Vikan


Vikan - 13.12.1962, Blaðsíða 30

Vikan - 13.12.1962, Blaðsíða 30
Pamfíllinit hann ■ ■ Orlygur Nú er bókamarkaðurinn nokkurnveginn orðinn fullur í bili; andans jöfrar þjóðarinnar hafa sveitzt og streitzt síðan um síðustu jól og nú eru verkin komin í gyllta kili og fínar kápur. Margt af þessu eru firna alvarlég verk, enda ætla höf- undarnir að fá Nóbelsverðlaun síðar meir. En ekki Örlygur. Hann tekur það að sér að skemmta okkur í ár; gera okkur glaðan dag í skammdeg- inu. Hann er ekki Nóbelsverðlaunakandídat, í bók hans fyrirfinnst ekki þessi þrúgandi alvara, sem allt ætlar að klára. Hann bregður upp mynd- um af ýmsum frægum pamfílum í prófil, bæði í rituðu máli og með teikningum. Hann hefur mál- ið svo skemmtilega á valdi sínu, myndríkt og margslungið, að Nóbelsverðlaunamennirnir gætu ýmislegt af lært. En þetta er svo eðlilegt og áreynslulaust hjá Örlygi. Og teikningarnar eru í ótal stíltegundum, sumt hreinn karíkatúr, aðrar gætu birzt á forsíðu Time. Sjáið bara myndina af Árna heitnum Pálssyni, prófessor, sem hér fylgir með. Hvílík glimrandi tök á verkefninu. Örlygur er fæddur í námunda við Steinkudys á Skólavörðuholti 1920 sonur Sigurðar skóla- meistara á Akureyri. Uppalinn í nánd við ,,stúdentafabrikkuna“ fyrir norðan, ódæll í æsku og sendur til betrumbóta í kyrrláta sveitasælu Þingeyjarsýslu, eftir því sem hann sjálfur segir. í bók Örlygs, Pamfílar og prófilar, kynnist maður skáldum og listamönnum, aristókrötum og hverskyns fyrirfólki, húnvetnskum sauða- þjófum og skagfirzkum merakóngum. Hann sprettir rösklega úr spori og segir: „Hott, hott og hana nú. Þá bregð ég mér á bak Skjónu minni þeirri tryggu, en brokkgengu stóðhryssu andans. Pegasus, skáldfolinn frægi, er hvort sem er fullsetinn tignari riddurum á hlemmiskeiði snilldarinnar. Ég ætla að reyna að hleypa henni á flug í gegnum alla hljóðmúra dapurleika og drunga, inn í villtan og trylltan dans gáska og gamans, jafnvel þó að sú glannareið kosti mig rófubrot eða hálsbrot." Pamfíllinn hann Örlygur hefur dregið margan ógleymanlegan prófíl í þessari bók. Ég ætla, að hún þyki allmerk viðbót í bókaskápinn. gs. spyr stúlkan, ofurlitið vorkunnlát. — Hún var ég og ég var hún. Við borðuðum við sama borð. Fór- um saman í bíó. Svo fór hún. Og ég er aftur orðinn ég. Maðurinn var svolítið annars hug- ar og talaði út í vegginn. — Var kannski bara gott að hún fór? spyr stúlkan, og skilur lífið. — Já, það var gott. Og allra bezt núna, segir maðurinn, og strýkur varlega yfir ljóst hár stúlkunnar Hann hugsaði sér að hún væri dóttir hans, og var mjög hrærður og mild- ur. Stúlkan sat þögul og kyrr, drukk- in og hugsaði um ekkert. Maðurinn hellir víni í tvö glös og réttir henni annað. Það var gott að drekka, gott að halla sér upp að þessum fullorðna 30 VIKAN föðurlega manni, sem þekkti lífið og skildi allt. Gott að hann tók utan um hana fast. Gott að gleyma og hverfa, glatast, vera heima, lítil og sofna. Það kemur morgunn og grá birta. Sunnudagur. Þau vakna og sjá að þau eru þarna. Stúlkan fer allt í einu að gráta af því henni er illt í höfðinu. Hún hellir dálitlu víni í glas, drekk- ur það í flýti og líður strax betur. Maðurinn flýtir sér að raka sig og laga sig til. Hann er á þeim aldri, sem útheimtir fullkomna snyrti- mennsku. Svo kemur hann inn í herbergið aftur, talsvert venjuleg- ur miðaldra maður. Hann horfir forvitnislega á stúlkuna. — Segir einhver eitthvað þegar þú kemur heim? spyr hann. — Það segir enginn neitt, svarar stúlkan, og finnur að henni geðjast vel þessi ópersónulegu og þó nánu kynni. — Þau voru sjálf úti að skemmta sér, og vita ekkert, bætir hún við. — Hvað ertu gömul? spyr mað- urinn allt í einu, leiðinlega hvers- dagslega. —- Átján, svarar stúlkan snöggt, hissa á spurningunni. — Af hverju komstu heim með mér, og af hverju drekkurðu þig út úr fulla, svona ung og falleg stúlka? Maðurinn er mjög föðurleg- ur og miðaldra. — Hvað var athugavert við það? spyr stúlkan, undrandi og það kem- ur þrjózkusvipur á andlitið. — Þú ættir að gæta þín. Það getur hæglega farið illa fyrir þér ef þú heldur svona áfram. Þú átt að vera góð stúlka og giftast seinna ein- hverjum góðum ungum pilti. Mundu, að við lifum bara einu sinni og kannski tæplega það. — Hvað ertu? Ertu gamall pré- dikari, sem hefur hengt hempuna sína inn í skáp. Stúlkan er bæði reið og særð. — Var ég ekki nógu góð við þig, gamli feiti-------- — Gæs, segir maðurinn, hægt en reiðilega. — Komdu, ég ætla að ná í bíl og aka þér heim. Þegar hann kemur í Klúbbinn um kvöldið er hún þar. Situr ein við borðið því vinkona hennar er að dansa. Hann sezt á móti henni, full- ur af lífsreynslu, skilningi og mildi. — Þjónn, tvo whisky, takk. — Ég var að leita að þér. Augun þín, svo ung og melankólsk. Það er ekki hægt að gleyma svona augum. Svo hún gekk um með hvíta svuntu og vaskaði upp hjá þér í fimmtán ár? Stúlkan hlær stríðnislega, og smáu hörkudrættirnir við munninn eru greinilegri en í gærkvöldi. —- Ég er búinn að gleyma því, svarar maðurinn. — Komdu, við skulum dansa.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.