Vikan


Vikan - 13.12.1962, Blaðsíða 45

Vikan - 13.12.1962, Blaðsíða 45
sem ógnaöi báti, fullum af mönnum, sem áttu líf sitt undir snarræði stýrimanns. Nú var líkt og hugur Þorleifs stöðvaðist. Konan þagði og Þorleifur horfði á hana. Augu hennar líkt og slokkn- uð. Hún hafði risið snöggvast, en svo brotnaði hún við þessa boða, sem ekki varð kornizt framhjá. Nú var hún ekkert. Hún var ekki leng- ur leir, sém hægt væri að móta með rnjúkum höndum. Myndin var þurrkuð út. Hvað átti hún? Ekkert. Heiður? Nei. Leyndarmál? Nei. ekki lengur. Hvorugt þeirra vissi hve lengi þau þögðu. En hún var aftur orðin föL Allt blóð var líkt og stokkið úr andliti hennar. Hún var orðin minni, laegri, eins og húsin. Næstum ekkert. Svo hvíslaði hún. Orðaskil heyrð- ust ekki. Þorleifur laut niður að henni. Hún hvíslaði aftur. Hann heyrði. — Presturinn á barnið. Og enn kom nóttin, nótt á Sturl- ungaöld, öld blóðs og bana. Þorleifur lá vakandi á fleti, sem hann hafði búið sér á afviknum stað. Hann vissi nóg, meira en nóg. Og aðrir vissu. Allir vissu. í and- vöku sinni hafði hann minnzt orða karlsins frá í gær: ___ Þú komst seint heim í nótt, Þorleifur. En andvakan var að líða og á- setningur Þorleifs var fastur eins og sker, sem brýtur sjó. Þjófkenn- ingin hefði kostað högg, hnefahögg. En það, sem konan hafði sagt hon- um, kostaði blóð. Og dóm. Það kost- aði líka dóm. Blóð og dóm. En einn skyldi presturinn ekki standa fyrir dómnum! Þorleifur skyldi fara með honum. Hann skyldi sjá um, að presturinn slyppi ekki. Nú skyldu honum ekki duga púkar eða páfar, brauð og vín og aflát. Hann, Þor- leiftir Þórðarson, var maður til að mæta sínum dómi og presturinn í Vogi skyldi fá sinn. Tveir skyldu þeir ríða til dóms og þeir skyldu riða í dag. Úti blés vindurinn. Sami andvari, sem hafði strokið þennan sjó eða lamið hann, allt frá sólarfæðing- unni. Og vindurinn þaut ámátlega. Ég er vindurinn. Ég blæs þegar þið komið, meðan þið eruð og þeg- ar þið farið. Allt er hégómi nema ég, því ég hreyfi sjóinn öld af öld. Hvað þið menn gerið, er ekki í mér og ég ekki í því. Rás atburðanna er ekki mitt mál en ég blæs, blæs þar til sólin deyr. Þorleifur reis upp. Það var dag- ur fyrir löngu. Hann var alklæddur og albúinn. Hann gekk út. Fyrst í eina búð. Þar hitti hann menn. — — Mundir þú vilja sjá um, að menn þínir fari nú til kirkju? Það er Mikaelsmessa í dag og tíðagjörð verður snemma. Verið tilbúnir inn- an stuttrar stundar. Þannig gekk Þorleifur í fjórar búðir. Sama beiðni eða skipun. Tíminn leið fljótt en þó seint. Þorleifur gekk í kirkju og settist nærri kórdyrum. Hann leit yfir kirkjuna. Hún var full. Hann þekkti hvert andlit. Þorleifur sat með skipshöfn sinni og allir voru búnir til sjóferðar. Hann var í síðhempu. Enginn sá hvað hann fól undir henni, ekki kona hans, sem sat hin- um megin. Messa hófst. Þorbjörn prestur hóf að syngja. Hann var álitum, eins og að venju, á honum blikaði gullsaumur og hvít skikkja þyrlaðist. Fólkið var margt, hugsaði presturinn um leið og hann hélt áfram tiðagjörð sinni. Óvenju- le.'a margt fólk. Kirkjan var troð- full. Vogakirkja var þröng. Torfið í veggjunum var kalt og hart en þaksperrurnar dökkar af elli. Þor- björn prestur lét augun