Vikan


Vikan - 13.12.1962, Blaðsíða 22

Vikan - 13.12.1962, Blaðsíða 22
Ljóshærða stúlkan við næsta borð var snyrtilega máluð og hafði fall- ega fótleggi. Sat ein, með engan svip á andlitinu og horfði ofan í tómt glasið. Manninum sýndist hún aðlaðandi og einmana og ákvað að tala við hana. Hann stóð upp frá borðinu og gekk hægt til hennar. Stúlkan leit upp og sá hann koma. Feitlaginn, búlduleitur, góðlegur maður. Hann settist andspænis henni við borðið eins og það væri sjálfsagt, líkt og þau væru gamlir vinir eða skólasystkin. — Ein. Falleg. Melankólsk. Hvað er að? spurði hann. Röddin var lág og fáguð. — Bara ein, sagði stúlkan, og lyfti glasinu en það var tómt. — Þjónn, kallaði maðurinn Þjónninn kom fljótlega þó hann ætti mjög annríkt. - Tvo whisky og sódavatn. Whiskyið kom á borðið. — Skál. — Þú ættir ekki að vera einmana. Það er óskiljanlegt, stúlka eins og þú. Hvar er fólkið, sem þú komst með hingað, því ekki hefurðu komið ein. Nei, ein hefurðu ekki komið. - Kom ég ein. Er ég ein. Hvers vegna. Því? Stúlkan er í slæmu skapi og reyn- ir ekki að leyna því. Þó er maður- inn mjög föðurlegur og hlýr. Sjálf- sagt ágætismaður, og hefur tekið sér fríkvöld til þess að skemmta sér. — Eigum við að dansa? Maður- inn er feitur, ráðsettur og miðaldra, og þykir gaman að dansa við stúlk- una. Henni líður ágætlega núna. Það streymir friður og öryggi frá þess- um rólega manni. —- Skál. — Þjónn, meira whisky. 22 VIKAN — Ég kann vel við stúlkur með melankólsk augu. —• Ég á ekkert bágt, segir stúlkan og horfir þrjózkulega út í reykmett- að loftið í salnum. Það vottar fyrir hörkudráttum um munninn. — Sjáðu svarthærða strákinn, sem er þarna að dansa við ólaglega stelpu í allt of stuttum kjól. Hann þarf ekki að ímynda sér að hann sé eini strákurinn í bænum. Sjáðu hvernig hún dansar. Hún er ógeðsleg. Stúlkan fylgir dansinum með aug- unum, og minnir á barn, sem hefur misst gottið sitt í götuna. — Við vorum næstum því trú- lofuð í allt sumar, segir hún allt í einu, kalt og hiklaust, til að gefa manninum skýringu. — Hann er ekkert fyrir þig, þessi drengur, segir maðurinn, eftir að hafa horft á svarthærða piltinn um stund. — Þetta er blessað barn, þú sérð það sjálf. Og þú kærir þig ekki um smábörn. Ég veit hvað hentar þér. — Því segirðu það? —- Ég _ er mannþekkjari, gættu að því. Ég er búinn að lifa lengi og sjá margt. — Hvað skyldi henta mér? Stúlkan gleymir snöggvast von- brigðum sínum, og er nú forvitin og svolítið tortryggin á svip. —Þú ert falleg og sérkennileg, og þú átt eftir að verða enn þá fall- egri. Þú verður ein af þessum hættu- legu. Þú átt að læra að njóta, krefj- ast, heimta. Þú ert bara einu sinni ung, njóttu þess. Vertu hamingju- söm. Ég á ekki heitari ósk en sjá þig hamingjusama. Það vottar fyrir klökkva í rödd mannsins. — Þú ert skrýtinn. Þú talar öðru- vísi en aðrir, sem ég þekki, segir stúlkan og er komin í gott skap. Hún er dálítið hissa og í vafa. En það er bara gaman núna. — Ég tala ekki eins og litlu strák- arnir, eða hvað. Og þér leiðist líka oft að hlusta á þá, er það ekki rétt til getið? — Kannski. — Ég veit það. Ég þekki þig þó við höfum ekki sézt áður. Reyndar hef ég oft séð þig á götunni. Maður tekur eftir þér, það er óhjákvæmi- legt. — Við skulum dansa, segir stúik- an, og stendur upp. Hún er orðin glöð og létt, líður ágætlega. Þau dansa saman af innileik, það er kom- inn sá tími kvöldsins, sem allir dansa innilega. Að dansa við manninn er líkt og oð vera í fangi föður síns, notalegt, og reyndar ótrúlega skemmtilegt. Hvíld, og gott eftir sársauka og taugaspennu. Einhvers staðar innst inni með sjálfri sér, man hún eftir svarthærða piltinum, og hann er henni að fullu tapaður, hún hefur vitað það lengi, og sem betur fer er hann ekki eini strákurinn í þess- um heimi. Langt frá því. Þau hætta að dansa og setjast aft- ur við borðið. Drekka, og tala rólega saman. Og það líður að lokunartíma. - - Ertu samferða? kalla tvær vin- konur stúlkunnar, þær standa við útidyrnar og eru að hneppa að sér kápunum. — Hvert farið þið? —- Við ætlum í smápartý, þú get- ur verið með ef þú vilt. — Ég ætla heim. — Beint heim? Hvað gengur að þér, létu þau þig kannski lofa því að koma beint heim. Það þýddi lítið að bjóða mér upp á slíkt, segir önn- ur stúlkan, hún er dálítið drukkin, og hæðnisleg á svipinn. — Ég lofaði engum að koma beint heim, en ég ræð því líklega sjálf hvort ég fer í partý eða ekki. Því eruð þið að skipta ykkur af mér. Stúlkurnar anza henni ekki frek- ar og fara út. — Við skulurn koma, segir mað- urinn, — ég ætla að ná í bíl. Þau setjast inn í bílinn og stúlkan segir heimilisfang sitt. — Við komum aðeins við á skrif- stofunni minni, ég á flösku þar, seg- ir maðurinn. — Ég ætla ekki að drekka meira, segir stúlkan, — ég fer heim að sofa núna. — Okkur langar ekki að fara að sofa strax, segir maðurinn, mjög rólega og ákveðið. — Maður á að vaka þegar það hentar manni, vaka þegar gaman er að vaka. Svefninn verður nógu langur í lokin, og tím- inn snýr ekki við. Lifa meðan lífið endist. Ég hef rétt fyrir mér, finnst þér ekki? Stúlkunni finnst hann hafa rétt fyrir sér. Þau stíga út úr bílnum og ganga gegnum garð inn í húsið. Nýtt hús, fallegur garður, gott hverfi. Þetta er þriggja herbergja íbúð og eitt herbergið útbúið sem skrif- stofa. •— Býrðu hérna? spyr stúlkan. — Hér bý ég, vinn hér, sef hér. Leiðist eða nýt lífsins, eftir því hvernig á mér liggur, segir maður- inn dálítið hátíðlega. — Hvar er konan þín, kannski ^ sofandi? spyr stúlkan og veit ekki vel hvað henni á að finnast um þetta allt. — Ég átti konu í fimmtán ár. Hún var hér. Alltaf. Eldaði mat, vaskaði upp, svaf hér. Hún er farin. —- Þótti þér slæmt að hún fór? Framhald á bls. 30.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.