Vikan


Vikan - 13.12.1962, Blaðsíða 43

Vikan - 13.12.1962, Blaðsíða 43
var sem dótttirin gengi í annan ham, risi öll gegn henni og umhverfi sinu, einbeitt, storkandi og miskunn- arlaus. Og þótt þær mæltust fátt eitt við og orðaskipti þeirra Væru venjulega hlut'aus, var sem hreim- þýS rödd dótturinnar kólnaði, en heitt og suyrjandi augnatillitið yrði aðgælið og skimandi, eins og'hún leitaði höggstaðar. Og brátt kom Mka að því, að liún fyndi hvar móð- irin stóð berskjölduð fvrir laai . . „Eftir það gerði Maria sér þráfald- lega að leik að freista hálftrölls- ins Torfa með eggjandi þokka sín- uin sem bezt hún kunni að móður sinni ásjáandi, og þó að Sigurbjörgu tækist annars nokkurn veginn að dvlja að hún fyndi sig standa höll- uin fæti gagnvart dóttur sinni, var sem hana þryti alltaf vörn gegn jiessu lagi. Um leið og hún sá hvern- ig gráðug girndin kviknaði i gláp- andi augum hans, hvernig nasir hans skulfu og varirnar flenntust og hve þjófslegur hann varð á svip- inn, þegar liann fann augnaráð hennar hvila á sér, greip hana eitt- hvert ósjálfræði. Urðu fyrirmæli hennar oft svo þvert úr átt í of- boðinu. liegar liún skipaði Torfa á brott til einhverra annarra starfa, að hjúin fengu naumast brosi var- i/.t, en María hló, og þó aldrei eins dátt og ögrandi og þegar hún sá hve moður sinni varð hverft við hláturinn. Gerðist hún því djarfari i þessum leik sem ósjáifræðið, er hann olli móður hennar, varð aug- ljósara, þó ekki yrði séð hvort það stafaði meir af afbrýðisemi eða ein- hverjum annarlegum ótta. Var loks svo komið, að Sigurbjörg hljóp frá livaða verki sem var, bæri Maríu og Torfa úr augsýn án þess hún hefði vissu fyrir að bæði væru ckki á einum stað, og linnti ekki fyrr en hún hafði fundið annað hvort þeirra.“ „Þannig )eið á þriðja árið frá hinni haustmyrku örlaganótt. að telja. Jón Sisfússon lauk við að semia ættarttölu Skörðunga — mik- ið verk, þar sem rakið var um kyn Noregskonunga og Ynglinga til Óð- ins konunss úr Asíá, og loks um kynkvís1 Davíðs konungs til Adams og Evu — og vann þó jafnframt að annátum sínum. Auk þess hóf hann skrásetningu kynjasagna, og spurði hvern mann, sem að garði bar, sniörunum úr um unnvakninga, skrimsl og aðrar furður, og lék nokkur grunur á að til væri það, að gárungar notfærðu sér trúgirni hans. Kvaðst faðir minn hafa viljað vara hann við bessu, en þá hafði hann svarað af slkri einlægni að sér hafi runnið tiT rifja, að þvi skyldi hann aldrei trúa á nokkurn mann, að hann skrökvaði þvi upp, sem hann vissi að skrifað yrði á bók .. .“ „Og María í Skörðum var komin á átjánda árið.“ Gamli presturinn dró upp silfur- dósirnar, og bætti sér það nú ær- lega upp, að hann hafði áður fellt niður bæði snússinn og rítúalið. Tók sér síðan sæti við skrifborð sitt og hélt áfram frásögninni, og það leyndi sér ekki í rómi hans og svip, að þar voru nokkrir atburðir i vænd- um, sem honum þótti máli skipta. „Vetur gekk snemma i garð og vdr óvenjulega harður og veðrasamur. Rosi og ótíð framan af, en kynngdi niður snjó á jólaföstu, stillur og frosthörkur nokkrar vikur upp úr hátíðum, en gekk aftur i umhleyping og veðraham með