Vikan


Vikan - 13.12.1962, Side 19

Vikan - 13.12.1962, Side 19
maðurinn lyfti hægri hendinni, líkt og hann ætlaði að móta mjúkan jarðarleir, eins og áð- ur. En svo var sem hann kipptist við. Og þessi hvíti bjarmi var yfirskyggður. Út í matarskemmu Þorleifs róðrarkarls heyrðist lágt hvæs. Og þar var tuggið. Terrnur skullu saman. Jón fáviti sá það, sem hann þurfti og vildi. Skemman var full af mat. Jón hafði náð sér í hákarlsbita og tuggði hann. Þegar Jón kom inn, hafði hann rekið sig á tvö kindakrof, sem hengu rétt við dyrnar. Nýslótr- að. Svo hafði hann rekið lapparómyndirnar í haus, kindárhaus. Jón fáviti brosti inni í myrkr- inu. Svo hélt hann áfram að tyggja, renna nið- ur, tyggja. Þetta var gamall, mjúkur hákarl. Jón rak aftur fótinn í haus af sauðskepnu. Tveir hausar. Tveir skrokkar. Nýslátrað. Já, Þorleif- ur var víst ríkur. En það var lítið um sauðfé þar við sjóinn, mjög lítið. Jón fáviti var ekki fáviti, þó hann væri kallaður það. Nú heyrðist aftur þetta hvæs, þegar munnvatn og hákarls- feiti freyddi og spýttist út um skarðið í vör- inni á honum. Prestinum höfðu horfið tvær ær. Jón fáviti brosti. Hefði hann verið spurður af hverju þann brosti, mundi hann hafa hlegið þessum trðllahlátri, sem fólkið var oft svo hrætt við. Jón fáviti tuggði hægt, svo varð hann sadd- ur og beið. Þrusk. Hann snaraðist út. Eitthvað enn svartara en nóttin var á ferð við húsið lengst til vinstri. Það var hann, presturinn. Mennimir fylgdust að sömu leið og þeir höfðu komið. Myrkrið var eins og áður. Eftir nokkra stund, þegar þeir voru komnir lengra frá, heyrðist aftur í vörinni hans Jóns fávita. Hann hvíslaði. Það var sagan um kindarskrokkana og hausana. — Ég þreifaði á eyrunum. Það var markið yðar, prestur minn, laug Jón fáviti. Ef sól hefði verið, mundi hún hafa séð bros, breitt, lævíslegt bros á skarðmunni Jóns fávita. En í nóttinni sást ekkert. Og hugur Jóns var eins og skuggamir, á flótta undan tunglsglætu, ókyrr, dulráður og meini blandinn, hrekkja- fullur af langri skuggaævi. Mundi hann ennþá, að Þorleifur hafði sparkað í hann í fjörunni, þegar hann hafði bara tekið upp skel? Já, það var bara skel, í það skipti. Presturinn blóðroðnaði undir hattinum. Hafði Þorleifur róðrarkarl látið taka tvær kindur hans og skera án þess að hirða um eigandann? Það gæti verið líkt hans yfirgangssemi, sem ekki gætti að öðrum og braut af sér helgihald og kirkjugöngúr. En þó fannst honum ótrúlegt, að Þorleifur hefði gert þetta. En menn hans? Það var annað mál. Allskonar lýður safnaðist i sjávarplássunum utan um þá, sem máttu sín og þjónaði slíkum mönnum, hver eftir sínu innræti og handlagi. Prestur hugleiddi þetta og varð allt í einu ofsareiður. Það var sjaldan, sem kindur flæddi hér. Hvarf þeirra úr fjör- unni var alltaf grunsamlegt. Það höfðu dæmin áður sýnt. En hver hédt þjófum í skefjum á þessum krappa og sævi hrakta Stað? Frekast enginn. Sumir kvörtuðu tilSkapta lögréttu- manns. Það mundi hann líka gera. Hann skyldi engan kæra, aðeins segja það, sem hann vissi. Það var nóg og það var skylda hans. Það væri bezt að tala við Skapta þegar á morgun. En kæra engan, því var hann staðráðinn í. Aðeins segja frá. Presturinn var alltaf skaðasár. Hann tapaði oft ýmsu en hann vandist því ekki, heldur espaðist við það. Hann varð reiður í hvert skipti og hafði oft beðið Guð fyrirgefningar. En reiðin yfir skaðanum kom alltaf aftur við hvert tjón, stórt og smátt. Það var svo erfitt að missa á svona fátækum stað. Þorleifur Þórðarson, sem byggðin kallaði róðrarkarl, af því hann sótti sjóinn fastar en aðrir, jafnvel um helgar og átti fleiri en einn bát, gekk snörum skrefum milli húsa og búða áleiðis neðar til sjávarins. Það var salt í hárinu á honum. Saltið fór aldrei úr því. Ekki frekar en vartan af kinn- inni á honum, litlaust veðrað hárið og skarpa nefið. Hann hægði aðeins ganginn. Hnefar hans voru krepptir og hvítir. Hugur hans bærðist fyrir þungri öldu, likt og þeirri, sem hóf bát hans svo oft. Var presturinn viti sínu fjær? Skapti hafði fiutt fréttir. Eins og hann, Þor- leifur, kæmist ekki af án tveggja kindarskrokka frá prestinum? Hver leyfði sér að þjófkenna hann? En presturinn hafði orðað hann í sam- bandi við sauðaþjófnað. Hugur Þorleifs ólgaði. En hann var í raun- inni ráðalaus. Að vísu „gat hann hreinsað sig. Það voru nóg vitni að því, að hann átti sjálfur þá tvo gömlu sauði, sem hann hafði látið slátra, Framhald á bls. 43. VIKAN 19

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.