reika. Fyrst til dyra. Þar stóð tröllaukinn sjó- maður og huldi næstum dyrnar. Svo færðu augu prestsins sig fram- ar. Þau staðnæmdust við Guðrúnu. Hún leit til hans, en svo niður. Hvað var í svip hennar? Nú leit hún upp aftur. Hvað var í svip hennar? Eitthvað hafði gerzt. Þor- björn prestur spurði sjálfan sig en fann í bili ekki svar. Þá varð hon- um litið á Þorleif. Þar sá presturinn svarið. Það var meitlað í svip Þor- leifs. Svarið var nístandi og það var dauðinn sjálfur. Þorleifur var eins og uppkveðinn dómur, eins og refsivöndur, sem hvílir í ham- rammri hendi. Svipur hans var myrkur eins og septembernótt und- ir þungum skýjum. Presturinn sá. Hann skildi, hann vissi. Iiann vissi iíka hvað Þorleifur nú vissi. Prestur leit aftur til Guðrúnar. Þar var staðfesting þess, sem hann hafði séð í ásjónu Þorleifs. Augu hennar drupu. Það voru augu sekrar og ját- andi konu, sem hafði játað. í henn- ar svip var líka dauði, lika dómur. Þorbjörn prestur rétti úr sér. Honum varð litið til dyranna. Þar stóð sjómaöurinn enn, einn af for- mönnum Þorleifs. Átti þessi sjó- maður að vera slagbrandur í flótt- ans dyrum? Sliks þurfti ekki. Hér mundi enginn flýja. Presturinn sneri sér við og tók krossmark eitt stórt af altarinu og hélt þvi með báðum höndum við brjóst sér. Svo hóf hann að syngja Agnus Dsi, sönginn um Guðs lamb, sem burt ber heimsins synd. Prest- urinn tónaði með hárri og skærri rödd. Sérstakan innileika lagði hann í orðin um syndarana, ..peccatori- bus“, sem lambið verndar og írelsar. Enn varð prestinum litið til Þor- leifs. Þar var hið sama að sjá, þögl- asta nótt allra nótta. Svo tók prest- urinn krossmarkið sér í vinstri hönd og hóf báða arma til bless- unar. Krossmarkið, skínandi og gullfagurt, snéri að Þorleifi eins og skjöldur. Þessi burður krossmarks og söng- urinn um lambið var ekki að rétt- um siðum á þessum stað í messunni. En það var líkt og presturinn væri knúinn til að syngja um lamb synd- aranna og bera fyrir sig krossinn. Þetta allt var bæn, bæn um náð. Loks tónaði Þorbjörn prestur orð- in, sem báðu söfnuðinum friðar: — Pax vobiscum. Nokkrar stirðar raddir svöruðu honum og báðu honum hins sama: — Et cum spiritum tuum. Seimur var dreginn og ekki á enda, þegar maður snaraðist inn í kór og framan að prestinum, þar sem hann stóð fyrir altarinu með blikandi krossmarkið í hendinni. Maðurinn var Þorleifur. Hann sneri V Vanti yður saumavé! þá veljið ELNA Superniatic er fuilkomnlega sjálfvirk saumavél, sem stjórn ar hreyfingu nálarinnar til beggja hltöa og færir efniö samfimis fram og aftur, þ. e. saumar zig-zag samtímis á tvo vegu. Þrenns konar húllsaumur. Á ELNA Supermatic er hægt. að sauma þrenns konar húllsaum, auk margs konar skrautsaums, sem hægt er að saurna jafnt með einni nál sem tveim. Einnig er hægt að sauma blindsaum, fellingasaum (bísalek). varpsaum, bótasaum, rúllaða falda, hnappagöt, festá á tölur o. m. fl. Varahlutir ávallt fyrirliggjandi. Fullkomiö viögerðarverkstæði. Löng ábyrgð. Hagstæö'ir greiðsluskilmálar. ELNA er saumavélin, sem allar húsmæður þurfa að að eignast. HEILDVERZLUN ÁRNA JÓNSSONAR H.F., AÖalstræti 7, Reykjavík. — Símai-: 15805 — 15524 — 16586. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.