Vikan


Vikan - 13.12.1962, Blaðsíða 23

Vikan - 13.12.1962, Blaðsíða 23
II * _ 4 'loiipn ai° Stjornuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. HrútsmerkiÖ (21. marz—20. apr.): Þetta verður vika, sem svipar mjög mikið til næstsiðustu viku. rl^S Föstudagurinn verður þó nokkuð. frábrugðinn, hvað það snertir. Þá munt þú kynnast persónu, sem i fyrstu hefur lítil áhrif á þig, en þegar fram líða stundir, mun þessi persóna verða til þess að breyta viðhorfi þínu til lifsins. Nautsmerkiö (21. apr.—21. maí) :Þú lendir í ein- hverju klandri í þessari viku, en skynsemi þín verður til þess, að þú sleppur með skrekkinn úr þessum ógöngum. Á vinnustað gerist margt ó- venjulegt og skemmtilegt. E'itt kvöld verður þér komið þægilega á óvart. Verður þar gamall kunningi þinn að verki. Heiilatala 8. TvíburamerkiÖ (22. maí—21. júní); Kona, sem lítið hefur komið við sögu undanfarið, lætur nú mikið á sér bera. Þér verður á eitthvert glappa- skot i vikunni, en þér mun lærast ýmislegt á þessu glappaskoti. Það hefur borið alltof mikið á öfund i garð náungans í fari þínu. Þú verður að venja þig af þessum fjára hið snarasta —• þetta verður til þess að þér verður ekkert úr verki. Krabbarherkiö (22. júní—23. júlí): Þú dettur sannariega i lukkupottinn í vikunni. Ekki el reyndar ljóst hvers eðlis öll þessi lukka er, en líklega verða peningar þar með i spilinu. Sunnu- dagurinn er dálítið varhugaverður i öllum hjart- ans málum. Þú skalt fara varlega að ástvini þínum þennan dag (reyndar alltaf, en þessi dagur er viðsjárverður). LjónsmerkiÖ (24. júlí—23. ág.): Þessi vika verður heldur leiðinleg. Það gerist fremur lítið, og yfir- leitt mun Þér finnast þessi vika heldur lítilfjörleg ■— n. b. ef þú gerir eitthvað sjálfur til þess að fjörga hana. Það hefur nefnilega borið talsvert á því undanfarið, að þú sitjir bara og bíðir eftir að hamingj- an brosi við þér. Meyjarmerkið (24. ág.—23. sept.): Þú tekur mikl- um framförum á vissu sviði í vikunni. Líklega tvinnast þar inn í eitt af áhugamálum þínum. Þú ert nokkuð metnaðargjarn þessar vikurnar, og er vissulega gott til þess að vita, en þú mátt ekki reisa markið of. hátt, eins og virðist raunin þessa dagana. VogarmerkiÖ (24. sept.—23. okt.): Þessi vika verður vika mikilla freistinga, en líklega ert þú maður til að standast þær allar — nema eina. Hins vegar verður það glappaskot til að kenna þér dýrmæta lexíu svo að liklega máttu síðar þakka fyrir, að þér varð á þessi skyssa. Talan 6 skiptir gift fólk afar miklu. Drekamerkiö (24. okt.—23. nóv.): Þessi vika verð- ur dálítið óvenjuleg hvað öll tilfinningamál snert- ir. Ef þú ert yfir þig ástfanginn þessa dagana, skaltu ekki vera allt of ástleitinn við þinn eða þína heittelskaða (u). Helgin verður hin ánægju- legasta. Það er eins og þú sért ekki eins flasfenginn og þú hefur verið undanfarið. Bogmannsmerkið (23. nóv.-—21. des.): I hópi fé- laga þinna muntu njóta þín bezt í vikunni, og yfirleitt verður lítið gaman að sitja heima. Þú ” li^ og félagar þínir munu nú byrja að stefna að einhverju marki, og er gott til þess að vita, að þið eigið ykkur loks einhverja stefnu. Þið hafið verið allt- of reiðalausir undanfarið. GeitarmerkiÖ (22. des.—20. jan.): Þessi vika verð- ur öll hin skemmtilegasta, einkum þó helgin. Am- or verður mikið á ferðinni, en sjaldan munu þó örvar hans rista djúpt. Þú skalt ekki flana að neinu í vikunni, því að smávægileg fljótfærni gæti dregið ljótan dilk á eftir sér. Heillalitur rauðleitt. Heillatala 7. Vatnsberamerkiö (21. jan.—19. feb.): Þú munt að einhverju leyti skipta um íverustað, ef ekki alla vikuna, þá nokkurn hluta hennar. Þú verð- ur fyrir áhrifum af einhverju, sem þú sérð, lík- lega í kvikmyndahúsi eða í leikhúsi. Þú virðist ekki nógu tillitssamur við fjölskyldu þina þessa dagana, og verður þú að bæta strax úr því. ©FiskamerktiÖ (20. febr.—20. marz): Maður, sem þú hefur til þessa metið mikils, verður til þess að valda þér einhverjum vonbrigðum, en dæmdu hann ekki strax. Þarna er leiðinlegur misskiln- ingur á ferð. Fimmtudags- og föstudagskvöld verða bæði óvenju ánægjuleg, en ekki er sama að segja um laugardagskvöldið. Heillatala 9. A Ávallt eitthvað nýtt frá Brjóstahaldari tegund 8296 er með stoppuðum skálum, sérstaklega gerður fyrir V-hálsmál. Biðjið um og þér fáið það bezta. tikan 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.