók Sigurðar A. Magnús-
sonar ,.Við elda Indiands“ að þar er á ferðinni tímabær bók.
1
Indland hefur í augum okkar
íslendinga löngum verið land ó-
umræðanlegra töfra, land ríkra
fursta og undursamlegra ein-
setumanna, land fílanna og
tígrisdýra, land Gandhis og
Nehrus.
í þrjá mánuði ferðaðist Sig-
urður um þetta stóra og sér-
kennilega land, fór þúsundir
kílómetra, norðan frá Himalaja-
fjöllum og suður á syðsta odda
landsins, talaði við æðstu
menntamenn landsins og hin
furðulegustu úrhrök þjóðlífsins,
hitti fakíra að máli og kynntist
vel „hinum vaknandi fíl“, en svo
er Indland stundum kallað í
blöðum hinar síðustu vikur.
Bók Sigurðar er prýdd 40
stórum myndasíðum.
Þetta er fróðleg og skemmti-
leg bók.
íslenzldr höfundar að
barna og unglingabókuin.
Fjórir íslenzkir liöíundar eru
hver með sína barna og unglinga-
bók hjá ísafold á þessu ári.
Allt eru þetta þjóðkunnir höf-
undar: Ragnheiður Jónsdóttir,
Margrét Jónsdóttir, Sigrún Guð-
jónsdóttir og Kári Tryggvason.
Ennfremur gefur Isafold út
drengjabók eftir eitt bezta skáld
Norðmanna, Gabriel Scott. Bók-
in heitir „Hollenzki-Jónas“. (Sig-
rún Guðjónsdóttir þýddi).
Bók frú Ragnheiðar Jónsdótt-
ur heitir „Katla þrettán ára“ og
er þriðja bókin um Kötlu.
Bók Kára heitir „Skemmti-
legir skóladagar" og er fjórða
fjórða Dísubókin.
Bók Sigrúnar heitir „Af hverju
er himinninn blár?“ mjög fallegt
aevintýri með myndum.
<)g bók Margrétar Jónsdóttur,
hins þjóðkunna fyrrv. ritstjóra
„Atskunnar" heitir „Á léttum
vængjum“, ljóð með teikning-
um eftir Þórdísi Tryggvadóttur.
Svaðilför
Friðþjóf Nansens
og Johansons.
Bókin „í ís og myrkri" cftir
norska landkönnuðinn heims-
fræga Friðþjó Nansen er komin
úí á forlagi fsafoldarprentsmiðju
h.f. Þessi stórkostlega' bók er
yfir 300 bls. í stóru broti, prýdd
mörgum tugum mynda.
í bókirmi er sagt frá einhverri
ævintýralegustu svaðilför allra
tíma, fimmtán mánaða ferð
þeirra Nansens og Johansons í
norðurskautsísnum.
Þeir lögðu af stað frá íshafs-
skipinu „Fram“ á 85. breiddar-
gráðu og héldu fyrst í norður.
Ætluðu þeir að freista þess að
komast einir síns liðs til norður-
skautsins. — Eftir margra vikna
hetjulega baráttu í liamförum
norðursins urðu þeir að snúa við.
Og nú byrjaði heimferðin yfir
ísinn, í stórviðrum norðursins,
tveir menn með hundasleða.
Smátt og smátt týndu hundarnir
tölunni og var þá tekið til skíð-
anna. f fimmtán ævintýralega
mánuði voru Nansen og Johan-
son einir á ferð, skutu ísbirni og
rostung sér til matar og náðu að
lokum heilu og höldnu heim til
Noregs.
Sannarlega sögulegt ferðalag,
sem verður stórkostlegt í frá-
sögn Nansens, eins merkasta
Norðmannsins, sem uppi hefur
verið.
„Að kvöldi“.
Minningabækur íslenzkra bændahöfðingja hafa jafnan verið eftir-
sótt lestrarefni hjá alþýöu manna hér á iundi. Um bók sína „A3
kvöldi“ segir bóndinn á Geitaskarði, Þorbjörn Björnsson:
„Ekki skal því neita, að efnislegt innihald þessarar bókar er ýmis-
legt og með ólíkindum, líkt og veðrið frá degi til dags. Til furðu þarf
það ekki að teljast, þótt maður, sem gengið hefur langa götu og
kríkótta, og horft til beggja hliða, hafi ýmissa þeirra hluta var orðið,
sem vert væri að minnast á og um að spjalla."
Baksvipur mannsins.
Guðmundur L. Friðfinnsson frá Egilsá er hugmyndaríkt skáld, at-
hugull og orðhagur vel. Þessir miklu kostir Guðmundar koma sér-
staklega vel fram í sögum hans í þessari bók. Sögurnar fjalla um
sundurleitt efni, ástir og vín, verkamenn og bændur, bæjarfólk
og sveitafólk.
Fyrri bækur Guðmundar eru flestar uppseldar eða urn það bil
uppseldar eins og t. d. „Saga bóndans í Hrauni“, „Hinum megin við
heiminn" og „Máttur lífs og moldar".
