Vikan


Vikan - 13.12.1962, Blaðsíða 40

Vikan - 13.12.1962, Blaðsíða 40
Innritum allt árið gaman. BRÉFASKÖLI SÍS býður yður óvenjulegt taekifæri til skák- náms. Fyrir byrjendur: Skák 1, 5 bréf eftir sænska stórmeistarann Stáhlberg í þýðingu Sveins Kristinssonar. Fyrir Skákmenn: Skák II, 4 bréf-einnig eftir Stáhlberg og þýöandi sá sami. Kennari er Sveinn Kristinsson. Námsgjald aöeins kr. 200,00 fyrir hvorn flokk. Ég undirritaður óska að gerast nemandi í: □ Vinsamlegast sendið gegn póstkröfu. □ Greiðsla hjálögð kr.___________________ Nafn Heimilisfang Vinsamlegast útfyllið seðilinn hér til hliöar og sendiö hann til BRÉFASKÖLA SÍS, Sambandshúsinu, Reykjavík. BRÉFASKÓLI SÍS Fuglarnir hennar Maríu. Framhald af bls. 13. hl.jóð og dul í fasi, heldur því líkast sem hún dveldist ekki nema að liálfu leyti í umhverfi sínu. Gálu sumir sér þess til að hún hefði orðið fyrih hyliingu álfa eða ætti einhver mök við huldar vættir, en aðrir álitu þetta, ásamt óvenjuiegum friðleika liennar og bráðum þroska, sanna það, sem henni hafði snemma verið spáð — að henni væri ekki langt líf ætlað.“ „María var fimmtán ára, þegar Torfi kom vinnumaður að Skörð- um. Hún hafði nokkrum sinnum lieyrt á hann minnzt; að hann yrði föður hennar áreiðanlega þarfur, annar eins berserkur til allra vcrka. Hús vissi því að hans var von, en það vakti ekki neina forvitni með henni. Hjúin voru lilutlaus eins og gestir og gangandi, hvorki voru né voru ekki. En um leið og þessi af- renndi og dimmraddaði dólpungur með skollitaðan hárlubbann og sveipótt skeggið, var kominn inn í baðstofuna og setztur á rúmið, sem honum var þar ætlað, og hún fann grá, græðgisleg augu lians hvíla á sér, brá svo við að hún hrökk með andfælum upp af draumvöku sinni og varð gripin sönm ofboðskenndu hræðslunni og þegar hún hrökk uop af martröð næturinnar. Um leið varð hún þess vör að móðir hennar hafði lagt höndina á öxl hennar, lieyrði móður sína mæla til dólp- ungsins rödd myrkursins, að telpan héti Maria og væri komin á sextánda árið; réði það af orðalaginu að áður hafði hún sagt eitthvað fleira, þótt hún næmi þá ekki rödd hennar, vissi líka að liöndin hafði livilt þarna um hríð, þó að það væri fyrst nú að hún fann óbeitina á snert- ingunni gagntaka sig. Miður sín af ótta við þessa óvæntu ásókn mar- traðarinnar og myrkursins í vöku og birtu vordagsins, vissi hún ekki fyrr en hún stóð við skrifpúltið undir stafnglugganum og hafði stungið hendinni i armkrika föður síns, þar sem hann sat og rýndi í doðranta sina. Og það var ekki fyrr en hún liafði staðið þar þannig drykklanga lirið, að hún fann sér loks örugglega borgið undan atlögu þessa hatrama liðsauka við nátt- myrkrið og allt það, sem ekki var, og vegið hafði að henni berskjald- aðri; fann að nú voru þessi gráu og gráðugu augu eklci framar . ..“ „Og þannig var það vorið og sum- arið og fram á haust. Þannig var það, allt þangað til um nóttina, þegar faðir hennar kom lieim úr fjárrekstrinum austur fyrir kvísl. Allt þangað til hún hrökk upp af svefninum, þegar trylltur, storlcandi sigurhlátur móðurinnar fyllti bað- stofukytruna, og María sá liana, sitjandi hálfnakta upp við dogg í rekkju dólpungsins . . . sá föður sinn standa á gólfinu og licyrði hann mæla lágt og hlutlaust og án þess að breyta svip, að hann hefði lengi vitað þetta, heyrði hlátur móður sinnar hljóma allt í einu og andrá síðar sáran, ofsafenginn grát henn- ar, þegar liann var setztur við skrif- púltið og fjaðrapenninn tekinn að skrjáfa við- pappírsarkirnar . . . heyrði liana ömmu sína tauta, . . . hann linaut ekki til einskis, sá hött- ótti í kvíslinni . . .“ „Umskiptin, þegar henni var svipt úr grunlausu öryggi svefnsins yfir á skjóllausan berangur vöku og vit- undar, voru með slikum liætti, að þau lömuðu allan viðnámsmátt hennar i bili, eins og þegar hönd er höggi lostin. Henni var ljóst að eitthvað skelfilegt hafði gerzt, eitt- hvað, sem lengi liafði vofað yfir og átti eftir að valda hræðilcgri ógæfu. Að einhver óvættur liafði verið leyst úr böndum í myrkrinu; for- ynja sem stöðugt mundi liggja þar í launsátri, veitast að þeim og sæta færis að tortíma þeim öllum, líka þeim, sem orðið höfðu til að leysa hana. Þrúguð magnstola örvæntingu skynjaði hún nálægð hennar, lieyrði liana læðast um pallinn í frambað- 40 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.