Vikan - 13.12.1962, Blaðsíða 6
„Hér í sveit mun það yfirleitt hafa verið talið upphaf allrar ógæfu
á því heimili. er Torfi nokkur Þorláksson, ættaður vestan úr sýslum,
réðist þangað vinnumaður, og að þau, Sigurbjörg húsfreyja og hann,
ættu þar ein alla sök. En ekki vildi faðir minn laka skilyrðislaust
undir við þann almannaróm, og var hann nákunnugur i Skörðum.
Eftir því sem hann sagði mér, hafa upptök þeirra öriagastrauma legið
svo djúpt, að ekki varð dæmt til hlitar eftir því, sem gerðist á yfir-
borðinu. Hann var bæði náinn vinur Jóns Sigfússonar og kunni f)est-
um betur að meta lireint og frómt hugarþel hans. Engu að síður áleit
liann sökina upphaflega allt eins lijá honum — sé unnt að kalla það
sök, sem manninum er ósjálfrátt og óviðráðanlegt.“
„Almenningur byggði dóma sína og spár á þeim forsendum, að iijóna-
band þéirra Jóns og Sigurbjargar, væri fyrst og fremst, eða jafnvel
eingöngu, tifkomið fyrir meint eðallyndi hans. Samkvæmt því var metn-
aður hennar fyrir hönd bónda síns tekinn sem eins konar viðurkenn-
ing; að henni þætti greiðinn undir sænginni og brekáninu vel gold-
inn og húsfreyjusessinn í Skörðum varmans virði — og þakka sky’di
lienni líka, blásnauðri kotastelpunni. Sem sagt, gagnkvæm, iieiðarleg
viðskipti. Fólk, sem alið er upp í fásinni við þröng kjör og miskunnar-
lausa lífsbaráttu, kafar sjaldan djúpt undir brotsjói frumstæðustu hvata
eftir rökum fyrir breytni manna. Engum koin til liugar að með þeim,
Jóni og Sigurbjörgu, kynni að liafa vaknað einlæg ást við þeirra fyrstu
fundi, sem urðu með svo óvæntu og óvenjulegu móti. Að armlög heima-
sætunnar, ungu og tillitsheitu, hefðu ekki einungis vakið Jón til lífs
og fjörs, heldur og til fölskvalausrar ástar, og að hennar eigin ástar-
þrá kynni að hafa blossað upp eins og byrgður eldur þegai- hún vafði
krangalegan, þrekvana og helkaidan Jíkaina hans að barmi sér og
fórnaði honum yl æsku sninar. Það gat því skilið metnaðinn, en hitt
var því með öllu óskiljaniegt, er Sigurbjörg leitaðist við að vera bónda
sínum auðsveip og undirgefin í hvívetna, jafn skapmikil kona, og þó
(J VIKAN
FUGLARNIR
HENNAR
MARÍU
SAGA EFTIR LOFT GUÐMUNDS-
SON — 2. HLUTI AF FJÓRUM.
TEIKNING: HALLDÓR PÉTURSSON. j
sizt er sú tilhneiging virtist verða sifellt rikari með henni. Þess var
þvi sízt að vænta, að það gæti gert sér í hugarlund, að það yrði Jón,
sem fjarlægðist Sigurbjörgu er frá leið, en eltki hún hann.“
„Eflaust unni Jón konu sinni hugástum, og sú ást hefur að öllum
líkindum, þrátt fyrir allt, enzt lionum ævilangt, því að tryggari mann
gat ekki. En hann var ekki neinn átakamaður, hvorki til líkama né
sálar, og vafalaust hefur það sett sitt mark á sambúð lians við konu
sína. Og nokkrum árum eftir að María litla fæddist, fór það að kvis-
ast eftir hjúum í Skörðum, að ekki sýndist liann Jengur jafn óðfús í
háttinn, heldur hefði hann sína fyrri sérvisku upp tekið og dundaði
við doðranta og skriftir fram á nætur. Félli Sigurbjörgu það miður,
lét hún að ininnsta kosti ekki á því bera, en sá svo um að honum yrði
sem hægast við ritstörfin og þyrfti ekki ljósmeti þótt vakan .yrði í
lengra lagi, og handlék skruddur hans og skriffæri, sem væru það
helgir dómar, sem hún dirfðist varla að snerta. Aftur á móti virtist
hjúunum að þunga drauma liefði hún á stundum, þegar hún lá ein;
gat meira að segja varia talizt einleikið hve hart manneskjan bylti
sér og þungt hún stundi.“
„Þannig var það Jón, sem fjarlægðist konu sína smám saman á sinn
iiljóðláta og átakalausa hátt; gerði sér að ölluin líkindum ekki einu
sinni grein fyrir þvi. Armlögin, sem forðum ornuðu honum til fjörs og