Vikan - 13.12.1962, Blaðsíða 17
í Rekkhollinu spila menn billiard
í tómstundunum.
í matartímanum er æfð knattspyrna á melunum austan við
Seaweed....
Matmæðurnar skammta á dallana, um leið og' röðin Jiokast
fram hjá þeim.
að segja var miklu léttara verk að grafa skurði hjá Almenna
heldur en hjá verktökum. Samt fór hann ekki aftur til Almenna,
þótt auglýst væri eftir verkamönnum þangað.
Kunningi minn góður, Dagur Þorleifsson, nú blaðamaður
Samvinnunnar, var samtíða mér á Keflavíkurflugvelli. Hann er
hagorður vel, eins og margir vita, og þegar líða tók á vallarveru
okkar, orti hann langt kvæði um völlinn, _sem er heldur neikvætt
fyrir staðinn og það sem þar er gert. Ég vona, að mér verði
ekki tekið það illa upp, þótt ég tilfæri hér nokkur erindi úr þessu
kvæði Dags, til þess að sýna hvern hug sumir bera til þessa vinnu-
staðar síns. Síðar í þessari grein koma fram jákvæð viðhorf:
Til að vernda og styrkja hina veikluðu Evrópumenning,
hin vestrænu stórveldi mynduðu heilaga þrenning
og lýstu því yfir í mæltu og rituðu máli,
þau myndu sig verja af hörku með blýi og stáli.
Og fyrir þau ísagrund allmikla þýðingu hafði
(hin íslenzka ríkisstjórn varla neitt fyrir þeim tafði):
Á ljótasta stað, sem á landinu hægt er að finna
þau leigðu sér skika, og þar var svo byrjað að vinna.
Og sveinar og meyjar úr sveitum og þorpum og bæjum
söfnuðust þar eins og lyktnæmir gammar að hræjum.
Meðan sól var á lofti og ei síður er röðull var hniginn
af svellandi fjöri var dansinn um gullkálfinn stiginn.
Framhald á bls. 4G.
VIKAN 17