Vikan


Vikan - 13.12.1962, Blaðsíða 25

Vikan - 13.12.1962, Blaðsíða 25
í siðasta skiptið við hlið Dahls, og það var eins og Þá drægi úr söknuði hennar. Það olli henni jafnvel ekki neinum áhyggjum, þegar hún sá hvar Prowse sat á bálkinum og studdi hönd að vinstri siðu sér, fölur og úrillur, og beið komu þeirra. „Þá er allt í lagi, Carl,“ mælti Dahl hressilega. ,,Nú höldum við af stað .. .“ ,,Já, einmitt," tautaði Prowse og beið þess að sér yrði hjálpað niður af bálkinum. Dahl tók utan um hann og studdi hann, þegar fætur hans námu við gólf. Og Prowse studdi enn fastara að síðu sér. „Hvernig líður þér?“ spurði Ali- son. „Hvernig í fjandanum ætti ég að vita það? Ég er allur dofinn og ringl- aður,“ svaraði hann ónotalega og fullur sjálfsmeðaumkunar, eins og hans var von og visa. Og þó að Dahl styddi hann og héldi honum uppi, var eins og hann áliti það ekki nóg, því að hann gaf Alison bendingu um að hún yrði að styðja sig líka. Og þegar þau gengu út úr kof- anum niður að vatninu, gat Alison ekki varizt þeirri hugsun að ótrú- lega hefði sköpum skipt. Það var undarlegt að gera sér grein fyrir því nú, að sú hafði verið tiðin, þegar Prowse bar hæst höfuð þeirra karl- mannanna í hópnum, og sjálfsagt þótti að orð Greatorex gamla væru Þeim öllum lög. úti á vatninu, fann Alison til ónota- kulda, svo við sjálft lá að hún skylfi, en Greatorex gamli beit saman tönn- unum i svefnpoka sínum og barðist við hrollinn. Alison hlúðí eftir megni að Prowse, sem þegar var orðið ó- notalega kalt. En þeim Dahl og Surr- ey var svo erfiður róðurinn, að þeir svitnuðu þótt snöggklæddir væru. Það var komið undir sólsetur, þegar þau náðu þangað sem áin féll úr vatninu. „Það er bezt fyrir okkur að leggja að landi og láta fyrirberast þar yfir nóttina," sagði Dahl við Surrey. „Straumurinn ætti að létta af okk- ur erfiðinu á morgun." Hann verkjaði í handleggina og bakið af erfiðinu og hnén voru hálf- dofin eftir setuna. Um leið og þeir renndu að landi og lögðu upp ár- arnar, sagði nepjan til sín. Þeir fóru báðir strax i úipurnar og skutu renni- lásnum upp i bálsmálið, en engu að síður setti að þeim hroll eftir svitann og stritið undir árunum. Dahl greip til þeirrar axarinnar, sem var með lengstu skafti og not- aði hana sem bátshaka; krækti henni að bol á birkitré, sem slútti út yfir vatnsílötinn og dró flekann upp að ströndinni. Og þegar í land kom tók hann úr sér hrollinn við að höggva brenni. Stundu síðar lágu þau umhverfis bjart og vermandi bál ... DAHL settist á hægra borð, Surrey á vinstra eftir að landfestar voru leystar. Svo lögðu þeir út árar og flekinn skreið hægt frá landi, út á vatnið. „Þá erum við loks lögð af stað," hugsaði Dahl. Og í rauninni kom það honum mjög á óvart, að hann skyldi ekki verða gripinn neinum fögnuði. Að hann skyldi jafnvel öllu fremur finna til kvíða. Hvers vegna? spurði hann sjálfan sig. Jú, það var fyrst og fremst þetta — höfðu þau tekið þann kostinn, sem beztur var? Þau höfðu dvalizt langan og erf- iðan vetur inni á Ungava-hálendinu, inni á auðnum, sem enginn hvítur maður hafði nokkru sinni augum lit- ið, nema úr flugvél og fyrirfannst ekki einu sinni á neinu landabréfi. En sökum Þekkingar sinnar var hon- um sjálfum ljóst ýmislegt það, sem þau hin höfðu ekki hugmynd um og ekki olli þeim því neinum áhyggj- um. Til dæmis það að í rauninni var þetta hálendi ein samfelld snjó- bunga vetrarlangt, en fyrstu vikur júnímánaðar féllu frá henni vötn i allar áttir, elfur og fljót, sem þö runnu ekki öll til sjávar heldur þraut í uppistöðuvötnum, sem ekki höfðu neitt afrennsli, heldur hækkaði yfir- borð þeirra í víðum hvylftum og skál- um milli fjalla jafnt og þétt, unz leysingunum lauk, lækkaði síðan smámsaman aftur, bæði fyrir upp- gufun og jarðvegsleka, unz aftur haustaði og frysti. En önnur fljót steyptust svo fram af háléndinu um brött gljúfur eða fram af háum fossbrúnum, áður en þau sameinuð- ust niðri á láglendinu og runnu til sjávar. Upp úr hádeginu rann örlítil gola, sem þau myndu ekki einu sinni hafa veitt athygli í landi, en þyngdi þó róðurinn til muna, þar eð hún var á móti. Og þar sem skjóllaust var EKKI reyndist sú spásögn Dahls rétt, að straumurinn mundi létta þeim erfiðið. Ekki fyrir það, að áin var bæði nógu djúp og straumþung. Ef til vill fyrst