Vikan


Vikan - 13.12.1962, Blaðsíða 51

Vikan - 13.12.1962, Blaðsíða 51
ÍSSu BaUMuSlnN Drnumspakur maður ræður drauma fvrir lcscndur Viluinnar. Kæri Draumráðandi. Mig dreymdi að ég var að koma frá vinkonu minni, að kvöldi til og var dimmt úti. Ég var á heimleið. Engir aðrir voru á ferli en ég sé að í einu húsi er stór uppljómaður gluggi eða hurð og þar fyrir innan er stór maður fölur í andliti með hvítt hár. Hann var í hvítri skyrtu, sem var alveg opin að framan og frekar illa farin. Maður þessi var allur tattóveraður á bringunni með bláu, nema tvær rauðar rósir voru sín hvorum megin. Mér verður fyrst hverft við, en geng svo til hans og sé þá að hann er að mála, frekar litlar myndir. Hann tók mér vel og sýndi mér myndirnar. Man ég ekki eftir að þær væru af neinu sérstöku, en ég tók eftir því að þær voru allar mjög ljósar. Sé ég hjá honum blað sem allir kannast við og tek það upp og spyr hvort hann máli líka fyrir „Hjemmet". Já, svarar hann og lítur á mig og við förum bæði að hlæja og við það vakna ég. Fyrirfram þakkir. Árdís. Svar til Árdísar: Mér virð'ist draumurinn fremur hafa gildi fyrir piltinn heldur en þig. Samt sem áður eru hinar tvær rauðu rósir bending um eitthvað smá ástarbrall og hinar hvítu myndir benda til nokkurra ánægjulegra atburða í sambandi við það allt. Um varanlegt sam- band virðist ekki vera að ræða eftir þessum draumi, heldur að- eins smá ástarævintýri. Herra Draumráðandi. Viltu gjöra svo vel að ráða þenn- an draum fyrir mig. Ég var að vinna í frystihúsi og mér fannst ég og nokkrar konur vera að ná beinum úr lambakjöti. Það var blóðugt og við vorum dökkklæddar. Sé ég þá að maður sem ég lítillega þekki, kemur inn. Hann svipaðist um eftir mér að því er mér fannst. Þegar hann sér mig loksins, gengur hann til mín og star- ir í augu mín, heilsar mér og segir: >,Blessuð elskan“. Mér varð hverft við. Hann var klæddur í gráan frakka með hatt. Ég spyr hann hvernig hann hafi það. Hann svar- ar að sér leiðist mikið. Þá sé ég að hann er brenndur á andlitinu, yfir vinstra auga og kinnbein og nefið brunnið svo sást í bein. Ég spyr hann af hverju hann sé svona. Ég verð víst svona það sem eftir er, svarar hann og gengur burtu og sendir mér nístandi augnaráð. Ég verð hrædd og ætla mér að læðast út, en hann stendur þá við dyrnar °g ég sé alltaf á bakið á honum, °g sé að hann ætlar að bíða eftir mér. Lína, R. P. Svar til Línu: Ýmislegt í þessum draum er þess eðlis að það veit á erfið- leika. T. d. liinn dökki klæðnað- ur ykkar og blóðið á lambakjöt- inu, einnig verður varla sagt að hið brennda andlit mannsins sé heppiiegt tákn. Hins vegar kem- ur sú bending nokkuð glöggt út úr draumnum. DELTA DOMUKAPAN Úrvals efni 'ic Glæsileg snið Laus loðskinnskragi. ÞAÐ BEZTA Á MARKAÐNUM Lítið inn! NINON Ingólfsstræti 8.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.