Vikan


Vikan - 13.12.1962, Blaðsíða 46

Vikan - 13.12.1962, Blaðsíða 46
BIFREIÐIN, SEM VEKUR HVARVETNA ATHYGLI SENSATIONAL SAAB 96 5-seat — 42 h.p. ★ New, ingenious ventilation system ★ New, wider, comfier reor seat ★ New, larger luggage compartment — 1J % bigger ★ New instrument panel — larger glove compartment ★ New large wraý-around rear window ★ New, higher powered engine — 42 h.p. NEW SWEDISH CAR WITH AIRCRAFT QUALITY from Sweden's most modem automobile plant m STUTTUR AFGREIÐSLUTÍMI. SÖLUUMBOÐ: JÓHANNES KRISTJÁNSSON H.F. AKUREYRI. Sveinn Björnsson & Co. Hafnarstræti 22. — Reykjavík. sér andartak við og hrópaði svo ópið fyllti kirkjuna: — í dag skalt þú, Þorbjörn prest- ur, ríða með mér til dómsins! Orðin skullu eins og svipuhögg og hvert einasta andlit stirðnaði. Hraðar en það tekur að segja frá tíðindum, hafði Þorleifur gripið sveðju undan hempu sinni og lagði henni í háls Þorbirni presti, svo sundur sneið barka og vélinda. Krossmarkið féll þungt á gólfið. Svo hneig presturinn, en dreyrinn litaði rikkilín hans rautt. Blóð spýttist á Þorleif. En þá var eins og honum yxi ásmegin. Hann varp- aði frá sér blóði drifinni sveðjunni, þreif rýting úr belti sér; hóf hann á loft, snéri sér að söfnuðinum og hrópaði í annað sinn: — Ég fylgi honum til dómsins. Nú skal hann ekki sleppa! Svo rak hann rýtinginn sér í hjartastað. Um leið og Þorleifur hneig til jarðar í þungu falli, heyrðist níst- andi hljóð. Guðrún hafði staðið upp en nú féll hún með opnar varir en lokuð augu, í stundarómegin. Skipshöfn Þorleifs varð fyrst til að átta sig. Hún þusti inn í kórinn og bar Þorleif burtu. Fólkið þyrptist að líki prestsins. Það horfði þögult á hann, fullt af óskiljanlegum ótta við þennan steindauða mann. En úti blés vindurinn eins og áð- ur. Hann hvein í upsunum — — mér er sama um ykkar dauða, ykk- ar dóm. Ég er hér er þið komið og þegar þið farið — farið. + Afgirtir íslendingar. Framhald af bls. 17. Ég bölva þér, dátans og dollarans lastfulla bæli! Hér djöfullinn hefur á íslandi fundið sér hæli. og syni þess gerir að rónum, en dætur að dækjum, sem dreifast um byggðir og þekkjast á glæpum og klækjum. En lítt er við hæfi að lasta þá mund, sem oss gefur, því launað þann skikann að margföldu Washington hefur, hann er okkar helzti ■— og einasti — b j argræðisvegur, þegar engin er síldin og þorskur á miðunum tregur. Enn fetar lífið sinn vanagang suður á velli; menn vinna á daginn, og síðan á kvöldin í hvelli þeir keyra í bæinn á bílum með þjófstolnum dekkjum með bannhelgan varning í úttroðnum farangurssekkjum. Og léttstígar ungmeyjar flykkjast í klúbbinn á kvöldin; þar kaninn og Amor í bróðemi tryggja sér völdin, og allt þetta blessast í drottins og dollarans nafni en dauðinn vor bíður í helsprengju fram undan stafni. íslendingar á Keflavíkurflugvelli verða mjög lítið varir við hermenn- ina þar. Maður sá þeim að vísu bregða fyrir, og einstaka herdeild sást marséra um völlinn, en þar fyrir utan sáust þeir ekki oft, nema þegar þeir gengu um móa og mela með stingi í höndunum og hirtu upp rusl. Það lítið, sem ég kynnt- ist óbreyttum hermönnum á vell- inum, virtist mér þetta helzt vera stráklingsgrey, vart af barnsaldri, sem vissu lítið um fsland og íbúa þess og gátu ekkert gert sér til af- þreyingar á þessum útkjálka. Þetta sumar fannst á öskuhaug- unum talsvert upplag af fjölrituðu kvæði á amerísku, sýnilega eftir einhvern þessara einmana og heim- þráarfullu hermanna. Ameríska textanum hef ég týnt, en lauslega þýðingu á ég enn. Þar er talað um, að ísland liggi utan við yztu tak- mörk hins byggilega heims, guði gleymt, og þangað séu dátamir dæmdir í óverðskuldaða útlegð, í „miðri miðjunni á engu“. Hér frjósa þeir í hel, án þess að hafa nokkuð til saka unnið, og „við flækjumst um blindsker og boða, Bandaríkj- unum í hag, leggjandi lífið í voða, vor laun eru túkall á dag“. Síðasta vísan er svona: Og loks, þegar lífsskeið er runnið fær Lykla-Pétur þig kysst: „Þú hefur á fslandi unnið, og afplánað helvítisvist." Keflavíkurflugvöllur og það svæði, sem honum heyrir til, er að mörgu leyti ríki í ríkinu. Svæðið er um- girt, og þótt hægt sé að eiga þar nokkurn veginn frjálsan aðgang, þurfa allir að sýna skirteini, svo- kallaðan passa, þegar þeir fara inn eða út. Og þeir sem fara út, mega eiga von á því, að það verði leitað hátt og lágt í bílunum hjá þeim, og ef eitthvað finnst, svo sem áfengi eða tóbak, sem viðkomandi getur ekki sannað að sé keypt á löglegan hátt utan vallarins, er það gert upp- tækt og farið með málið eins og hvert annað smyglmál. Persónulega er ég afskaplega þakklátur fyrir þetta, því þeir fundu einu sinni úrið mitt, sem ég hafði týnt í bílnum hjá mér, við þessa gagngerðu leit. Hins vegar hafa margir orðið ó- verðskuldað fyrir óþægindum af þessu, svo sem maðurinn, sem hafði stóra dós með Dill's Best reyktóbaki í jeppanum hjá sér, en búið var að reyta af henni tóbakseinkasölumið- ann. Það veit ég, því ég gerði það sjálfur á leiðinni í bæinn einu sinni. Svo var leitað í jeppanum, dósin fannst, enda var hún ekki falin. Hún var gerð upptæk, og maðurinn settur á svartan lista. Margir hafa þó komizt yfir ódýrt góss á vellinum og komið því greið- lega út. Einn vissi ég um, sem keypti sígarettukarton fyrir vin- konu sína í bænum fyrir 60 krón- ur uppi á velli, en þorði ekki að fara með það í töskunni sinni út af vellinum, af ótta við leit. Hann tók því það ráð að fara í síðar ullar- nærbuxur, og raða sígarettupökk- unum á lær sér innan í þröngum buxunum. Það var ekki leitað í bíln- um í þetta sinn, og maðurinn varð fljótlega þreyttur á þessum aðskota- hlutum í buxunum sínum. Ekki gat hann farið úr buxunum þama í áætlunarbílnum, svo hann greip það ráð að opna buxnaklaufina, fara þar inn með hendina og tína út pakkana einn á fætur öðrum. Hann sat aftast í vagninum og ekki aðrir í því sæti, en í næsta sæti fyrir framan og við hina hlið vagnsins sat konukind, og varð henni ærið starsýnt á það, hvernig þessi mað- ur töfraði hvem sígarettupakkann á fætur öðrum fram úr buxnaklauf- inni sinni. 46 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.