Vikan


Vikan - 13.12.1962, Blaðsíða 20

Vikan - 13.12.1962, Blaðsíða 20
JÓLASVEINN SEM BORÐSKRAUT EÐA NALABOK i Hann er saumaður úr filtafgöngum, í hvítum, svörtum, rauðum og bleikum lit. Dálítið af lími og svörtu ,,arora“-garni. Dragið sniðin upp á smjörpappír og klippið út. Sníðið síðan eftir þeim, þannig: a, bakstykki skikkjunnar, 1 stk. rautt — b, framstykki skikkjunnar, 1 stk. rautt, sniðið með takka- skærum — c, stykkið, sem nálunum er stungið í, 3 stk. bleik, sniðin með takkaskærum — d, andlitið, 1 stk. bleikt — e, skegg, 1 stk. hvítt — f, hárið að aftan, 1 stk. hvítt — g, húfan, 2 stk. rauð -— h, höfuðbandið, 1 stk. svart og 1 stk. hvítt, sem sniðið er örlítið stærra en það svarta — i, hanzkinn, 2 stk. hvít — j, umslagið, 1 stk. hvítt karton eða teiknipappír. Augu sniðin úr svörtu, augnbrúnir og yfirskegg úr hvítu og munn- urinn úr rauðu filti. Sníðið 2 hnappa úr svörtu filti. Þegar stykkin hafa verið sniðin, er brotið inn af bakstykkinu (a) um punktalinurnar og límt örlítið. Límið saman að ofan 2 stk. fyrir nálarnar (c), og saumið síðan efst á framstykkið (b), svo innaf- brotin á bakstykkinu komi að stykkjunum, þegar lokað er. Saumið 1 stk. fyrir nálar (c) efst á framstykkið, og saumið síðan saman fram- og afturstykki að ofan. Lírnið nú á andlitið, augu, augn- brúnir, yfirskegg og munn. Saumið síðan nef og í kring um augu með svörtu „arora“-garni. Límið bakhluta höfuðsins að ofan og skeggið á andlitið. Saumið húfuna saman með þéttum þræðisporum og límið höfuð- Framhald á bls. 48.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.