Vikan - 13.12.1962, Blaðsíða 9
Og Derek setti upp svip eins og gamall og reynd-
ur scrfrœðingur á vin, sem bragðar á sjaldgæfri
og dýrmætri tegund. „Dásamlegt . . sagði liann.
Við náðum upp á jökulinn eftir tveggja klukku-
stunda strit. Þá skiptum við um stöðu, eftir að
við höfðum hvílt okkur og varpað mæðinni, og
rak ég þá lestina með sleðann. Það tafði mig mjög
að hann valt nokkrum sinnum eftir að kom upp
á jökulinn svo ekki var laust við að mér væri
farið að renna í skap .
MINNI HÁTTAR ÓHEPPNI.
Og ioks keyrði um þverbak, þegar sá, sem fór
fyrir, kannaði leið yfir hröng'hrygg, en ég not-
aði hiðina á meðan til að draga sleðann upp bratt-
ann að hryggnum, svo ég fcngi nægilegan slaka
á línuna, þegar ég færi að klöngrast yfir. Þá gerð-
ist það, að sleðinn tók allt í einu á rás undan
brekkunni og kippti mér fyrirvaralaust flötum
niður í snjóinn.
Félagar mínir námu staðar, studdust fram á
isaxir sínar og virtu mig samúðarlaust fyrir sér,
þar sem ég lá. „Hvað er þetta — ertu lagztur fyrir
Jimmy? Ertu orðinn svona þreyttur?“ spurði War-
wick án minnstu vorkunnar.
„Fjandinn liafi það,“ öskraði ég. „Hvernig get-
urðu búizt við þvi, Deacock, jafnvel þótt þú sért
fábjáni, að ég geti farið eins hratt yfir með sleð-
ann og þið þrir, flissandi glóparnir? Hvernig lit-
ist yklviir á að við hcfðum eitthvert samstarf?"
En aðfinnslum mínum var cinungis tekið mcð
hlátri. „Vesalings Jim gainli er lagztur fyrir.
Komdu þér nú á lappirnar, iagsmaður. Okkur cr
t'arið að kólna.“
Nokkru 9einna féll sleðinn niður um snjó-
hengju, og rykkurinn lenti að mestu leyti
á mér, þar sem ég fór síðastur. Sem betur
fór, lögðust þeir hinir á línurnar, svo okkur
tókst að draga sleðann með farminum upp úr
sprungunni.
Við komum okkur upp bráðabirgða að-
seturstað, en þaðan hugðumst við reyna að
ganga á þá næstu tinda, sem enginn hafði
áður klifið. Derek, sem mjög hafði þjáðst
af þreytu fjóra siðustu dagana, gerðist þung-
lyndur og önugur.
Fg veitti þvi þegar athygli, að hann var
ákaflega viðkvæmur fyrir þeim allineinlcgu
skeytum, sem Warwick virtist hafa sérstaka
ánægju af að beina að honum. En með þeim
voru gamlar væringar ■— Dcrek hafði laskað
híl Warwicks eitthvað í akstri í Lundún-
um skömmu áður en leiðangurinn lagði af
stað, en taldi sig ekki bera neina ábyrgð á
öhappinu og neitaði að greiða viðgerðina.
(Jg nú úrðu hætturnar og stritið til að
gera þetta gamla ágreiningsefni hálfu við-
urhlutaineira i huga Warwicks, og þegar
hann sá live Derek tók sér glósur hans nærri,
var það hvort tvcggja, að hann þóttist fá
þar nokkra uppreisn, og að lionum létti við
að geta þannig látið sina eigin þreytu og
geðvonzku bitna á honum.
Svo var það einn morgun um sólarupp-
rás, að við sátum úti fyrir tjaldinu og tæmd-
um siðustu tekollurnar áður en lagt væri
af slað. Warwick leit illgirnislega á Derek,
sem sat þarna hljóður og svipgncypur, og
varð svo að orði: „Hvers vegna reynirðu
ekiki að hrista af þér þetta slen, veslings
rolan þtn.“
„Þetta lagast," svaraði Derek. „Ég verð
alltaf svona, þegar ég er orðinn mjög þreytt-
ur.“ Hann leit ekki upp, en starði án afláts
í tekolluna.
Það levndi sér ekki hve ánæður Warwick
varð, þegar hann sá hvernig hinn kveinkaði
sér. „Já, það ge-tur komið sér vel í fjaJlgöng-
mn,“ sagði hann i'lk vittnislega.
Þá spratt Derek allt i einu á fætur, svo hart
að teið skvettist úr kollunni á fjallgöngu-
skó Warwicks. Hann harðkreppti þá hönd-
ina, sem honum var laus og augu lians
brunnu af reiði. Nokkra hrið ríkti alger
þögn; þeir störðu hvor á annan, Derek
titrandi af reiði, Warwick hálfhissa, þvt að
þetta vnr meira en hann hafði ætlazt til.
Ég liallaði mér frarn i sæti minu á milli
þeirra, og kom þannig i veg fyrir að þeir
færu saman. Þá kvað við brestur, þegar
Derek þeytti tekollunni af öllu afli á stein,
svo brotin þutu í nÞar áttir, og um leið
hvæsti hann framan í Warwick: „Láttu mig
linhvcrn tíma i friði, svínið þitt.“
Nú sneri Warwiok sér til okkar Donalds,
miður sin yfir þvi að hafa komið þessu
af stað. „. . . og þetta verð ég að þola,“
kvartaði liann.
Derek slangraði inn í tjald sitt, en svo
illa vildi til að þeir bjuggu í sama tjaldinu,
Warwick og hann.
