Vikan


Vikan - 13.12.1962, Blaðsíða 7

Vikan - 13.12.1962, Blaðsíða 7
ástar, urðu honum helzt til heit, þegar til lengdar lét, og þetta undanhald var honum þvi eins ósjálfrátt og manni, sem fœrir sig fjær eldinum, þegar hann þolir þar ekki lengur við. En ást Sigurbjargar hafði ekki einungis vaknað fyrir fórn, heldur og eflaust nærzt á fórn, og því var henni það jafn ósjálfrátt þegar þetta undanhald hans gerði hana enn ágengari og auðmýkri i undirgefni sinni — og um leið blindari og tillitslausari í afbrýðisemi sinni gagnvart þeim, sem hann um- gekkst . . .“ „Og þar eð María litla var yndi hans og eftirlæti, og hændist meir að honum en móður sirini eða nokkrum öðrum, er hún komst á legg, var Sigurbjörgu það eflaust jafn óviðráðanlegt, er hún lét afbrýðisemi sína bitna mest á henni; gerði ýmist að freista að lokka hana frá honum með blíðu eða beitti hana hörðu og gekk þar sifellt lengra eftir þvi sem telpan eltist og þroskaðist, unz halda mátti sitt á hvað — að hún legði á hana ofur- ást eða skefjalaust hatur.“ „En nú var Jón ekki eins háður armlögum eiginkonu sinnar og þegar þau gerðu henni áreynslulaust að rjúfa hann — að minnsta kosti á yfirborðinu — úr nánum tengslum við móður sina. María litla var honum lika annað og medra en þær höfðu, hvor um sig, nokkurn tima verið honum. Hún var honum óriftanlegur sátt- máli við lífið og tilveruna; fullgi’ding þegnréttar hans i þessum heimi. Og hann greip því til þeirrar varnar gegn afbrýðisemi eiginkonu sinnar, sem honum var í senn eiginlegust og nærtækust, en hún mátti gerst finna og fékk sízt rönd við reist — gerði iengri vökur sinar Þannig urðu það þvi að miklu leyti sömu andstæðurnar, sem tókust a umhverfis hana og hið innra með henni, sömu andstæðurnar, sem kröfðu hana afstöðu gagnvart þeim átökum og þær, sem tókust á hið innra með henni um afstöðuna. Því hlaut og afstaða hennar og viðbrögð að verða af tvennum og andstæðum toga spunnin.“ • „Smásaman varð henni því óbifanleg geðró og sístreymandi hjartagæzka gömlu konunnar ekki einungis það bjargfasta virki, þar sem hún vissi sér alltaf búið athvarf og skjól; fölskvalaus ást og hljóður skilningur föðurins ekki einungis ylgjafi og leiðarljós, heldur varð henni hvor tveggja um leið tákn og ímynd alls þess, sem var göfugt, satt og fagurt. Og þannig leiddi það af sjálfu sér, að fram- koma móðurinnar varð henni tákn og ímynd alls þess, sem því var gagnstætt — en um leið af einhverjum óskiljanlegum ástæðum máttugt og óumflýjanlegt. Sama eðlis og myr-krið og nóttin.“ „Og þvi var einnig það, að María litla tók að vefa sér þann kufl af tvennum toga, sem deyfði allar eggjar. Óf liann annars vegar af hljóðri, óvirkri seiglu, hins vegar af dulri, stoltri einþykkni, sem gerði hana smám saman ónæma fyrir hvoru tveggja, gælum og ávítum, kossum og snoppungum, unz hún kenndi hvorki óbeitar né sársauka; unz hvorugt var framar — unz varirnar og höndin voru ekki framar. Og loks kom þar, að hún sem varirnar og höndina átti, var ekki heldur framar, eins og myrkrið og nótttin var ekki framar, jiegar maður lokaði augunum; hafði kannski aldrei verið, eins og myrkrið og nóttin hafði kannski aldrei verið, þegar maður opnaði augun fyrir birtu morgunsins. En faðir hennar var, á sama hátt og dagurinn var. Og þegar hann leiddi hana við hönd sér npp á bæjarhólnum, þá varð allt, sem þau sáu saman í sólskininu: jökullinn, sveitin, Kvislarnar, sandurinn og faliegu fuglarnir hennar á sjónum — allt var. Og amma hennar var, þó ekki eins og faðirinn, heldur á svipaðan hátt og kóngshöllin, tröllahellirinn og álfaborgin var í sögunum hennar í Ijósaskiptunum á kvöidin — eins og sjálf ljósaskiptin voru, en þó ekki á sama hátt og dagurinn." „En fyrir kom það að þessi takmörk, landamæri þess, sem var og hins, sem ekki var í draumvöku dagsins, hurfu henni i svefndraumum næturinnar. Þá tók Eftir það gerði María sér þrá- faldlega að leik að freista háíf- tröllsins Torfa með eggjandi þokka sínum sem bezt hún kunni að móður sinni ásjá- andi, og þó að Sigurbjörgu tækist annars nokkurn veginn að dylja að hún fyndi sig standa höllum fæti. við skriftir og doðranta og daufari eyru sin fyrir and- vörpum hennar og stunum 1 þögn næturinnar.