Vikan


Vikan - 13.12.1962, Blaðsíða 12

Vikan - 13.12.1962, Blaðsíða 12
% Japönsku vélaverksmiðjurnar Janome, hafa framleitt sauina- vélar í fjóra áratugi. Janome-saumavélarnar eru seldar í 62 þjóð- löndum. Reynsla og þekking ásamt stöðugum tæknilegum framförum hafa gert Janome að viðurkenndustu verksmiðjum sinnar tegundar í Japan. Heildverzlunin HEKLA h.f., Hverfisgötu 103. — Sími 11275. JÓLAUNDIR Hvert heimili ætti að eiga sína föstu jólasiði og ýmsa hluti, sem ár eftir ár eru eingöngu notaðir á jólunum. Þessir siðir lifa í minningu barnanna, og þegar þau seinna eignast heimili, verða hátíðahöldin oft með sama sniði og þau vöndust í æsku. Skemmtilegt er að bæta einhverju við á hverjum jólum, einhverju skrauti, sem fjölskyldan hefur búið til eða átt þátt í að útvega, og sem verður hjartfólgin sameign allra á heimilinu. Teppi undir jólatréð. Auðvelt er að búa til teppi undir jólatréð með því að líma klipptar myndir úr filti á litaðan striga, og getur öll fjölskyldan tekið þátt í því sköpunarverki, og ekki sízt börnin, en fátt er skemmtilegra en barnateikningar. Myndirnar þurfa allar að vera af svipaðri stærð og eru settar u. þ. b. 10 cm frá brúninni. Myndirnar eru þá fyrst teikn- aðar á pappír, mynztrið síðan lagt á mislitt filt og klippt. Augu, munn og ýmislegt fleira þarf oftast að sauma á myndirnar áður en þær eru límdar á. Berið ekki of mikið lím á, svo að filtið gegnblotni ekki, því að annars koma blettir á það. Líka má varpa myndirnar á teppið, en það er seinlegra. Teppið sjálft er faldað með skábandi. Slaufur. Þannig eru margfaldar slaufur úr stífu silkibandi búnar til, en þær prýða hvern jólapakka. Smekklega innpakkaðar jólagjafir veita báðum jafnmikla ánægju, gefanda og þiggjanda. Það er ótrúlega gaman að búa til alls konar skrautlega pakka, og lítil gjöf fær meira gildi, ef umbúðirnar sýna að gefandi hefur lagt vinnu og hugkvæmni í það, að gera pakkann sem glæsilegastan. Oft má miða útlit við eitthvað í fari þess, sem á að fá pakkann, t. d. mundi pakki til barns líta öðru vísi út en annar til ungrar stúlku, og er hér mynd til hliðsjónar. i O 12 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.