„Mœrin gengur á
vatninu“.
Skáldsagan „Mærin gengur á
vatninu“, eftir finnsku skáld-
konuna Evu Joenpelto mun
vekja sama áhuga fyrir Finn-
landi og finnsku þjóðlífi eins og
sagan „Silja“ eftir Siljanpaa
gerði á sínum tíma. i
Þetta er stórbrotin finnsk
skáldsaga.
ísafold gefur út á þessu ári
skáldsögur eftir þrjár frægustu
skáldkonur á Norðurlönduin.
Auk bókarinnar „Mærin geng-
ur á vatninu" er komin út
skáldsagan „líerragaröslíí'" eftir
norsku skáldkonuna „Anitru“
og sagan „Fríða á Súmötru“
eftir dönsku skáldkonuna Hel-
ene Hörlýck".
Allt eru þetta mjög góðar
bækur.
1 fyrra kom út bókin „Silki-
slæðan" eftir Anitu, og er
„Herragarðslíf“ óbeint framhald
af þeirri bók. „Silkislæðan"
seldist að mestu upp í fyrra.
að. Smán. Ævarandi skömm.
í hnefum Þorleifs speglaðist það,
sem bjó í huga hans. Þessarar smán-
ar skyldi hann hefna. Ef til vill
var hnefahögg nóg, högg með ára-
vönum hnefa. Hann vissi það ekki.
Hugsunin var óskýr, ómótuð, svíf-
andi einá og einn af mávunum við
skerin. Þorleifur hafði aldrei verið
maður flókinna hugsana, hann var
verkanna maður.
Þorleifur gekk fyrir horn á lit-
illi búð. Gamall og aflóga sjógarp-
ur, sem alltaf var á stjái i myrkri
og björtu, ávarpaði hann:
— Þú komst seint heim í nótt,
Þorleifur.
Þorleifur lét sem hann heyrði
ekki og hélt leiðar sinnar. Karlinn
horfði á eftir honum, horfði á þenn-
an lágvaxna, samanrekna mann-
hnullung þar sem hann gekk snúð-
ugt, án þess að taka undir. Karl-
inn horfði daufleitum augum. Hann
þekkti Þorleif vel. Þetta vissi á
storm. Þorleifur vissi á storm. Hann
var eins og bylur, hriná.
Nú var Þorleifur að komast heim
til sin. Hann skyldi þegar í stað
tala við konu sína. Konan var meira
í landi en hann. Hún mundi verða
meira vör við hyískrið í plássinu.
Já, nú var hann kominn heim.
Guðrún, kona Þorleifs, spann á
halasnældu. Þegar maður hennar
kom inn sá hún, að hann var langt
frá því að vera eins og hann átti
að sér. Hún sá líka, að hann reyndi
að stilla sig, stilla sig mikið. Þor-
leifur sagði ekkert og Guðrún sagði
ekkert. Svo rauf Þorleifur þögn-
ina.
— Okkar hús hefir lækkað síðan
í gær. Við höfum verið þjófkennd,
brugðið um sauðaþjófnað. Já, húsin
hafa lækkað um það, sem heiðrinum
nemur eða að minnsta kosti miklu
af honum.
Enn varð þögn. Guðrún stöðvaði
snælduna. Hún varð föl.
Hver hefur þjófkennt okkur?
- Presturinn.
Þetta nafn, þetta orð, féll eins
og högg. Það þaut í þvi líkt og ljá-
egg, biturt og snöggt.
Guðrún hafði verið föl, náföl. Nú
varð hún allt í einu eins og allt
hennar mikla konublóð væri í and-
liti hennar, kinnum, enni, líka háls-
inum. Varir hennar opnuðust, en
þeim var varnað máls. En hún
heyrði óm af orðum: „Heiður Þor-
leifs er heiður okkar“. Því hafði
presturinn svikið þau? Það var víst
að Þorleifur kunni ekki að skrökva.
Nú kom líka stutt frásögn af sam-
talinu við Skapta. Þorleifur brá yfir
sig kæruleysi í róm og máli. En
konan gat ekki talað.
Loksins eftir langa, langa dauða-
þögn, brast stíflan. Barmur konunn-
ar hófst, eins og sævarbylgja.
— Presturinn! Því svíkur hann
mig?
Svikið þig?
Þorleifur hrökk við og leit á konu
sína. Ilann sá hana, en Þorleifi varð
eins og hann hefði aldrei séð hana
áður. Því varð konan allt í einu
svona?
— Svikið þig?, endurtók hann.
Hafði presturinn lofað Guðrúnu
konu hans einhverju? Ótrúlegt?
Þorleifur hugsaði seint. Á sjó gat
hann tekið skjótar ákvarðanir við
stýrið á bátnum sínum. Hann var
eitt með þeirri náttúru, sem hreyfði
bátinn. En óðara og hann steig á
land, hugsaði hann öðruvísi, hægar,
tregar. Þá rak ekkert ólag á eítlr.
44 VIKAIj