langaföstunni“. „Þriðjudagsmorguninn i annarri viku föstu var bjart veður og kyrrt o" svo hlýtt að draup af upsum, en nóttina og daginn áður hafði verið norðankæla og frost nokkurt. Þann morgun var Jórunn gamla setzt framá, alklædd með prjónana sína, þeaar aðrir vöknuðu. Réri hún í gráðið og var þung á brún og fá- mælt, og þegar Jón spurði hana hvort hana hefði dreymt nokkuð, e-'ddi hún þvi“. „Upp úr liádeginu tók að syrta i lofti, en hlýtt var þó enn og kvrrt. Ueið ekki á löngu að orðið var eins dimmt og tekið væri að kvölda, og skömmu síðar skipti það engum togum, að skollið var á suðaustan- rok með slydduhryðjum. Undir kvöldið gekk vindáttin í suður og siðan í suðvestur og jók þá bæði frostið og veðurhæðina, en á kvöld- vöku gengu yfir myrk hriðarél og var þá kominn hörkugaddur. Þá var það, að heimilisfólk í Skörðum þóttist vita að vist hefði gömlu konuna dreymt eitthvað fyrir at- burðum, þótt hún vildi ekki uppskátt láta, þvi að hún bað Maríu að reyna að þíða héluna af rúðunum í glugga- borunni með lófum sinum. Svo statt og stöðugt trúði það á ber- dreymi gömlu konunnar að ekki þurfti meira til þess að andrúms- loftið í baðstofunni gerbreyttist í einni andrá og lesa mætti kviða- blandna eftirvæntingu úr hvers manns svip. Hvenær sem nokkurt hlé varð á gnauði stormsins og hriðarinnar við gaddfreðna þekjuna, var sem jafnvel rokkarnir lægðu bvt sinn og legðu við hlnstirnar, og hvað eftir annað kom það fvrir, að kambar og prjónar stöðvuðust andartak og fólk leit spvrjandi augum hvað á annað. En enginn sagði neitt; stormsveipirnir og hríð- arstrokurnar tóku aftur til við að hamast á þekjunni eins og óðir árar riðu húsum, rokkarnir tóku snrett, sem vildu beir flýja ófögn- uðinn, en togkambarnir örguðu og sörguðu, rétt eins og þeir hvgðust hrekja hann á brott, eða að minnsta kosti jafnkýta honum.“ „Það virtist beaiandi samkomulag, að bessi kvöldvaka yrði með lengra móti, og begar Sigurbjörg húsfreyja hætti loks að þreyta rokk sinn, voru hjúin. meira að seaia venju fremur sein að skilja það sem merki þess, að nú mættu þau leggja frá sér vinnu sina og húa sig i háttinn. Svo vissir þóttust a’lir um að einhverjir atburðir væru í vænd- um. að engum brá sýnilega þegar seiður hiunar eftrivæntingar og kviðablöndnu þagnar, sem ríkt hafði í baðstofunni, og sefjandi hríðar- gnauðsins á þekjunni, var skyndi- leea rofinn af höggum og skarkaTa úti fyrir, eins og einhver vildi brjóta hurðina úr bæjardyrun- um . . .“ Tveir ríða til dóms. Framhald af bls. 19. fyrst og fremst handa mönnum sín- um. Margir munnar. Sjórinn gerir menn svanga. En presturinn? Ekki var hann svangur. Nóg af brauði og víni. Hann hafði efni á að þjófkenna aðra. Skapti hafði ekkert borið upp á hann, en Þorleifi var nóg að vera nefndur í sambandi við sauðaþjófn- Jólaljósin lýsa hringaksturinn um gróðrar- stöðina. ^ólaskreylingar SKÁLAR - KÖRFUR KRANSAR - KROSSAR GRENIV AFNIN G AR við Miklatorg. Símar 22822 — 19775. Þetta er spilið, sem öll fjölskyldan hefur ánægju af. Söluumboð: Þórhallur Sigurjónsson, Þinglioltsstræti 11, sími 18450, og Kassagerð Suðurnesja, sími 1760. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.