„Það verður ekki langt þangað til hann
lætur hendur skipta, Warwick,“ varð mér
að orði. „Og það gefur auga leið, að slíkt
gæti orðið örlagarikt fyrir leiðangurinn.
Hvers vegna geturðu ekki látið það vera að
erta hann? Hvers vegna geturðu ekki látið
það, sem gerðist i Lundúnum, vera gleymt
og grafið? Við erum hér fjórir, bundnir
saman á tklifurlínunni hvert sem við förum,
svo enginn einn getur frá hinum sloppið.
Sennilega verður Derek næstur á undan þér
á morgun, og þá áttu allt þitt undir hon-
um . . .“
Og skömmu siðar voruin við lagðir af
stað út að skriðjöklinum.
HÆTTURNAR Á SKRIÐJÖKLINUM.
Við héldum upp bratt harðfenni. Þegar
kom að skriðjöklinum, skiplum við okkur,
tveir og tveir á linu. Skriðjðkullinn, «era féÖ
eins og nokkurs konar foss fram af þverlinipt-
um jökuljaðrinum virtist sæmilegur yfirferðar
við fyrstu sýn, því að yfir hann lá eins konar
brú, þar sem jökulruðninguriiin var þjappað-
ur saman. Þetla var skammt fyrir neðan þar
sem skriðjökullinn féll úr sjálfum jöklinum
og myndaði þar foss úr uggvænlega stórum
isbjörgura. Þungfært reyndist, þegar út á skrið-
jökulinn kom, og víða ui-ðum við að kafa ruðn-
inginn í kné.
Þetta gekk seint og var ákaflega þreytandi,
en áfram miðaði okkur, enda liöfðum við ekki
neina töf, nema hvað við námum staðar öðru
hverju, rétt til að þurrka framan úr okkur
svitann og fylgjast með þvi hvort isbjörgin
á fossbrúninni fyrir ofan okkur, héldu ekki
kyrru fyrir. Við klifum um lirið utan í harö-
fenni, sem gekk cins og liryggur ofan af jökl-
inum, og héldum þó heldur upp á við, þangað
til fyrir okkur varð klettarani, eins og þrösk-
uldur i vegi.
Við Warwick töldum að auðvcldast mundi
að komast yfir þennan klettarana nokkru ncð-
ar, en hinir viidu ekki þurfa að lækka leið
sina og héldu því áfram sem horfði. Við fórum
mjög hægt og gætilega og færðum okkur aldrei
úr stað nema annar i senn. Kletturinn var mjög
sprunginn og öll liandfesta ótrygg.
Þótt hætturnar væru þannig í liverju skre[i,
liéldum við ótrauðir áfram, en oft hrundu stein-
ar undan fæti fram af hengifluginu niður á
skriðjökulinn, og var hollast fyrir taugarnar
og jafnvægið, að horfa ekki eftir þeim á flugi
þeirra.
Þegar við vorum loks komnir heilu og
höldnu yfir klettaranann og harðfennið, hvíld-
um við okkur um hrið i jökulruðninginum og
biðum hinna. Donald var blóðugur i framan,
hafði hrumlað sig á nefinu þegar hann missti
fótfestu á klettarananum og hrapaði um sjö
metra unz linan barg honum.
Við höfðum nú klifið og gengið i fullar niu
klukkustundir og gerðumst lúnir, en áfram héld-
um við samt. Ekkert var okkur eins áríðandi
og að geta cinbeitt allri hugsun okkar og skynj-
unum, en það verður örðugt þegar þreytan fer
að segja til sín. Við urðum að treysta gersam-
lega hver á annan og vinna sem ein samstillt
heild; brygðist einum okkar aðgát eða sam-
vinna við hina, gat það komið okkur öllum
i bráða liættu. Warwick fór fyrstur og brást
ekki forystan, og var áræði hans og þol með
ufbrigðum, þegar hann leiddi okkur hægt og
örugglega yfir allar þessar torfærur, unz þang-
að kom að lokum, sem greiðfærara var yfir-
ferðar.
ENGIN KÆTI í FJALLGÖNGUM.
Við héldum til vinstri, inn I jökulhvilfGna
og stefndum upp á bunguna. Ofan í hvilft þessa
liellti só’in án afláts geislum sinum, sem köst-
uðust lrá ísbörmunum allt í kring inn að miðri
skálinni. Þarna var því í senn ofsalegur hiti
og ofsaleg birta og loftið þungt af svækju. Og
þarna urðum við að vaða mjöllina eins og
gljúpan sand, og var þar ótrúlega þungt undir
fæti.
Við gengum álútir, örmagna af þreytu, geng-
um eins og í leiðslu og það cina, sein vitund
okkar nam, var hitinn, snjóbirtan og þungi
byrðanna. Það var ekki um að ræða neina
kæti í þessari fjallgöngu.
Ho’.dvotur af svita færði ég hvorn fótinn
fram fyrir annan eins og i draumi, skrikaði
öðru hverju i spori svo að Warwck kippti i
línuna, en það gerði mér gramt i geði, eða þá
að þeir sem á eftir fóru, kipptu í mig, og það
gramdist mér enn meira. Ég var allt of þreytt-
ur til að tjá tilfinningar mínar í orðum. Fyrsti
áfangastaður okkar var grjótbunga nokkur í
miðri hvilftinni, og hægt og hægt mjökuðumst
við í áttina þangað.
Svo langan tíma tók það okkur, að á stund-
um héldum við að við hefðum séð þcssa
Framhald á bls. 31.
ViKAN 9