og fremst fyrir það hve straum- þung hún var, og hve hratt hún hreif flekann með sér. Fyrir bragðið stóð þeim stöðug hætta af klöppum og klettum, jafnvel trjábolum, sem áin bar með sér og sumir möruðu í hálfu kafi. Þeir Dahl og Surrey urðu því að beita án afláts stjökunum, sem þeir höfðu gert sér úr grönnum, en seigum og stæltum viðarteinungum. Leggjast á þá af öllum kröftum til að breyta stefnu flekans, oft og tið- um í einni svipan, og hafa stöðugt gát á öilu framundan. Straumfar fiekans gerði þeim líka allt erfiðara. Ef um bát hefði verið að ræða, mundi kjölurinn hafa skorið strauminn einni, beinni rák, en flot- holtin mynduðu tvær rákir með all- breiðu bili á milli, og þegar annað þeirra var úti i miðjum straumnum, þar sem strengurinn var harðastur, var hitt ef til vill í jaðri hans, Þar sem átakið var minna, og stakk þvi við, svo engu mátti muna að flekinn snerist. Dahl varð því á stundum að leggjast á stjaka sinn af öllu afli til að hemla við, þegar fiotholtið hans megin vár i strengnum, en Surrey að stjaka sem mest hann mátti sin megin — eða öfugt. Og stundum urðu Þeir báðir að vinda sér út í sama borðið með stjakana, þegar straum- urinn bar flekann í einu vetfangi upp að bakkanum. En æfingin kom fyrr en varði. Þeir lærðu furðufljótt að þekkja helztu duttlunga straumsins og sjá þá fyrir, nægilega fljótt til Þess að bjarga öllu við í tæka tíð. Þeir gátu gert sér grein fyrir botninum af iðukast- inu framundan og verið við öllu búnir. Loks kom þar sem áin féll i gegn- um lítið lygnt vatn. Þar létu þeir fyrirberast um stund, fegnir hvíld- inni og kyrrðinni. Prowse skreidd- ist út að borðstokk fiekans og seldi Allt í kring heyrðist leysingarniður og gnýr í straumþungum vötnum. Það var eins og þíðviðrið hefði leyst sjálft lífið úr læðingi, vakið það af vetrarlöngum híðissvefni. upp. „Við erum helzt til langt frá sjó enn til þess að verða sjóveikir," var komið fram á varir Dahls, en hann gætti sín og sagði ejíki neitt. Grea- torex settist upp í svefnpoka sínum og minnti mest á frosk, þar sem hann skimaði í aliar áttir, eins og hann vildi sannfærast um það af einhverj- um kennileitum, hvort hann væri í rauninni lífs eða liðinn. Dahl leit til Surreys. „Ertu til i að taka annan sprett?" spurði hann, og varð dálitið undrandi á þvi, að hann fann til einhvers þyrkings og sárinda í kverkunum, eins og hann hefði kallað, án þess hann vissi til þess. Og þó hafði hann vitanlega kallað og öskrað, þegar straumgnýr- inn var sem mestur, þótt hann tæki ekki eftir því. Greatorex gamli stundi. En Surrey var hinn galvaskasti. „Allt i lagi, aðmíráll," svaraði hann glettnislega. „Flotinn er reiðubúinn." Hann lítur út eins og glottandi sjó- ræningi i kvikmynd, hugsaði Dahl og gat varla brosi varizt, þegar hann virti Surrey fyrir sér, þar sem hann stóð með stjakann, tötralegur, skeggjaður og skælbrosandi. Það var allt í lagi með Surrey, en hann var ekki eins viss um að allt væri sem skyidi varðandi gamla manninn. „Hvernig liður þélr, Greatorex?" spurði hann. Greatorex gamli leit til hans, eins og honum þætti vænt að hann skyldi sýna sér þá tillitsemi að spyrja, en festi þó ekki á hann augun, nema rétt í svip. „Hafið ekki neinar á- hyggjur af mér," svaraði hann ólík- indalega og skotraði augunum þang- að, sem áin rann aftur úr vatninu. Og það var auðheyrt á röddinni, að hann hafði þungar áhyggjur af sér sjálfur — og vildi gjarna að það skildist. „Ertu viss um að þú sért sæmilega hress?“ spurði Dahl enn. Hafi Greatorex gamli heyrt spurn- inguna, varaðist hann gaumgæfilega að láta það sjást. Þeir Dahl og Surrey lögðu út ár- arnar og reru yfir vatnið. Dahl veitti Greatorex gamla athygli, en varaðist að hann gæti veitt því athygli. Það gátu varla verið látalæti ein, hugs- aði Dahl, hvernig hann beit á jaxl- inn og hélt báðum höndum dauða- haldi í öryggiskaðalinn meðfram borðstokknum, svo að hnúarnir hvítn- uðu. En andlit hans var gersamlega sviplaust, svo ekkert varð af þvi ráðið um líðan hans. Og andartaki síðar var flekinn aft- ur kominn á flugferð undan straum, og eftir það var enginn tími til að veita athygli öðru en þvi sem fram- undan var. Undir kvöldið lögðu þeir flekanum á lygnu við bakka, gengu Framhald á bls. 48. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.