Vikan


Vikan - 13.12.1962, Blaðsíða 49

Vikan - 13.12.1962, Blaðsíða 49
 Ngt* Nýú Nýfit TWÍST-AXLABÖND nýkomin á markaðinn. Fást í eflirtöldum verzlunum: SÍSÍ, Laugavegi 70 IÐA, Laugave-'fi 28 SIF, Laugavegi 44 Hanzkagerð Guðrúnar Eiríksdóttur, Bergstaðastræti 1 London, dömudcild, Austurstræti 14. á daginn — að þeim lokaðist leiðin allt í einu á vatni, sem ekki haíði neitt. afrennsli. Samkvæmt dagatali Alison — hvort þaö var í rauninni rétt eða ekki, haíði enga úrslitaþýð- ingu í þessu sambandi — var sá tólfti júní í dag. Og áin, sem þau fóru eftir, varð sífellt. vatnsmeiri og likari stór- íljóti, svo að sifellt voru meiri líkur á því, nð hún rynni að lokum til sjáv- ar. Það var eins og öll þeirra vandræði leystust nú af sjálfu sér, hugsaði harin enn, og það var svo gersamlega ólíkt. öllu áður. 1 gær hafði Alison til dæmis komizt að þvi, að bjarnarkjötið, sem þau höfðu sér til nestis, var tekið að skemmast. Fyrir nokkrum vikum mundi það hafa haft hungur eða þá bð minnsta kosti kvíða og áhyggjur í för með sér. Nú mátti Þeim i sjálfu sér á sama standa, því að þau gátu veitt fisk að vild sinni, og auk þess var nóg af fugli. Dahl renndi lásnuin niður og reis á fætur. Það var dálitið kalt í morg- unsárið og hann var berfættur. En hann lét það ekki á sig fá og hljóp niður að ánni. Var i þann veginn að ausa vatni i andlit sér til að skola nóttina úr augunum, þegar hann heyrði i gæsum uppi yfir. Og án þess aö hugsa sig frekár um, hljóp hann til baka og greip til hagla- byssunnar. Gæsirnar bar beint yfir á oddaflugi, þegar hann hóf byssuna í mið og skaut. Gæsin, sem fremst fór, stöðvaðist eitt andartak á fluginu, en steyptist siðan niður, og lenti á tjald- inu. Það var ekki gott að vita hvort það var skothvellurinn eða dynkurinn af gæsimii, sem vakti þau hin af vær- um blundi. Athygli Dahls beindist fyrst og fremst að Surrey, sem hrökk upp með slíkum andfælum að hann rnundi ekki eftir að hann var í svefn- pokanum og hugðist sprett.a á fætur. Dahl hló dátt. Þennan morgun snæddu þau nýjan silung og lögðu síðan af stað. Alison tók að reita gæsina og hafði við það ' snör handtök, oins og hún var vön, | og þegar golan feykti fiðrinu út á ána, I mátti sjá hringina, þar sem silungarn- ir ráku snoppuna upp úr vatninu til að athuga hvort. þar væri um æti að ræða. Sól hækkaði á lofti. Áin féll, vatns- mikil ög straumþung, milli lágra sand- eyra, og flekanum skilaði vel áfram. Og svo dró smám saman úr straumn- um, og innan stundar eygðu þau dá- lítið vatn framundan, þar sem hún féll í gegn. Þau námu staðar á vatninu um hríð, snæddu hádegisverð og svipuðust um. Síðan settust þeir, Surrey og Dahl, undir árar og reru yfir vatnið. Þegar flekinn nálgaðist ströndina, þar sem áin féll aftur úr vatninu, veitti Dahl því athygli, að þar var í rauninni ekki um eitt. afrennsli að ræða, heldur greindist áin þar í tvær kvíslir, sem féllu hvor í sinn dal, önnur í suður, hin í suðaustur ... Alison stóð fremst á flekanum og svipaðist um. Dahl veitti svipbrigð- um hennar náin athygli. „Nokkuð að?‘‘ spurði hann. „Það er svo að sjá sem tvær ár falli úr vatninu," svaraði hún. Dahl til mikillar undrunar var sem Prowse vaknaði af sjálfsmeðaumkun sinni. ,,Tvær?“ spurði hann og reis upp við dogg. Jafnvel Greatorex gamli leit upp. „Sagðirðu tvær, dóttir góð? spurði hann. „Og hvernig fer, ef við veljum skakkt?" spurði Prowse. „Er óhugsanlegt að þær falli sam- an nokkrum mílum neðar?“ varð Dahl aö orði. En Prowse gérði einungis að hrista höfuðið. Surrey reri, fylgdist vel með öllu, en lagði ekki orð í belg. „Lincoln ...“ tók Alison tii máls, en Dahl sendi henni aðvarandi augna- tillit og hún þagnaði við. Og hann vissi að hann mátti treysta því, að hún léti ekki efa sinn og kvíða i ijós. Svo vei þekkti hann hana nú orðið. Ströndin var nú ekki nema um tuttugu metra framundan, stórgrýtt og harðneskjuleg, og jafnlangt að ósum ánna tveggja. Ilamrarnir, sem skildu þær að, risu beint fyrir stafni flekans. Prowse settist upp, skyggði mag- urri og fingralangri hendi fyrir augu. „Þú hlýtur að hata mig fyrir þessa sifelldu gagnrýni mína og efasemdir," sagði hann við Dahl. Rödd hans var iág og hann talaði seint og letilega, eins og hann hefði ekki neinn áhuga á svarinu. Engu að siður hafði hann haft nægan áhuga til Þess að spyrja. Dahl varp Þungt öndinni. Um þetta hefur Prowse þá verið að brjóta heil- ann að undanförnu, hugsaði hann. Framhald I næsta blaðL CCHI NECCHI eru vélarnar sem allar konur dreymir um a3 eignast. Þúsundir ánægðra notenda um land alit ber vitnl um gæði þeirra. Fálkinu li.f. ViHAN 49 JULIA - Lycia - NQRA Hinar dásamlegu sjálfvirku rafknúnu vélar. Auk alls venjulegs saums framkvæma þær þúsundir af mismun andi saumaskap algerlega sjálfvirkt, með 1 eða 2 nálum. Bjóða yður einnig yfir 200.000 mismunandi gerðir skrautsaums, einnig sjálfvirkt. N E C CIII saumar einnig á hnappa, og að sjálfsögðu einnig hnappagöt af margvíslegum gerðum og stærðum, algerlega sjálf- virkt. Fullkorain kennsla stendur kaupendum einnig til boSa.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.