Vikan


Vikan - 13.12.1962, Blaðsíða 5

Vikan - 13.12.1962, Blaðsíða 5
f Jólafötin 1962 það hégóma einn, að það skuli vera gefnar út bækur um miðla, sem auðvitað eru alls ekki til, nema svikamiðlar. Það þyrfti að taka svona fólk alvarlega til bæna. Það tekur út yfir allan þjófabálk, að prestar skuli vera að blanda sér í þetta, og það gáfumenn og vel menntaðir. Og að blöð og útvarp skuli vera að ljá þessu rúm — mér blöskrar svo um munar. Og svo síð- ast en ekki sízt eru nokkrir merkir menn spurðir um álit sitt á þessum efnum. Þá þora þeir ekki að gefa nein ákveðin svör. Á að fara að leiða eitthvert miðaldamyrkur yfir þjóðina og forheimska hana svo að hún viti ekki sitt rjúkandi ráð? Ég vil ekki hafa þetta. Það er alveg óhætt að þurrka þetta allt út. Ég fór einu sinni á miðilsfund til Láru. Það fólk, sem var á fundinum, var, að ég held, flest henni kunnugt og hafði verið áður — og svo ég. Þar voru líkamningar og komu margir fram, bæði börn og fullorðnir, sem fólkið þóttist kannast við. Ég sá strax í hendi minni, að þetta voru slæður á kústsköftum eða einhverju. Samt var ég ekki viss, og það fór að fara um mig, af því að ég var ekki laus við myrkfælni. En svo. til að fullkomna þetta allt, lét hún detta í keltu einnar konunnar brot úr hárkambi eða hárspennu. Svo, þegar fundurinn var búinn og búið að kveikja, þá fór fólkið að tala saman um, hvað þetta hefði ver.ið merkilegur fundur — sá langkröft- ugasti, sem það hefði setið. Og Lára sagði: „Ekki henti ég þessu til þín.“ Hún átti við brotið. Þá sagði einn kunningi hennar: ,,Það var enginn að tala um það.“ Þetta var fyrir 26 árum, löngu áður en Sigurður Magnússon fletti ofan af henni. Það eru víst allir búnir að gleyma þessu. Hún (Lára) lét ekki neitt bera á sér í mörg ár eftir það. Svo fór hún að skjóta upp kollinum, fyrst norður á Dnl"'!: og á ýmsum stöðum norð- anlands. Það lýtur út fyrir að fólk- ið sé Iijátrúarfyllra þar. Það er svo- sem margt fleira, sem óhæft er og ekki ætti að viðgangast. Ég á þar við klámsögurnar og klámritin, sem vaða uppi. Það er eins og allir geri sér að skyldu að vera sem klúrastir og andstyggilegastir. En það sem fallegast er, er falið og fær aldrei að hevrast eða líta dagsins ljós. j Með kærri kveðju. Sveitakona. ' -------Ég get varla sagt, að ég sé þér fyllilega sammála. Ef þcssi „hjátrú“ er svona rík í þjóðinni, þá finnst mér ærin ástæða til að ræða þetta fram og aftur og reyna að komast að hinu sanna, en ekki þegja yfir þvi, eins og þú virðist vilja. Og: Við hvað varstu annars hrædd þama á miðilsfundinum —- þu segist hafa verið myrkfælin — þó ekki við drauga? Engin úrslit birt... ? Kæri Póstur. Ég les alltaf Vikuna, en samt er þar margt, sem mér finnst aðfinnslu- vert. Til dæmis í sambandi við verð- launagetraunirnar. Ég hef aldrei rekizt á það í blaðinu, að birt séu úrslit í þeim. Og svo langaði mig til að fá að vita hvernig það verður með getraunina um NSU-PRINZ- INN? Verður nafn sigurvegarans birt í blaðinu eða ekki? Einnig finnst mér mjög vanta stuttar og snjallar sakamálasögur ESV. -------l>ú lest bara ekki Vikuna nógu vel, vinur sæll. Til þessa hafa ÖLL úrslit í ÖLLUM get- raunum Vikunnar verið birt i blaðinu. svo að það verður ekki okkur að kenna, þótt þú gleymir að sækja Prinzinn ef þú skyldir verða svo lánsamur að hreppa hann. Til gamans inætti benda þér t. d. á 34. tbl., 23. ág. bls. 31 — þar eru birt úrslit í Volkswagen- keppninni meira að segja heil opna með myndum. Hvað viltn meira? Líka i 14. tbl. sama ár- gangs 1. nóv. bls. 16 — en þar eru birt úrslit annarrar keppni. þar sem vinningar vom sjónvarp o. fl. Jómfrú ... Kæri Póstur Ég var að lesa í kvöld i pistlum þínum, þar sem stúlku langar til að verða skipsjómfrú. Já. jómfrú. Þú mundir nú kannski vilja fræða mig á, hvað orðið jómfrú raun- verulega þýðir. Það er notað um ýmsa hluti, t. d. um borð í skipum. Fræddu mig nú um þetta orð. Póstur minn, en ekki með neinum útúrdúrum. Svo þakka ég fyrir- fram gott svar og alla skemmtun i blaðinu, Einn fáfróðui --------Ég veit ekki meira um hina hámálfræðilegu hlið orðsins en Sigfús Blöndal, en hann segir: „Jómfrú f. I. Jomfru „ckki dró hann af mér titiliim," sagði stúlk- an,“ hann kallaði mig jómfrú: heiðursgóða j. (Eimr. X. 139). — 2. (skipsjómfrú) Jomfru (pi et skib). II. om forsk. Genstande: 1. (naut.) Jomfru: j. í skipi; Ifara á j. — fara á kjöl, se kjölur. en Rok = brúða, den forreste Opstander, jbr. rokkur." Svo mörg eru þau orð. 1

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.