Vikan - 13.12.1962, Blaðsíða 47
Hvað á
ogr
að grefa
lion IIIII
lieimi
•lóni?
Ih IIIIIIII
Þannig spyrja allir
sjálfa sig þessa dagana.
Hvað á að gefa konunni
hvað manninum o. s. frv.
VIÐ GETUM
SVARAÐ:
JOMI-NUDDPÚÐA
eða JOMI-NUDDTÆKI
éða JOMI-HÁRÞURRKU
JOMI-púðinn og tækin nudða með vibration sem nær
inn í vöðvana. Eykur blóðstreymið og hindrar fitu-
myndun.
Jomi er ómissandi fyrir konur sem karla, erfiðismenn
sem innisetumenn og því tilvalin jólagjöf.
Fáum nokkrar JOMI-hárþurrkur fyrir jól. Tilvalin
jólagjöf fyrir konuna og dótturina, sem sparar stórfé.
Borgarfell hf.
LAUGAVEGI 18. — SÍMI 11372.
Annar keypti heilmikið af hús-
búnaði fyrir slikk uppi á velli og
raðaði því í bílinn sinn. Þegar hann
kom fram á hæðina ofan við aðal-
hliðið, sá hann, að verið var að
leita í bílum niðri við hlið. Hann
snarstanzaði og hugsaði sitt ráð.
Svo opnaði hann vélarhúsið og los-
aði háspennuþráðinn. Svo tók hann
að starta með miklum gný, og þegar
það dugði ekki, tók hann sveif og fór
að snúa. Ekki fór bíllinn í gang að
heldur. Þá labbaði maðurinn nið-
ur í hlið, og bað lögregluverðina
að hjálpa sér að ýta bílnum í gang.
Þeir fóru með honum og ýttu fyrir
hann bílnum niður að hliði. Hann
fór ekki í gang. Hann er alveg að
koma, sagði maðurinn. Ef þið viljið
aðeins ýta svolítið meir. Þeir gerðu
það, góðan spöl niður fyrir hlið.
Þá nam maðurinn staðar, fór fram
í vélarhús og ýtti háspenniþræðin-
um aftur ofan í kveikjulokið. Enn
ýttu lögregluþ j ónarnir á bílinn,
og nú rauk hann í gang. Þakka ykk-
ur kærlega fyrir, sagði maðurinn,
ég vissi, að þetta myndi hafast! Svo
ók hann burt með sitt góss, en lög-
regluþjónarnir sneru við, hreyknir
af góðverki sínu.
Það gæti verið fróðlegt að kom-
ast að því, hvernig þessum afgirtu
íslendingum líður. Það er meðal
annars í því skyni, sem við renn-
um upp á völl á Volkswagen frá
bílaleigunni Fal. Við förum beint
í íslendingabyggðina Seaweed, og
þegar við komum þangað, eru
starfsmenn IPC — íslenzkra aðal-
verktaka — að fara í mat í mess-
anum. Gríðarstór matsalurinn er
sem óðast að fyllast, það er soðið
kjöt í dag með ýmsu góðmeti. Við
förum í biðröðina, sem er meðfram
hálfum salnum, og smáþokumst
nær honum Elíasi, sem árum saman
hefur fylgzt með því hverjir éta og
að þeir greiði fyrir sinn mat. Þegar
fram hjá honum er komið, gengur
maður inn á milli stórra skápa, í
þeim eru matardallarnir. Maður tek-
ur þá með sér, ásamt hnífapörum,
og síðan liggur leiðin fram hjá
starfsstúlkum eldhússins, sem ausa
matnum upp á matardallana. Á
þeim eru sex hólf, og er sín slettan
sett á hvert þeirra. Fyrst í stað
finnst mönnum þetta heldur hunds-
legt matarílát, en það venst, og eft-
ir slcamma stund kemur í ljós, að
þetta er harla þægilegt áhald.