“ „Og María litla; að sjálfsögðu skildi hún ekki livað lá að baki hinni annarlegu framkomu móðurinnar. En hún var á þeim aldri þegar tilfinningalífið er eins og opin kvika, réttlætiskenndin næmust og öryggisþörfin mest, og gagnrýnin á allt viðmót því vökul og skyggn, en þó sér í lagi þeirra, sem meðfædd cðlisávísun gerir skýlausar kröfur til um ást, vernd og vörn. Það var þvi sízt að undra, þótt þessir óskiljanlegu duttlungar, sem gerðu að hún gat aldrei liaft neitt til marks um við hvoru hún mátti heldur búast, gælum og yfirgengilegri ástúð eða ávítunum og snoppungum, vekti áleitnar spurn- ingar og afdrifarík átök í ungri sál, sem var að vakna til leitar að áttum og leiðarmerkjum á ókannaðri víð- áttu lífsins. Hún fann sig ekki einungis beitta ranglæti af þeim, er sizt skyldi, heldur og á ])ann hátt að allt varð ótryggt, hvergi fyrirheit; likast því sem fjölum væri kippt undan fæti, einmitt þegar hún hugðist sleppa stokknum og vappa yfir þveran pailinn. Henni hefði jafnvel ekki orðið það eins þungbært að þola móður sinni stöðugan kulda og ástleysi. Það hefði ekki brotið eins i bág við réttlætiskennd hennar, ekki haidið lienni sífellt í þessari lamandi óvissu, eða valdið henni jafn sárum heilabrotum um sekt og verðskuldun . . .“ „Þótt Maria litla væri fingerð og nett og framkoma hennar liljóð og hógvær, brá þar snemma fyrir þeirri stoltu, eggjandi reisn, sem gaf ótvirætt í skyn, að fleira mundi hún sækja til móðurinnar en liið framandlega, dökka yfirbragð og heita tillit; að skaphöfn hennar mundi af tvennum toga spunnin, ekki síður en útlitið. hún, sem ekki var, á sig ham tröllflagðsins, sem sat i hellinum í ljósaskiptunum, og sótti að henni með fleðulátum og reiðiofsa í senn, unz hún hrökk upp af mar- tröðinni með óbeit kossins á vörum og sársauka snoppungsins á vöngum sér; starði felmtruðum augum i myrkrið og heyrði hana stynja þar rödd þess. Kannski kom þá daufur flöktbjarminn af týrunni á skrifpúltinu undir stafnglugganum til liðs við hana; kannski barg mildilegur vangasvipur og róandi skrjáf í fjaðrapenna henni frá því að verða að standa andspænis þeirri ógnþrungnu spurningu, hvort náttmyrkrið og lnin, sem stundi rödd þess i skugganum undir skarsúðinni hinum megin við skrifpúltið, hefðu ekki allt i einu brotizt til valda, og það yrði aldreí framar dagur og faðir hennar leiddi hana aldrei meir við hönd sér út á þæjar- hólinn. En það var lika til, að s’okknað væri á týrunni, skrjáf fjaðrapennans þagnað, valdataka myrkursins og hennar, sem stundi rödd þess, alger. Þá hjúfraði hún sig, gripin óumræðilegri skelfingu og titrandi af hljóðum ekka, að gömlu konunni, sem svaf fyrir ofan hana, læsti fingrunum í ofboði að mögrum handlegg hennar . . .“ „Og gamla konan vaknaði. Vaknaði, en spurði ekki neins, einungis sneri sér að henni. Og þegar telpan fánn hrjúfa, sinabera hönd hennar lagða á koll sér, hvarf óðara öll óbeit eftir fleðukossa flagðsins og sviði snoppungsins; grannvax- inn líkami hennar kyrrðist og hún gat lokað augunum, svo myrkrið var ekki lengur og ekki hún, sem stundi rödd þess. En gamla konan var, fremur en nokkru sinni, og mundi vaka yfir henni; hrjúf og svöl hönd hennar var, 'ojg hún var jartein þess að handan við myrkrið og nóttina biði bjartur dagur.“ „Maria litla var ekki orðin gömul að árum, þegar fólki í sveitinni gerðist tíð- rætt um hana. Öllum bar saman um að hún væri óvenjulega fríð sýnum. Mörgum varð jafnvel annarlega við, er þeir litu hana, svo mjög stakk fríðleiki hennar og allur yndisþokki í stúf við harðan og grófgerðan hversgagsleikann. Engu að síður var aúnað það í fari hennar, sem fólki varð meir að umtalsefni. Franikoma hennar þótti öll önnur en búast mátti við af telpu á hennar aldri, og þó sér i lagi eftir að hún komst af barnsárunum; ekki einungis að liún væri óeðlilega Framhald á bls. 40. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.