Yfirleitt eru heldur góðir borð-
siðir um hönd hafðir í messanum
hjá Æpísí, eins og íslenzkir aðal-
verktakar eru almennt kallaðir á
Vellinum. Þennan tíma, sem ég
dvaldi þar um árið, sá ég aðeins
tvisvar sinnum ógeðslegar aðfarir í
messanum, og í bæði skiptin til
sama mannsins. í annað skiptið tók
hann til við að vinna að leifum ann-
arra, eftir að hann hafði lokið sín-
um eigin mat, og í síðara skiptið
hellti hann mjólk út í skál fulla af
jarðarberjasultu og át það eins og
graut. Að því er ég bezt veit, var
komið í veg fyrir það, að sá maður
héldi áfram að matast með sæmilega
siðuðum mönnum.
Friðrik Einarsson yfirmatsveinn,
sýndi okkur eldhúsið, þar sem stór-
kostleg matseld fer fram. Þegar
steikt lambalæri eru höfð í mat,
þarf 160 læri og þrjá poka af kart-
öflum. Enda borða venjulega ekki
færri í messanum en 400, og allt upp
í 8—900 manns.
í messanum hittum við unga
stúlku frá Siglufirði, Guðrúnu Jó-
hannesdóttur. Hún er að undirbúa
kvöldmatinn, hakkað buff. Við fá-
um hana til þess að sýna okkur
hvernig búið er að starfsstúlkunum.
Skálarnir eru allir eins, það er
gangur eftir miðju og herbergi báð-
um megin við. í miðjum skála eru
snyrtiherbergi, og þar hafa stúlkurn-
ar aðstöðu til þess að hita sér mola-
sopa og strauja af sér fáeinar flík-
ur. Skálarnir eru hlýir og_ notalegir,
en herbergin eru smá. í þeim er
svolítið borð, rúm og skápur, einn
stóll.
— Hvernig líkar þér að vinna
hér, Guðrún?
— Alveg prýðilega. Sæmilegt
kaup, þótt það mætti vera meira,
náttúrlega, gott húsnæði og gott að
borða.
— Hvernig er vinnutíma þínum
háttað?
—Ég vinn frá 10 á morgnana
til 9 á kvöldin.
— Hvernig getið þið eytt frítím-
um ykkar hér?
— Ég fer oftast beint í bólið og
les eitthvað.
—• Ferðu ekki stundum í bíó?
— Nei, aldrei. En stundum spilum
við á kvöldin.
— Verðið þið ekki varar við her-
mennina?
— Nei, alls ekki. Við vitum ekki
'af þeim.
— Ferðu ekki í bæinn um helgar?
— Jú, oftast nær.
— Hvað gerðirðu áður en þú fórst
að vinna hér?
- Ég vann í Kron á Skólavörðu-
Stíg.
— Og líkar þér þetta betur?
—■ Mér líkar alveg prýðilega hér.
Ég er líka litla barnið, og starfs-
systur mínar eru afskaplega góðar
við mig.
Á skrifstofum íslenzkra aðalverk-
taka hittum við Lárus Karlsson,
sem þarf víst ekki að kynna fyrir
íslenzkum bridgespilurum. — Þú
heldur alltaf til hér uppi á velli,
Lárus?
— Já, ég á hér lögheimili og
líkar það vel. Ég er hér fimm daga
vikunnar árið um kring, svo það
er ekki nema eðlilegt, að ég sé hér
heimilisfastur. Svo eru lika lægri
útsvör hér í Hafnahreppi en í
Reykjavík, og ég er einhleypur. Við
fáum ágætan aðbúnað hér, og þetta
er að öllu léyti ákjósanlegt.
— Hvernig fer frít'minn?
— Nú, það er ýmislegt hægt að
gera. Hér úti í Rekkholli (Rekrea-
tion-hall) getur maður farið í billi-
ard og borðtennis, teflt og spilað,
hlustað á útvarp og horft á s.’ónvarp,
og svo getur maður farið frltt í bíó,
hvenær sem maður vill, og það er
skipt um mynd _á hverjum degi nema
laugardögum. Ég get varla sagt að
ég hafi spilað bridge hér upp á síð-
kastið.
— Megið þið fara í klúbbana?
— Ekki nema sem gestir Banda-
ríkjamanna. Stundum fer maður á
bingó hér í Civilian klúbbnum. Þar
eru góð verðlaun, peningaverðlaun
og sjónvarpstæki og þess háttar.
— Hafið þið sjónvarp hjá ykkur,
þið sem eruð hér heimilisfastir?
Aðeins einstaka maður, en Am-
VIKAN 47